Skinfaxi - 01.06.1999, Síða 59
ARIÐ Á KOSTUM í LANDSSÍMADEILDINNI í SUMAR!
Bjarki skipti
sköpum
■segir ívar Ingimarsson
„KR-ingar hafa lagt mikið
undir í sumar og það hefur
skilað sér. Þeir eru með
geysilega sterkt lið og valinn
mann í hverri stöðu. Þeir
hafa líka verið að spila
skemmtilegan fótbolta og
hlutirnir hafa gengið upp hjá
þeim í sumar. Þeir hafa verið
tiltölulega lausir við meiðsli
þrátt fyrir að Andri
Sigþórsson hafi nánast
ekkert verið með þeim í
ufibpori
11%
w
- Er einhver einn leik-
maður sem hefur staðið
upp úr hjá KR í sumar?
„Ég held að það fari ekkert á
milfi mála að Bjarki Gunn-
laugsson hefur verið lykillinn
að velgengni KR-liðsins í
sumar. Hann hefur skorað
mikið af mörkum og svo
hefur hann náð mjög vel
saman við Guðmund Bene-
diktsson í framlínunni. Ég
held að það sé alveg óhætt
að segja að hann hafi sett
punktinn yfir i-ið hjá KR í
sumar.“
Alan í sumar og Þjóðverjann í
fyrra?“
- Já, aðallega Alan og Jens
(Þjóðverjann).
„Alan Mörkere er mjög sterkur
leikmaður og hann byrjaði vel
þegar hann kom. Við verðum hins
vegar að hafa það hugfast að
strákarnir sem eru að koma frá
Færeyjum hafa alla sína tíð leikið á
gervigrasi og því er erfitt fyrir þá að
venjast því að leika á venjulegu
grasi. Ég held að Alan eigi eftir að
koma mjög sterkur inn í lið ÍBV á
næstu leiktíð. Goran er alveg
frábær leikmaður og leikmaður
sem ÍBV-liðið vantaði. Hann kom
seint en er nú búinn að vinna sér
fast sæti í liðinu hjá okkur. Jens,
sem kom í fyrra, var mjög góður
leikmaður en hann kunni ekki nógu
vel við sig hérna í Vestmanna-
eyjum, enda kom hann frá stórborg
í Þýskalandi. Ég held að það hafi
bara verið hann sjálfur sem spilaði
sig út úr liðinu þegar honum fór að
leiðast í Eyjum. Það er alltaf
happdrætti að fá til sín erlenda
leikmenn en ég held að við höfum
nú verið ágætlega heppnir með þá
sem hingað hafa komið."
- Hvernig finnst þér deildin
hafa spilast. Er eitthvað
sem hefur komið þér á
óvart?
„Nei, ég held að þetta hafi nú verið
nokkuð eftir bókinni. Það kom
kannski einna helst á óvart hvað ÍA
var lengi í gang. Maður er ekki
vanur að sjá Skagamenn í
botnbaráttunni en nú hafa þeir rétt
úr kútnum og eru komnir í þriðja
sætið. Ég held líka að Framarar
hafi ætlað sér lengra í sumar en
það hefur ekkert gengið upp hjá
þeim. Þeir hafa ágætismannskap
og ég hef nú reyndar trú á því að
þeir lyfti sér upp í þessum leikjum
sem eftir eru.“
- Hvað heldur þú að hafi
gerst hjá Skagamönnum í
upphafi sumars?
„Þeir skoruðu bara ekki nein mörk
en nú virðast þeir vera komnir með
réttu framherjana. Þeir hafa leikið
vel að undanförnu og við fengum
meðal annars að kenna á því.“
- ÍBV og KR hafa nú barist um
íslandsmeistaratitilinn tvö ár í
röð og í ár hafa þessi tvö lið
stungið af. Þetta eru líka tveir
ríkustu klúbbar landsins og
virðast eiga auðveldast að fá
til sín nýja menn. Eiga þessi
lið eftir að berjast um titlana á
næstu árum?
„Það eru nú þín orð að þetta séu
ríkustu klúbbar landsins. Ég veit
ekki hvort þessi barátta á milli KR
og ÍBV sé komin til að vera en
þessi tvö lið hafa lagt mikið undir til
að ná góðum árangri. Ég held
samt að lið eins og ÍA og Fram
verði nú ekkert sátt við að KR og
ÍBV skiptist á að vinna mótið, hjá
þessum félögum er metnaðurinn
meiri en það.“
Nú fara KR-ingar í
meistarakeppnina á næsta
ári og taka þar við af ykkur.
Er ekki sárt að sjá eftir þeirri
keppni?
„Auðvitað er það sárt en ég vona
bara að KR-ingar eigi eftir að
standa sig vel þar og koma íslandi
á kortið. Það er mjög mikilvægt
fyrir íslenskan fótbolta að öllum
íslenskum liðum gangi vel í Evrópu
og þar verðum við alltaf að standa
saman. Við munum líka taka þátt í
Evrópukeppni og munum gera
okkar besta þar.“
ívar Ingimarsson og félagar í ÍBV
enduöu í 2. sæti í Landssíma-
deildinni og töpuðu í undanúrslitum
í Coca-Cola-bikarnum fyrir ÍA.
Texti: Jóhann Ingi Árnason
Myndir: SGG/Foto