Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 8
■forvafnablad-Stonfaxa Hvernig áhangendur viljið þið á tónleika hjá ykkur? „Það er auðvitað meiriháttar að fá einhverja sem geta notið tónlistarinnar og skemmt sér án vímugjafa, en það eru náttúrulega allir velkomnir sem koma til að skemmta sér.“ Af hverju er ykkur svona illa við reykingar? „Ef fólki finnst ógeðslega hott að vera með krabbamein þá er okkur skítsama en við nennum ekki að fá það líka bara af því að reykingafólk kallar það sjálfsögð mannréttindi að reykja óbeint ofan í okkur.“ Þið og músíkin ykkar eruð náttúrulega aðal vímu- gjafinn á tónleikum ykkar unglingarnir þurfa ekkert meira, er það? „Já, það og kannski smá íbúfen, nei, nei, þetta er alveg rétt hjá þér. Ég skil alveg að krakkar þurfi að vera á geymasýru til að meika brekkusönginn hans Árna John- sens, en með Rottweiler á enginn að þurfa að vera á nokkrum sköpuðum hlut, nema kannski á hlýra.“ Erum allir mjög góðir menn! Fíkniefnaneysla unglinga er mikið vandamál í dag. Þið leikið mikið fyrir þennan aldurshóp. Verður þú var við þetta? „Já, svolítið mikið þegar við erum að spila með „mönnum á móti svörtum hönskum". Kjarninn er að láta sér ekki leiðast! Hvernig skynjar þú þessa vímuefnaneyslu unglinga? Er hún að aukast? „Já, já, það held ég, það eru örugglega til einhverjar tölur sem staðfesta það.“ Nú eruð þið dálítið grófir í texta og myndböndum? Eruð þið eins miklir jaxlar og þið lítið út fyrir að vera eða eruð þið hin bestu skinn þegar öllu er á botninn hvolft? „Já, já, við erum allir mjög góðir menn, nema náttúrulega Þorsteinn, spilandi fótbolta með Fylki og svo á hann líka bíl, með öðrum orðum í tómu rugli.“ Og það reykir meira segja enginn af ykkur og þið eruð í samstarfi við Tóbaksvarnarnefnd. Hvernig kom þetta samstarf upp? „Hann frétti þetta bara og fannst það sérstakt." Og Þorgrímur Þráinsson er náttúrulega topp- maður? „Þorgrímur? Já, hann er hress. Bækurnar hans voru nú kannski engin uppljómun fyrir mig en Þorgrímur er alveg kúl á því.“ Ef fólki finnst ógeóslega hott að vera með krabbamein þá er okkur skítsama en við nennum ekki að fá það líka bara af því að reykingafólk kallar það sjálfsögð mannráttindi að reykja óbeint ofan í okkur. Hvað finnst þér um þessa þróun? „Bara viðbjóður." Er Erpur Eyvindar, eða Johnny Naz, með einhverja lausn á þessum vanda? „Það eru milljón aðrar leiðir til að fá meiriháttar hluti út úr lífinu en þetta og ef þú festist í einhverju rugli þá eru líka til milljón leiðir út. Bara þetta að fá lífsfyllingu er aðalmálið, ekki láta tóma- rúm myndast sem er svo auðvelt að fylla upp í með eiturlyfjum, íþróttum og skátastarfi... ókei ég var að djóka með þetta tvennt síðast nefnda. En kjarninn er að láta sér ekki leiðast, búa til takmörk og markmið og ná þeim. Ef það tekst ekki, þá bara að reyna aftur. Svona eiturlyfjagrín er mjög oft bara uppgjöf fyrir raunveruleikanum. Svo reyn- du að hafa veruleika þinn þannig að þér líði oftast vel í honum og þurfir ekki að brengla hann með vímuefnum."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.