Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 4
Nýir framkvæmdastjórar
Umhverfissjóður í
minningu Pálma
Gíslasonar
Stella Guðmundsdóttir vill stofnsetja og
leggja fram eina milljóna króna í minn-
ingarsjóð um Pálma Gíslason, fyrrverandi
formanns UMFÍ. Hugmyndin er að vinna að
því að gera sjóðinn gildari og nýta vextina til
úthlutunar. Stefnt er að því að skipa í nefnd
um undirbúning að stofnun sjóðsins og
vinna að úthlutunarreglum hans. Leitað eftir
samráðum við Umhverfissjóð verslunar-
innar og fleiri aðila. Samþykkt að stjórn
UMFÍ leggi fram sambærilega upphæð í
sjóðinn á næstu árum.
Stjórnarmenn fagna hugmyndinni og hvetja
til áframhaldandi vinnu við undirbúning að
stofnun sjóðsins.
Ungmennafélagar
hljóta starfs- og
gullmerki UMFÍ
Á 3. stjórnarfundi UMFÍ sem haldinn var í
byrjun febrúar var samþykkt að veita hjón-
unum Ásu Marínósdóttur starfsmerki UMFÍ
og Sveini Jónssyni, á Kálfskinni á Árskógs-
strönd, gullmerki UMFÍ fyrir óeigingjarnt og
vel unnin störf í þágu hreyfingarinnar í tugi
ára. Merkin voru veitt í 70 ára afmæli þeirra
hjóna sem haldið var 9. feb. en nokkir
stjórnarmenn mættu þangað.
Nýir framkvæmdastjórar
hjá HSÞ og UÍA
Fyrir nokkru urðu framkvæmdastjóra-
skipti hjá tveimur héraðssamböndum.
Elma Guðmundsdóttir hefur verið ráðin
framkvæmdastjóri Ungmenna- og
íþróttasambands Austurlands, UÍA. Hún
hefur þegar hafið störf og leysir af hólmi
Þórarinn Ragnarsson sem gengt hefur
starfinu undanfarið ár. Honum er þakkað
mikið og gott starf og er Elma jafnframt
boðin velkomin til starfa. Ingólfur Víðir
Ingólfsson hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Héraðssambands Suður-
Þingeyinga, HSÞ. Hann leysir af hólmi
Stefán Jónasson sem lét af störfum sl.
haust. Honum er þakkað gott starf og
Ingólfur Víðir boðinn velkominn til starfa.
HSH og Umf. Óöinn
Héraðssamband Snæfells- og Hnappa-
dalssýslu hefur ráðið til sín nýjan fram-
kvæmdastjóra Helga R. Guðmundsson.
Helgi tekur við af Valgerði L. Guðmunds-
dóttur sem sinnt hefur starfinu undan-
farið. Nýtt skrifstofuhúsnæði hefur ný-
verið tekið í notkun í Stykkishólmi en
síðustu mánuði hefur skrifstofa HSH
verið í heimahúsum tveggja síðustu
framkvæmdastjóra. Við hjá UMFÍ bjóð-
um Helga velkomin til starfa og þökkum
Valgerði fyrir gott starf. Einnig viljum við
óska HSH til hamingju með nýja
húsnæðið sem er sjálfsagt sambandinu
kærkomið.
Á aðalfundi Umf. Óðins sem haldinn var
19. janúar var Jóna Björk Grétarsdóttir
kjörinn nýr formaður félagsins. Jóna
tekur við af Guðjóni Ólafssyni. Við
óskum Jónu til hamingu með kjörið og
þökkum jafnframt Guðjóni gott starf.
Valdimar endurkjörinn formaður UMSK
78. Ársþing UMSK fór fram á Seltjarnar-
nesi í febrúar. Valdimar L. Friðriksson
var endurkjörinn formaður sambandsins
sem og allir aðrir stjórnarmenn. Tap var
á rekstri sambandsins á síðasta ári sem
rekja má til mikils kostnaðar vegna þátt-
töku í Landsmóti UMFÍ og minni tekjum
af getraunum en áætlað var. Auk fulltrúa
frá aðildarfélögum UMSK mættu til
þingsins góðir gestir, Ellert B. Schram
forseti ÍSÍ ávarpaði þingið sem og Björn
B. Jónsson formaður UMFÍ. Sigurgeir
Sigurðsson bæjarstjóri Seltjarnarnes-
bæjar bauð þingfulltrúa velkomna á Sel-
tjarnarnes og bauð síðan til kvöldverðar.
