Skinfaxi - 01.02.2002, Page 20
Hópfimleikar hafa rutt sér til
rúms í íslensku íþróttalífi á und-
anförnum árum. A dögunum
/ /
valdi ISI ungmennafélaga úr
Stjörnunni, Hrafnhildi Gunn-
arsdóttur, fimleikamann ársins
2001 og er það í fyrsta skipti sem
einstaklingur úr hópíþrótt er
valinn fimleikamaður ársins hjá
ISI. Hrafnhildur var valinn sem
fulltrúi hópfimleikahóps Stjörn-
unnar úr Garðabæ sem náði frá-
bærum árangri í fyrra. Hrafn-
hildur var einnig valin Iþrótta-
maður Garðabæjar árið 2001.
Valdimar Kristófersson settist
niður með þessari glæsilegu
íþróttakonu og forvitnaðist nán-
ar um hópfimleika á Islandi.
Hópfimleikar njóta vaxandi vinsælda
Ekki lengur annarsflokks grein
Þessar viðurkenningar eru sjálfsagt
mikill heiður fyrir þig og hópfimieikana
á íslandi?
„Já, þetta er mjög gott bæði fyrir okkur og
fyrir greinina. Áður vildi brenna við að fólk
liti á hópfimleika sem einhvers konar
annars flokks grein á eftir áhaldafimleik-
unum. Þetta hefur verið að breytast og er
það ekki síst að þakka góðum árangri í
greininni undanfarin ár.“
Þið hafið unnið marga góða sigra í
gegnum árin. Hvað er það sem stendur
upp úr?
„Auðvitað var frábært að vinna bæði bikar
og íslandsmeistaratitil í fyrra en það sem
stendur upp úr er að sjálfsögðu 4 sætið á
Evrópumeistaramótinu í Birmingham
2000.“
Um hvað snúast hópfimleikar?
„í hópfimleikaliði gera verið 6-12 einstak-
lingar. Keppt er i dansi , dýnustökki og á
trampólíni. í dansinum tekur allt liðið þátt
en í hinum tveimur greinunum þá er stokk-
ið 3 umferðir. í hverri umferð stökkva 6
bestu í viðkomandi stökki hver á eftir ann-
arri í eins konar rennsli.“
Þannig að samæfingin og liðsheildin
skiptir miklu máli?
„Já, hún skiptir öllu máli.“
Þú hefur síðastliðin 8 ára verið í meist-
arahópi Stjörnunnar í hópfimleikum og
ert í dag orðinn aldursforseti liðsins. Er
þetta mikið til sömu stelpurnar sem eru
í hópnum ár eftir ár?
„Já, ég og ein önnur erum að verða 25 ára
og erum eins og er elstar. Það er þó ein
eldri 27 ára, en hún er í barneignarleyfi. Ég
hef auðvitað séð miklar breytingar í gegn
um árin, en kjarninn hefur verið sá sami
undanfarin 3-4 ár.“
Er þá erfitt fyrir nýliða að komast inn í
hópinn?
„Nei, ekki ef það er mikill áhugi fyrir hendi.
Það eru þó gerðar vissar kröfur um getu.“
Ástundunartími fimleikafólks er ekki
langur. Hvað með hópfimleikana?
„Já, hann er allt of stuttur í áhaldafimleik-
unum. Hann hefur verið lengri í hópfim-
leikunum en samt vildi ég gjarnan sjá hann
enn lengri. Aðalástæðan fyrir því að fólk
hættir virðist oftast vera tímaleysi frekar en
áhugaleysi. Það hefur allavega verið reyn-
din með okkar hóp.“
Fyrir fólk á öllum aldri
Ég hef heyrt þess getið að þú ætlir
ásamt öðru ágætu fólki að reyna að
breyta landslagi fimleikana aðeins með
því að draga „eldra fólkið" inn í þá?
„Já, eins og ég kom inn á áðan þá finnst
mér fólk hætta allt of snemma. Oft er það
tímaskortur eða þá að fólk telur sig bara