Skinfaxi - 01.06.1999, Side 38
En við stefnum ekki svo langt. Við höfum reyndar
farið til Færeyja og spilað þar. Heimurinn er autt
blað fyrir okkur. Við stefnum fyrst og fremst á það
núna að standa okkur vel hérna heima áður en við
förum að huga að einhverju öðru."
Það er mikið af efnilegum hljómsveitum hér á landi
er einhver hljómsveit sem stenstykkur snúning?
,,|á, já, það er fullt af þeim, t.d. Skítamórall og
Sóldögg. Þessi tvö bönd ásamt okkur eru heitustu
böndin í dag. Svo eru Stuðmenn náttúrlega „að
túra" og þeir eru hljómsveit allra landsmanna og
menn bera mikla virðingu fyrir þeim ásamt Sálinni.
Þetta eru þær hljómsveitir sem bjuggu þennan
markað til á sínum tíma."
Hvernig er það þegar svona margar hljómsveitir eru
að koma upp í einu. Er mikill rígur á milli þeirra?
,,Við berjumst allir um sömu bitana og við erum því
miklir óvinir á vígvellinum en þegar fyrir utan
vinnuna erum við mjög góðir félagar."
Ef við förum aðeins í aðra sálma er það rétt að þú
hvorki reykir né drekkur?
,,|á, ég reyki ekki og bragða sjaldan áfengi. Við
hljómsveitarmeðlimir höfum mjög ákveðnar og
sterkar skoðanir á um diykkju á meðan við erum að
spila. Þetta er vinnan okkar og við biýnum því
sterkt á hver fyrir öðrum að það sé bannað að
drekka á meðan við erum að spila. Það hafa margar
hljómsveitir lent í leiðinlegum málum þegar þær
hafa verið að fá sér í glas meðan þær eru að spila.
Þannig að við erum harðir á þessu enda er vinnan
oft ekki búin þegar við erum búnir að spila því þá
á eftir að taka saman græjurnar og koma þeim út í
bíl.”
Þetta fylgdi oft hljómsveitum í gamla daga, að fá
sér í glas á meðan splað var. Er þetta breytt í dag?
,,|á, þetta er liðin tíð og er ekki í tísku lengur. Ef
þú hefur séð myndina Doors þá voru skilaboðin á
þessum tíma að það væri „kúl" að reykja hass inni í
stúdíói og vera alltaf fullur. Þetta var ákveðin
ímynd þá sem fylgdi hljómsveitum á þessum tíma.
Þetta er breytt núna og mönnum finnst þetta bara
bjánalegt. Ef menn þykjast vera einhverjir
atvinnumenn hljóta þeir að geta spilað án þess að
vera undir áhrifum. Mér finnst þetta vera jafn mikið
út í dag og þetta var inn á sínum tíma. Þannig að
tíðarandinn hefur breyst.”
Verður þú mikið var við áfengisdrykkju hjá
áhorfendum þegar þið haldið tónleika?
,,|á, ég verð alltof mikið var við það og sérstaklega
hjá ungu körkkunum. Það er alveg svakalegt og sjá
þau oft á tíðum og fyrir mitt leiti finnst mér þessi
mál hafa farið mikið niður á við í gegnum árin. Ég
fer mikið um landið til að spila og tel mig því vita
hvað ég er að tala um. En þetta er samt meira
hérna í Reykjavík heldur en úti á landi."
Ertu að tala um áfengi eða fíkniefni?
,,Ég er aðallega að tala um áfengi. Það virðast allir
byrja að drekka og reykja 13 ára. Þetta er alveg
ótrúlegt."
Hvernig er að spila á böllum þar sem er mikið
fyllerf? Er það leiðinlegra?
,,Nei, ég get ekki sagt það því það eru allir í stuði.
En skemmtilegustu böllin sem ég spila á eru
grunnskólaböllin. Þar er enginn að drekka og
krakkarnir sjá þá að það er hægt að skemmta sér án
áfengis. Við höfum fengið mjög gott umtal fyrir
það að fá krakkana út á gólf og dansa og skemmta
sér án þess að það þurfi áfengi. Ég hamra líka
mikið á því upp á sviði við krakkana, þegar við
erum að spila á grunnskólaböllum, hver þurfi
eiginlega vín til að skemmta sér.”
Þið fáið prik fyrir þetta?
,,Það er bara svo leiðinlegt að sjá 13 ára krakka vera
út úr fullan, ælandi og húkandi úti í horni. En ég
ætla samt ekki að banna neinunr að byrja drekka,
það er undir hverjum og einum komið."
Þið hafið verið að spila eitthvað á skemmtistöðum.
Verður þú var við fíkniefnaneyslu?
,,Nei, ég hef aldrei orðið var við neyslu en þú sérð
strax mun á hvort að fólk er að skemmta sér eða
dópað. Það er mikill munur á þessu fólki. Ég held
samt að það sé rosalega mikið um það hérna í
bænum að fólk sé að „spítta sig" eins og það er
kallað."
Hvað með forvarnirnar sem eru í gangi. Gera þær
ekkert gagn?
,,Ég veit það ekki. T.d. plakötin sem eru hengd upp
vegna reykinga missa algjörlega marks. Það eru
kannski 5 prósent af krökkunum sem finnst þetta
ógeðslegt en afgangurinn hlær að þessu. Þegar ég
var í barnaskóla kom rosalega skemmtilegur og
ferskur karlmaður til okkar og talaði um óhollustu
reykinga mjög opinskátt. Hann sagðist ekki ætla að
banna okkur að reykja heldur aðeins segja okkur frá
reykingunum. Þegar hann var búinn að því og allir
stóðu á öndinni þá sýndi hann okkur alvörulunga úr
fertugum manni sem hafði reykt allt sitt líf og það
var alveg kolsvart. Þetta hafði mikil áhrif á mann.
Það vantar einmitt meiri nálgun við krakkana í dag,
plaköt gera ekki neitt og ekki útvarpsauglýsingar.
Það þarf að fá rnenn í þetta sem geta talað við
krakkana og náð til þeirra. Þannig virkar þetta. Ég
mæli t.d. með Páli Óskari. Hann færi létt með að
sannfæra krakkana í skólanum."
Svona að lokum þá er veturinn fram undan. Hvað
tekur þá við hjáykkur?
,,Eins og er þá erum við að klára nýja plötu seni
kemur út fyrir jólin. Og svo tekur við
spilamennskan í vetur og síðan verðum við bara að
sjá hvað setur."
FARMAS/A h.f.
Sfðumúía 32 • 108 Reykjavfk
sími 588 7122 • fax 588 7120
Fæst i næsta
apóteki
Ef menn þykjast vera
einhverjir atvinnumenn hljóta
þeir að spila án þess að vera
undir áhrifum vímuefna