í matarhléi voru veittar viðurkenningar
afreksmanna á sviðum íþrótta- og
félagsmála. Afreksmenn UMSK að
þessu sinni eru Helga Dögg Helgadóttir
og ísak Halldórsson dansarar úr Hvönn,
Félagsmálaskjöldinn hlaut Lárus Rafn
Blöndal. Heiðursviðurkenning UMSK var
veitt nú í 5. skipti og hlaut hana Sigurgeir
Sigurðsson fyrir frábæran stuðning við
íþrótta- og ungmennafélög á Seltjarnar-
nesi.
Menningarsvið UMFÍ vill auka og auðga menningarlega og
félagslega þáttinn hjá íþrótta- og ungmennafélögum
Á 3. stjórnarfundi UMFÍ, sem fram fór 8,-
10. febrúar var m.a. farið yfir markmið
Menningarsviðs UMFÍ, en menningarsviðið
skipa: Kristín Gísladóttir, stjórn UMFÍ,
Kristinn Daníelsson, Fjölni, Greipur Gísla-
son, HSV. Markmið sviðsins: Koma með
tillögur að skipulagi og starfi sviðsins. Finna
upp á „einhverju." Dæmi um hugmyndir
sem upp hafa komið:
Listapakki á ferð um landið,
Hljómsveitakeppni UMFÍ
Söngvakeppni UMFÍ, gæti endað á
ULM.
Spurningarkeppni UMFÍ
Menningarlandsmót UMFÍ
Menningarsjóður UMFÍ
Hugmyndabanki á heimasíðu UMFÍ
Stjórn menningarsviðs UMFÍ samþykkti á
fundi sínum þann 12. janúar að hvetja
stjórn UMFÍ til að stofna menningarsjóð
sem úthluti fjármagni eins og tilefni þyki til
eftir umsóknum. Rætt og samþykkt að
benda á verkefnasjóð UMFÍ en áætla
fjármuni til menningarverkefna.
Stjórn menningarsviðs UMFÍ samþykkti á
fundi sínum þann 12. janúar að hvetja
stjórn UMFÍ til að koma á fót hugmynda-
banka um uppákomur og menningarvið-
burði á heimasíðu sinni. Samþykkt að með
nýrri heimasíðu verði boðið upp á þann
möguleika að velja ,,Verkefnabanka“ þar
sem safnað verði saman upplýsingum um
verkefni innan menningar-, umhverfis- og
almenningsíþróttamála.
Stjórn menningarsviðs UMFÍ samþykkti á
fundi sínum þann 12. janúar að óska eftir
leyfi til að útbúa og senda út bækling til
sambandsaðila þar sem kynntar verða
hugmyndir nefndarinnar og félög hvött til að
efla menningarstarf sitt.
Ákveðið var að bíða með að gefa út bækl-
ing en senda þess í stað bréf til upplýsinga
um menningarsvið, sjóði, verkefni og fleira.
Eftir að starfið er orðið nokkuð mótað að
gefa út sameiginlegan kynningarbækling
sviðanna.
Stjórn menningarsviðs UMFÍ leggur til að
stjórn UMFÍ komi á fót Söngvakeppni Ung-
mennafélaga. Forkeppni yrði innan Hér-
aðssambanda og úrslitakeppnin myndi fara
fram á Unglingalandsmóti þar sem hljóm-
sveit mótsins spili undir. Þetta tengist
nokkuð verkefnum sem eru í undirbúningi
hjá Unglingalandsmótsnefnd UMFÍ.
Sviðsstjórn hyggst hittast aftur þegar líða
fer á vorið og síðan aftur í haust en vera
þess á milli í tölvusambandi.
Hún ætlar sér stóra hluti og telur mikla
möguleika fyrir hendi til að bæta félags- og
menningarstarf ungmennafélagana.