Skinfaxi - 01.02.2002, Síða 9
Ertu fyrsti atvinnumaðurinn sem Höttur eignast?
„Eftir því sem ég best veit þá er ég það. Það er svolítið
skrítin tilfinning en vonandi á Höttur eftir að eiga fleiri
atvinnumenn í framtíðinni."
Ertu þá ekki alger stjarna á Egilsstöðum?
„Nei, ætli það en hver veit hvað framtíðin ber í skauti
sér."
Hvernig kom það til að þú fórst til Keflavíkur?
„Það var þannig að fyrrverandi leikmaður Keflavíkur,
Eysteinn Hauksson, vissi af mér hjá Hetti og benti
Gerir þú þér vonir um að komast
beint inn í liðið?
„Það verður bara að koma í ljós.
Hópurinn var minnkaður úr 24
leikmönnum niður í 20 þannig að
möguleikarninr eru kannksi meiri
fyrir vikið en þetta er bara eins og
hjá öllum liðum og maður verður
bara að standa sig. Auðvitað vill
maður spila sem mest en ég reikna
með fyrsta árinu til að koma mér
fyrir og sanna mig sem knatt-
spyrnumaður. Það má segja að ég
stuðning í þessu öllu saman. Ég er
fimmti leikmaðurinn sem fer frá
Keflavík á jafn mörgum árum í
atvinnumennskuna. Auk mín eru
það Ólafur Gottskálksson, Haukur
Ingi, Jóhann Guðmundsson og Jak-
ob Jónharðasson.
Eitthvað eftirminnilegt úr bolt-
anum sem þú vilt deila með
lesendum Skinfaxa?
„Tveir leikir á móti KR sumarið
2000 eru í minningunni. Annar var á
„Til að ná langt í íþróttum þarf maður að leggja mikla aukavinnu á
sig og setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Það held ég að sé
vænlegt til árangurs."
foráðamönnum Keflavíkur á mig. En Eysteinn spilaði
lengi með Hetti á Egilstöðum. Nema hvað þá fékk ég
samning með tilliti til þess hvernig maður stæði sig.
Þetta var sumarið 1999 og spilaði ég þá með öðrum
flokki. Síðan kom ég inn í meistaraflokk sumarið á
eftir. Ég hef kunnað afskaplega vel við mig í Keflavík
þann tíma sem ég hef verið þar. Þetta er mikill
íþróttabær með mikla knattspyrnu- og körfubolta
hefð."
Fornfrægt félag
Hvernig líst þér á aðstæður hjá Gautaborg?
„Þetta er náttúrulega atvinnumannalið og ég leyfi mér
að segja eitt frægasta lið á Norðurlöndunum. Félagið
hefur tvisvar orðið Evrópumeistari, árin 1982 og 1987,
þar fyrir utan hefur liðið unnið sænska meistaratitilinn
17 sinnum, síðast 1996. Það eru gerðar miklar kröfur til
leikmanna þarna úti enda og er liðið ágætt í dag. Það
eru tveir leikvangar hjá liðinu, Gamla Ullevi og Nya
Ullevi. Liðið spilar á gamla leikvanginum sem er meiri
„gryfja" en sá nýi sem er alþjóðavöllur og rúmar um
50.000 manns. En venjulega eru að mæta þetta 10.000 -
15.000 manns á leiki hjá liðinu.
Þannig að þetta leggst vel í þig?
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég sá stærsta kostinn í
þessu þannig séð að þetta er eins og ein stór fjölskylda
og mín kynni af félaginu er þannig."
Getur þú nefnt einhverja fræga knattspyrnukappa
sem hafa spilað með Gautaborg?
„Það hafa nokkrir frægir spilað með Gautaborg en
kannski frægasti knattspyrnumaðurinn er Jesper
Blomkvist. Hann fór frá Gautaborg til Inter Milan, kom
við hjá Machester United en spilar í dag með Everton.
En Gautaborg spilaði á þessum árum í Meistaradeild
Evrópu. í dag tekur félagið hins vegar þátt í Evrópu-
keppni félagsliða. Hver veit nema maður feti sömu
slóð!"
fari með sama hugarfari í þetta og
eins og þegar ég fór til Keflavíkur
frá Hetti."
Eru launin góð?
„Ég ætla ekkert að gefa upp um það
en ég ætti allavega að hafa það
bærilegt. Þetta er mun minna í
sniðum en fólk heldur og ekkert í
líkingu við t.d. England og Þýska-
land. En ætli ég segi bara ekki eins
og Hermann Hreiðarsson, þó að ég
sé ekki að líkja okkur saman, þegar
hann svaraði álíka spurningu: Ég
hef ekki áhyggjur þegar ég kaupi
mér kók og prins!
Algjör draumur í dós
Hefur þig ekki lengi dreymt um að
verða atvinnumaður?
„Jú, það held ég nú. Þegar maður
var spurður að því í skólanum í
gamla daga hvað maður ætlaði að
verða þegar maður yrði stór svaraði
ég iðulega atvinnumaður númer eitt
og síðan lögga og þessháttar númer
tvö. Ekki grunaði mann um það að
þegar maður stæði á tvítugu væri
maður orðinn atvinnumaður í
knattspyrnu en það má segja að
síðasta ár og byrjunin á þessu hafia
verið algjör draumur í dós.
Nú er samherji þinn hjá Keflavík,
Haukur Ingi Guðnason, fyrrver-
andi atvinnumaður. Hefur hann
gefið þér góð ráð hvað atvinnu-
mennskuna varðar?
„Haukur Ingi hefur miðlað af sinni
reynslu til mín og er gott að fá
Laugardalsvellinum þar sem við
vorum eiginlega alveg búnir að gera
í okkur í fyrri hálfleik og vorum 2:0
undir en unnum síðan 2:3. Það var
skemmtileg stemmning sem mynd-
aðist í kringum það og mikið af
áhorfendum. Hinn leikurinn var
bikarleikur gegn þeim sem við
unnum 2:1 þar sem ég náði að skora
mark."
Hvað með vonbrigði?
„Það held ég nú. Við höfum tvisvar
dottið út úr 8 liða úrslitum í bikarn-
um gegn fyrstu deildar liðum. Það
voru mikil vonbrigði og sérstaklega
síðari leikurinn vegna þess að við
vorum með mjög frambærilegt lið."
Vill atvinnumaðurinn Hjálmar
Jónsson koma einhverjum skila-
boðum til ungra íþróttaiðkenda?
„Til að ná langt í íþróttum þarf
maður að leggja mikla aukavinnu á
sig og setja sér markmið og fylgja
þeim eftir. Það held ég að sé vænlegt
til árangurs."
Hver eru markmið atvinnumanns-
ins?
„Ætli þau séu ekki þau að finna sig
hjá nýju félagi og standa sig í því
sem maður er að gera. Hvað
langtímamarkmið varðar er að ná
enn lengra í íþróttinni og spila fleiri
landsleiki. Þegar maður er kominn
svona langt þá er ég á því að maður
ætti allavega ekki að verða verri en
maður er í dag ef maður stendur sig
og lendir ekki í meiðslum og þess-
háttar."