Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 35
Forvarnablað Skinfaxa Hvaö meö gerendurna. Vita þeir alltaf hvað þeir eru aö gera? ,,Það er bara mis- jafnt. Það fer eftir því hve gott tilfinningalegt uppeldi þeir fá heima fyrir hversu meðvit- aðir þeir eru um það sem þeir eru að gera.“ Foreldrar mega ekki sitja auðum höndum Hvert geta foreldrar leitað og hvað geta þeir gert ef barnið þeirra lendir í einelti? „Menntamálaráðuneytið er að setja í gang starf til prufu í nokkrum skólum sem byggist á hugmyndum Dans Olweus sálfræðings og er í nokkrum stigum. Þetta er mjög góð byrjun og hugmyndafræði sem við þurfum að laga að okkar samfélagi. Foreldrar geta með tíð og tíma farið að treysta á þetta kerfi þannig að þeir ættu að kynna sér það. Eitt er á hreinu að ef börn verða fyrir þess- um skakkaföllum í lífinu þá mega foreldrar ekki sitja auðum höndum, þeir mega heldur ekki varpa allri ábyrgð yfir á skólayfirvöld, þeir verða að axla ábyrgðina sjálfir. í Gulu síðunum í símaskránni má finna endalaust af sálfræðingum og geðlæknum til þess að sinna þessu. Þessir menn eru ekki upp á punt í símaskránni. Foreldrar verða að tala við þá, þeir verða einnig að axla ábyrgð og þeir eiga stöðugt að vera að hrósa börn- unum sínum, virða þau, hjálpa þeim við heimalærdóminn, hvetja þau áfram, taka utan um þau og kyssa og knúsa, láta þau finna fyrir því að þau séu elskuð og að foreldrarnir séu þeirra stoð og stytta. Ef þetta vandamál kemur upp, að barnið sé lagt í einelti, þá verða foreldrar einnig að láta skólayfirvöld vita, ganga í málið með skynsömum hætti og síðan getur skólinn hjálpað foreldrum upp að vissu marki og einnig getur skólinn oft aðstoðað foreldra við að leita aðstoðar út fyrir skólann, en allt er þetta á ábyrgð foreldranna." Nú er fólk oft og tíðum dálítið smeykt við að tala við þessa aðila og hrætt við að það fréttist? „Þetta er algjör vitleysa og engin ástæða til að óttast. Ég er búinn að hitta sálfræðinga, geðlækna og geð- hjúkrunarfræðinga og það er eitt af því yndislegasta sem ég geri. Hjá þeim er ég virtur eins og ég er og fæ að láta í Ijós skoðanir mínar og áhyggjur að vild, án þess að það sé verið að snúa út úr.“ Eineltislaust land Eitthvað að lokum? „Hættum að hugsa um þetta bara sem einelti, því þegar við förum að tala um einelti erum við farin að tala um einhvern hóp af fólki. í staðinn eig- um við að horfa á þetta sem félagslegt og samfélagslegt áreiti sem er sameiginlegt verkefni sem við þurfum að leysa. Ég er ekki eineltiskarlinn, eins og Mummi í Mótor- smiðjunni eða Bubbi með Essó, heldur er ég bara venjulegur maður sem kom fram til að opna ákveðna umræðu. Ég ætla ekki að vera í þessu alla ævi, ég ætla að fara að binda enda á þetta, þ.e.a.s. minn hluta og ég vil að aðrir fari að koma og taka við af mér, því þetta hefur þróast og þetta heldur áfram. Þess vegna má þessi umræða ekki deyja út þegar ég hætti. Ég er bara að segja ákveðna hluti með þessum fyrir- lestrum mínum sem mér finnst hafa vantað inn í umræðuna svo hægt sé að halda áfram á vistmunalegum grundvelli og einhvern tímann sé hægt að komast að niðurstöðu. Ég vil koma með ábendingu til stjórnvalda: Gerum eins og Svíar, gerum 25 ára áætlun, en ekki fjögurra ára, og að þeim tíma liðnum viljum við sjá eineltislaust land. Það er raunhæft." Þess má geta að Stefán er um þessar mundir á fuilu í Þjóðleikhúsinu við leik í leikritinu „Lífið 3X“ ásamt meðleikurum sínum Sigurði Sigurjónssyni, Ólafíu Hrönn og Steinunni Ólínu í leikstjórn Viðars Eggertssonar. Þetta er heimspe- kilegur gamanleikur þar sem Stefán og meðleikarar glíma við hversdagslegt fólk í hversdagslegum aðstæðum. Einelti er ofbeldi Á undanfömum árum hefur umræða um einelti í skólum farið mjög vaxandi hér á landi. Skólafólk er farið að gera sér betur grein fyrir langvarandi áhrifum eineltis á þolendur og tilbúnara en áður að viður- kenna vandann og takast á við hann. Árið 1998 gerði Rannsóknastofnun upp- eldis- og menntamála rannsókn á umfangi og eðli eineltis í íslenskum grunnskólum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar 1999. Stofnunin gerði síðan framhalds- ranrtsókn um úrræði skóla. Niðurstöður lágu fyrir í september 2000. Fram kom meðal annars óöryggi og kvíði meðal kennara gagnvart einelti og þeir fundu sig vanbúna til þess að takast á við einelti. í kjölfar þessara rannsókna var settur niður starfshópur á vegum samráðs- nefndar grunnskóla. Starfshópnum var falið að koma með tillögur um hvemig bregðast skuli við þegar einelti kemur upp í grunnskólum. Starfshópurinn skil- aði tillögum sínum í maí 2001 og lagði til að teknar yrði upp hugmyndir og fram- kvæmdaáætlun sem kenndar eru við Svíann Dan Olweus og hafa skilað mikl- um árangri í baráttu við einelti. Samkom- ulag var gert vorið 2002 við Olweus og háskólann í Bergen um notkun á hug- myndum hans í baráttu við einelti hér á landi. í kjölfarið var samið við 19 skóla um allt land um að þeir tækju að sér að vera móðurskólar í eineltisátaki hér á landi. Hugmyndin er að hver þeirra verði ráðgefandi fyrir tvo til þrjá skóla. í júni var haldið námskeið fyrir fulltrúa þessara skóla. Átakið hefst síðan um næstu ára- mót og stendur í 18 mánuði. Hér fyrir neðan eru sett fram lykilatriði sem snúa að einelti og fyrirbyggjandi starfi í skólum. - Einelti felur í sér að nemandi er tekinn fyrir af einum eða fleirum nemendum með síendurtekinni stríðni, látbragði, nið- randi unrmælum, sögusögnum, andlegri kúgun, hótunum af ýmsu tagi sem koma þolanda illa, líkamlegri höfnun eða mark- vissri einangrun eða útskúfun. - Ef bam er lagt í einelti líður ekki langur tími áður en því fer að líða illa, verður hrætt, örýggislaust, einmana og tortrygg- ið gagnvart félögum. Sjálfstraustið hverf- ur, það einangrar sig og verður jafnvel veikt án sýnilegra sjúkdóma. Langvarandi einelti veldur streitu sem leitt getur til alvarlegra vandamála eins og mjög neikvæðrar hegðunar, lystarleysis og þunglyndis. - Einelti er tengt skólabrag einstakra skóla og því hegðunar- og samskiptamynstri sem viðgengst í skólanum. - Stefnumótun í eineltismálum hefur það að markmiði að tryggja skólaumhverfi þar sem nemendum líður vel og þeir búa við öryggi. - Góður bekkjarandi er lykilatriði við að byggja upp jákvæðan skólabrag. - Nemendum líður vel þar sem gagn- kvæm virðing ríkir og hver og einn fær að vera á eigin forsendum. - Nemendum líður vel þar sem samskipti nemenda helgast af virðingu fyrir skóla- félögum, samábyrgð, umhyggju og ábyr- gri hegðun. - Einelti er ofbeldi sem getur haft varanleg áhrif á sálarlíf fórnarlambs. - Skólar verða að viðurkenna að einelti á sér stað í skólum óháð stærð og stað- setningu. Leiða má að því líkum að allt að 5.000 nemendur verði fyrir, eða taki þátt í einelti, í grunnskólum landsins. Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.