Skinfaxi - 01.06.1999, Page 80
Þeir Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, og Logi Ólafsson,
þjálfari ÍA, eru búnir að koma liðum sínum alla leið í
bikarúrslitin sem fara fram í lok septembermánaðar. Þar
verður án efa hart barist enda mikið í húfi. Lesendur
Sportlífs fá hér forréttinn í veislunni þar sem Atli og
Logi eigast við í hetjuprófinu.
LOGI OLAFSSON
Hefur þú farið holu í höggi? Ég á það alveg eftir, enda hef ég ekki mikinn tíma til að spila golf þessa dagana. Ég er þó feikilega vinsæll hjá mínum golfklúbbi þar sem ég er einn af fáum sem alltaf borga árgjaldið en spila aldrei. (0) Nei, hvaða leiðindi eru þetta? Hvað ertu að spyrja svona? Ég hef lítið spilað golf en þegar ég hef farið hef ég verið mjög nálægt því að slá holu í höggi - eða það hefur mér að minnst kosti fundist. Fæ ég stig fyrir það? (0)
1 lefur þú borðað hafragraut? Hvað heldur þú? Það liggur við að jrað sé nánast á hverjum degi sem ég borða hafragraut með fjölskyldunni. Þetla hcf ég gert síðustu sjö eða átta árin. Mér finnst hafragrautur mjöggóður. (1) |á, ég gerði það þegar ég var ungur maður og þess vegna er ég svona stór og sterkur í dag. (1)
Hefur þú keyrt mótorhjól? Nei, aldrei. Ég hef ekki einu sinni keyrt skellinöðru, enda aldrei haft neinn áhuga á mótorhjólum. (0) Það hef ég gert en þó ekki nýlega. Þegar ég lék með FH var einn leikmaður sem átti mótorhjól og við skiptumst nokkrir á að keyra það. Þetta var alvörumótorhjól, 750
kúbika, og ég þótti nokkuð sprækur á því. (I)
1 leíur þú bakað köku? Það var ekki lyrr en á mínu síðasta ári í gaggó sem byrjað var með malreiðslu áfanga en af einhverjum óskiljanlcgum ástæðum slapp ég við þann áfanga. Ég hef aldrei bakað köku en er nokkuð viss um að ég gæti það. (0) |á. ég hef nú gert jrað. Ég bakaði sntákökur citt árið í lilefni jólanna. Eftir það hélt ég smákökunámskeið lyrir samkennara mína í Heyrnleysingjaskólanum og við gáfum svo út uppskriftabók. (1)
Hefur þú stigið á tær dansfélaga þíns? Nei. Ef það hefur gerst er það vegna þess að dansfélaginn hefur sett tærnar sínar undir mínar. Ég stíg ekki á tær dansfélaga míns enda er ég nokkuð lipur dansari og hef nokkuð góðan stíl. (1) |á, ég hef nú gert það en það hjýtur að hafa verið dansfélaganum að kenna. Ég er nokkuð lipur dansari og við taka það fram að ég er með kennarapróf í dansi og vil því biðja þig að gera ekki lítið úr mér á því sviði. (0)
Hefur þú sungið í karokee fyrir framan fjölmenni? Það hef ég aldrei gert og mun líklega aldrei gera. Ég er svo mikill dellukarl að ef ég niyndi gera það einu sinni og finnast það gaman myndi ég líklega mæta á alla staði sent hafa karokce og syngja fram á morgun. (0) Ekki á Islundi en ég hef gerl það á fcröalagi í Noregi. Þar hitti ég gamla bckkjarsystur mína lyrir lilviljun og lók lag mcð licnni og vinkonum hennar. Ég sló að sjálfsögðu í gegn mcð lagi scm Llvis söng áður cnda við svipaöir hvað vinsældir varðar. (1)
Getur þú sett olíu á bíl? )á, ég get í það minnsta opnað húddið og í 90% tilvika sé ég hvar á að setja olíuna innan nokkurra mínútna. Ég er alveg hættur að ruglast á hvar á að setja olíuna og hva á að setja vatnið. (1) |á, ég var nú einmitt að meta olíustöðuna á bílnum hjá Ólafi frænda mínum fyrir skömmu. Ég komst að því að hann var olíulaus. Ég sýndi honum hvar átti að setja olíuna en hann ætlaði að setja hana þar sem kvarðinn er tekinn úr (1)
Straujar þú fötin þín sjálfur? |á, það kemur oft fyrir. Ég er reyndar ekki góður með skyrlurnar en ég pressa og fer í gegnum þetta iðulega. Þelta varð mun auðveldara eftir að gufustraujárnin komu lil sögunnar. (1) |á, það er ekki vandamál. Ég þyki slundum hafa frekar villimannslégt útlit en ég geng úl frá því að vera svona hæfilega „wild" en samt snyrtilegur og því er ég alltaf vel straujaður. (1)
Hefur þú veítt stærri en fimm punda lax? |á, og það eru ekki nema tvær vikur síðan. Ég var þá staddur með nokkrum félögum mínum í Borgarfirði og renndi fyrir lax í Andakílsánni með þessum árangri. (1) Nei, ég fór mikið að veiða með afa mínum þegar ég var ungur en við veiddum dálítið af silungi og bleikju en laxinn beit aldrei á hjá mér. (0) '
Kanntu gömlu dansana? |á. ég kann þá. Ég útskrifaðist frá íþróttakennaraskólanum á Laugarvalni og þar lékk ég gráðu til að kenna dans. Ég er því vanur maður og á ekki í erfiðleikum ef einhvcr býður mér upp í gömlu dansana. (1) Ég kann grunnsporin í þeim. Ég kenni í Menntaskólanum við Hamrahlíð og þar er kenndur dans í hálfan mánuð á hverri önn. Ég tek það hins vegar fram að vegna bakmeiðsla hef ég verið titlaður sem aðstoðarkennari. (1)
NIÐURSTAÐA Atli Eðvaldsson stóð sig nokkuð vel og náði heilum sex stigum sem dugði reyndar ckki til að sigra Loga. Þótt hann hafi sætt sig við þetta hlutskipti í hetjuprófinu mun líklega annað vera upp á teningnum í bikarúrslitunum. Logi stóð sig frábærlega og náði í sjö stig sem er það hæsta sem nokkur hefur náð. Það er hins vegar spurning hvort allir hæfileikar hans nýtist ÍA í bikarúrslitunum.