Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1999, Side 47

Skinfaxi - 01.06.1999, Side 47
1990 Mosfellsbær 1994 Verður þinn bær næstur? Tuttugasta og fjórða Landsmót UMFÍ verður haldið í júlí árið 2004. Ungmennafélag íslands óskar eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarstjórnum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 24. Landsmóts UMFÍ. Fyrsta Landsmót UMFÍ fórfram á Akureyri 1909 en Landsmótin eru orðin tuttugu og tvö talsins. Síðasta Landsmót var haldið í Borgarnesi 1997. Næsta Landsmót UMFÍverður hatdið á Egilsstöð- um 12.-15. júlí 2001. Landsmót UMFÍ hafa jafnan verið mikil lyftistöng fyrir byggðarlögin þar sem þau hafa verið haldin. Kröftug uppbygging íþróttamannvirkja hefur átt sér stað og starf ungmenna- og íþróttafélaga eflst. Landsmót UMFÍ eru stærstu íþrótta- og menning- arhátíðirsem haldnareru hérá landi ogvekja þjóðarathygli. Á Landsmótinu sem haldiðverður 2004 má gera ráð fyrir allt að tvö þúsund þátttak- endum sem keppa í um tuttugu íþróttagreinum. Þar mun fremsta íþróttafólk landsins keppa í flestum greinum íþrótta en auk þess verður keppt í starfsíþróttum eins og t.d. pönnukökubakstri, dráttavélaakstri og línubeitingu. Á Landsmótum UMFÍ er boðið upp á fjölbreytta dagskrá þarsem öllfjölskyldan geturverðsaman. Aukináhersla hefurverið lögð á þátttöku atmenn- ings í ýmsum íþróttagreinum á síðari árum. Umsóknum um að halda 24. Landsmót UMFÍ 2004 skalskitaðá þjónustumiðstöð UMFÍ að Fetlsmúla 26,108 Reykjavík fyrir 31. desember 1999. UNGMENNAFELAG ÍSLANDS

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.