Skinfaxi - 01.06.1999, Page 71
SON ERU AÐ GERA ÞAÐ GOTT HJÁ WALSALL í ENGLANDI
„Ég held að það búist enginn við því
að við munum halda okkur uppi í
vetur. Við erum nánast með sama
mannskap og í fyrra og þá var ekki
búist við miklu af okkur í 2. deildinni.
Mér finnst við samt hafa verið að spila
vel og ég er sannfærður um það að ef
við höldum áfram á sömu braut
munum við ekki falla,“ segir Bjarnólfur
aðspurður um möguleika Walsall í
deildinni í vetur. Það er ekki mikil
stórklúbbastemmning í kringum þetta
félag. Áhorfendur eru í kringum 8000 þúsund á
hverjum leik en stúkan tekur þó eitthvað í
kringum 12 þúsund. Flestir sem búa í
Birmingham halda með stóru félögunum eins og
Aston Villa eða Birmingham en Walsali á sér þó
trygga stuðningsmenn. „Auðvitað gerum við
okkur alveg grein fyrir því að við erum litli
klúbburinn hérna í Birmingham. Það er mikill
rígur hérna á milli félagana og það er mjög
skemmtilegt að við séum nú í sömu deild og
Wolves og Birmingham. Það verður mikil
stemmning á nágrannaslögum við þessi lið og
ég held að ef við vinnum bara þá leiki yrðu
stuðningsmenn okkar nokkuð sáttir," sagði
Bjarnólfur. Þrátt fyrir að Walsall sé ekki stór
klúbbur er liðið ekki stjörnulaust. Mark Robins,
fyrrum leikmaður Manchester United, leikur í
fremstu víglínu hjá Walsall en hann er að reyna
að byggja upp ferilinn sinn aftur eftir nokkur erfið
ár. „Ég og Robins erum með sama
timboðsmann og hann talar stundum um að það
sé hálfleiðinlegt hvernig komið sé fyrir Robins.
Hann var auðvitað á sínum tíma í aðalliðinu hjá
einu stærsta félagsliði Evrópu en eftir að hann
fór þaðan hefur allt verið á niðurleið. Hann hefur
samt komið sterkur inn í þetta hjá okkur og það
er vonandi að hann nái að rífa sig upp aftur,“
segir Siggi sem einmitt þarf að keppa um stöðu
við Mark Robins. Annar leikmaður Walsall er vel
þekktur en það er kantmaðurinn Tony Daley
sem lék á sínum tíma með nágrannaliðinu Aston
Villa. Daley kemur með mikla reynslu og á
eflaust eftir að styrkja liðið mikið.
BÍÐA EFTIR NÝJUM SAMNINGI
Bæði Bjarnólfur og Siggi eiga bara eitt ár eftir af
samningum sínum við Walsall en þeir eru báðir
bjartsýnir á að vera um kyrrt hjá félaginu. „Ég
held að þjálfarinn ætli að setjast niður með
umboðsmanninum mínum á næstu vikum. Ég
sé þá hvað er í boði
og hvort ég fram-
lengi samning minn
við Walsall. Ég held
að það sé ekkert
slæmt fyrir mig
hversu lengi hefur
verið dregið að
semja við okkur - ég
lít líka á það þannig
að ég geti þá farið
frjálsri sölu ef
eitthvað annað
betra berst," segir
Bjarnólfur sem
einmitt kom á frjálsri
sölu frá Hibernian til
Walsall. Bjarnólfur
Siggi „supersub" byrjar
yfirleitt á bekknum hjá
Walsall en ef illa gengur að
skora er hann sendur inn á
er þessa dagana að ganga frá húsakaupum í
nágrannabænum Oxford svo líklegt verður að
teljast að hann verði kyrr hjá Walsall. Siggi er
hins vegar rólegri og er enn þá í íbúð og með bíl
sem félagið lét hann hafa. „Ég vil vera öruggur
um að vera hérna áfram áður en ég fer að
fjárfesta í einhverju hér. Ég er samt nokkuð
bjartsýnn á að þeir bjóði mér nýjan samning en
annars mun ég leita á önnur mið,“ sagði Siggi
að lokum og kvaddi blaðamann Sportlífs, enda
erfiður deildarleikur á móti Crewe að hefjast.
Crewe sigraði leikinn 1 -4 og var það fyrsti ósigur
Walsall í 1. deildinni.