Skinfaxi - 01.06.1999, Page 58
.
ÍVAR INGIMARSSON, MIÐJUMAÐUR HJÁ ÍBV, HEFUf
„Þetta hefur kannski ekki alveg gengið eins og
við ætluðum okkur. Við unnum allt sem í boði
var í fyrra og þá gekk okkur allt í haginn. Þetta
ár hefur ekki gengið eins vel og við kannski ekki
verið að spila eins vel. Ég held að það sé engin
ein skýring á þvf hvers vegna við erum ekki að
leika jafnvel og í fyrra - það er margt sem spilar
inn í og ef ég hefði eina pottþétta lausn værum
við eflaust ekki í þessari stöðu núna.“
• Þrátt fyrir að ÍBV-liðið hafi ekki verið
að leika eins vel og í fyrra hefur þú
verið að fá góða dóma fyrir leik þinn á
miðjunni. Ertu ánægður með hvernig
þú hefur komist frá leikjum liðsins?
„Ég er þokkalega sáttur við mitt framlag. Ég
held að flestir leikmenn hafi nú leikið nokkuð vel
og það má ekki gleyma því að við erum í öðru
sæti í deildinni og féllum út í undanúrslitum í
bikarnum. Það er ekki eins og árangur liðsins
hafi verið neitt hræðilegur. Það er bara eins og
ég sagði áðan, okkur hefur ekki gengið allt í
haginn - við komum bara sterkari til leiks næsta
sumar."
- Þú hefur eflaust heyrt það eins og allir
aðrir að fjölmiðlar hafa verið að gagnrýna
leikskipulag ykkar. Er þetta ekki sama
leikskipulag og undanfarin ár?
„Auðvitað hefur maður orðið var við neikvæða
umfjöllun en við höfum ekki tekið hana nærri
okkur. Við erum að spila alveg eins og í fyrra og
árið áður en í sumar hefur það ekki gengið nógu
vel. Eins og ég sagði áðan þá er ekki nein ein
skýring á því af hverju þetta hefur ekki gengið í
sumar - það getur ekki alltaf allt gengið upp hjá
manni.“
- KR-ingar eru með aðra höndina á
titlinum þegar þetta er skrifað en lítur
þú á að þið eigið einhverja möguleika
þegar þrjár umferðir eru
eftir?
„Það getur allt gerst í fótboltanum
en ég held að með sigrinum á
okkur hafi KR nokkurn veginn
tryggt sér titilinn. Við munum hins vegar reyna
að klára þessa leiki sem eftir eru með stæl og
taka þau níu stig sem eftir eru í pottinum."
- Hefur þú fundið fyrir því að stuðnings-
menn ykkar hafi snúist gegn ykkur?
„Nei, ég get ekki sagt það. Hún hefur kannski
aðeins smitað út frá sér, þessi neikvæða
umfjöllun en við eigum mjög trygga og góða
stuðningsmenn. Okkur hefur gengið mjög vel á
undanförnum árum og þess vegna eru
stuðningsmenn okkar orðnir kröfuharðir og það
er bara allt gott um það að segja á meðan það
er sanngjarnt í okkar garð. Ég held að það hafi
nú bara sést best á leiknum gegn KR í
Frostaskjóli. Þar fjölmenntu Eyjamenn og stóðu
við bakið á okkur, klöppuðu fyrir okkur alveg til
leiksloka þrátt fyrir að við værum ekki að leika
vel. Ég held að það séu ekki mörg félög á
íslandi sem eiga slíka stuðningsmenn."
- Verður þú áfram í Eyjum?
£SSO
Eg hef ekki fundið fyrir þvi
að Eyjamenn hafi snúist
gegn okkur
Þetta leikkerfi hefur skilað
okkur mörgum titlum en ég
hef enga skýringu á því
hvers vegna þetta gekk ekki
jafnvel í sumar
„Ég á eitt ár eftir af samningnum sem ég
gerði við ÍBV og mun því leika hér aftur á
næstu leiktíð. Mér hefur líkað mjög vel hérna og
sé engan ástæðu til að fara neitt annað."
- Ertu ekkert á leiðinni í atvinnu-
mennsku?
„Stefnan er auðvitað sett þangað og umboðs-
maðurinn minn er að vinna í þeim málum fyrir
mig. Ég mun skoða þau mál í vetur en maður
veit aldrei hvað dettur inn hjá manni næst. Ég
lít samt á það þannig að næsta skref fyrir mig í
fótboltanum er að komast eitthvað út að spila.“
- Nú eru leikmenn eins og Kristinn
Hafliðason, ívar Bjarklind og Hlynur
Stefánsson með lausan samning.
Verður mikið breytt lið á næsta ári hjá
ÍBV?
„Það er nú
ekkert farið
að ræða það enn þá. Ég held að það sé rétt
sem þú segir að þessir leikmenn séu með
lausan samning en ég hef ekki heyrt neitt rætt
um það hvort þeir séu á leiðinni eitthvað annað
eða hvort þeir ætli að vera hér áfram. Eflaust
verða einhverjar breytingar á liðinu fyrir næstu
leiktíð eins og gengur og gerist en það fer nú
ekkert að gerast í þeim málum fyrr en í fyrsta
lagi eftir leiktíðina."
- Tvö undanfarin ár hefur ÍBV-liðið
verið með útlendinga sem hafa eytt
mestöllu sumrinu á bekknum. Hafa
þeir ekki verið nógu sterkir til að vera '
aðalliðinu?
„Þú ert þá væntanlega að tala um Goran oQ