Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1999, Síða 36

Skinfaxi - 01.06.1999, Síða 36
Það hefur verið míkíð að gerast í íslenska tónlistarheiminum í sumar. Hljómsveitin Land og synir hefur látið mikið að sér kveða í sumar og er ein vinsælasta hljómsveitin á landinu. Hljómsveitin var stofnuð í fyrra og hefur gefið út eina plötu, Hún hefur selst í 6500 eintökum sem þýðír gull. Hljómsveitina skipa Birgir Nilsen, trommur, Jón Guðfinnsson, bassi, Njáll Þórólfsson, hljómborð, Gunnar Þór Eggertsson, gítar, og Hreimur Örn Heímisson, söngur, Það sem hefur vakið mikla og jákvæða athygli hjá þeim piltum er að þeir hvetja yngstu kynslóðina að skemmta sér án áfengis þegar þeir spila. Hreimur söngvari er hér í stuttu spjalli við Skinfaxa, texti: valdimar kristófersson myndir: sigurjón ragnar Hvernig hljómsveit eruð þið? ,,Við erum hin dæmigerða íslenska popp- hijómsveit. Við spilum þó allt á milii himins og jarðar, bæði popp og rokk. Við spilum mestmegnis frumsamda tónlist. Ég sem að mestu músíkina sem við spilum. Við erum þó allir að semja en veljum síðan bestu lögin úr." Hvað eruð þið að spila eftir aðra? ,,Við reynum að fylla upp í dagskrána okkar með nokkrum vel völdum lögum. Við spilum t.d. mikið lög eftir írsku hljómsveitins U2." Hver er meðalaldur hljómsveitarinnar? ,,Við erum allir á aldrinum 21 árs til 24 ára.” Eigið þiðj'kkur einhverjar fyrirmyndir? ,,Við eigum hver og einn okkar eigin fyrirmynd en það er móttó hjá okkur að vera sjálfum okkur samkvæmir og vinna þetta saman. Við reynum að vinna úr okkar eigin hugmyndum en við fylgjumst þó vel með hvað er að gerast úti í heimi og rey'num að þróast dálítið með því.” Áttu þér einhverja uppáhaldshljómsveit? ,,já, ég hlusta mikið á Pearl jam og Queen. Svo er U2 góð hljómsveit en hverjum finnst það ekki?" Eruð þið allir í skóla? ,,Nei, við erum allir í þessum hljómlistarbransa eins og er og einbeitum okkur að honum. Þannig að þetta er vinnan okkar um þessar mundir." Platan _ykkar er komin í gull og tónlistin er jkkar vinna um þessar mundir. Eru meðlimir hljómsveitarinnar orðnir ríkir? ,,Nei, því miður. Það er t.d. ekki hægt að hagnast mikið á plötusölu á íslandi. Ef maður ætlar að gefa út almennilega plötu fer hún aldrei undir tvær milljónir í vinnslu og þá þarf að selja a.m.k. 3000 eintök til að ná fyrir kostnaðinum. Svo tekur við kostnaður m.a. vegna auglýsinga, kynningar o.fl. Síðan skiptist eitthvað á milli okkar en það nær engan veginn upp í þá vinnu sem við leggjum í þetta. Þannig að við verðum að vera duglegir að spila og skapa ný lög sem halda okkur vinsælum og þar með gangandi á markaðnum. Okkar tekjur koma fyrst og fremst á því að spila á böllum." Spilið þið mestyfir sumar- eða vetrartímann? ,,Það er engin ákveðin árstíð sem er betri en önnur. Við spilum mikið á skólaböllum og á ýmsum stöðum.” Ef menn ætla að hafa eitthvað upp úr þessu verða þeir þá að „meikaða" í útlöndum? ,,Ef það væri hægt þá mundurn við gera það.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.