Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 15
Eorvarnablad-SkinteKa- takmörk eru. Ég þarf því ekki að hafa áhyggjur af að vera útúrfull einhvers- staðar á skemmtistað og vita ekkert í minn haus. Hvað sviðsljósið varðar þá finnst mér það stundum óþægilegt því ég er dálítill einfari og fjölmiðlar eru að reyna að komast inn í mitt einkalíf, en það fylgir þessu hlutverki sem ég er í.“ Fólk fylgist eðlilega betur með þér nú en áður. Ertu meira meðvituð um hvað þú gerir í dag eða ertu enn sama gamla Manúela? ,,Ég hef ekk- ert breyst. Ég fer enn út að skemmta mér og dansa eins og vitleysingur og mér er alveg sama þótt það séu Ijósmyndarar að taka myndir af mér. Ég var reyndar á tímabili hætt að nenna að fara út því ég varð fyrir stöð- ugu áreiti, bæði frá fólki og Ijósmynd- urum, en það er ekki eins mikið í dag.“ Nú ert þú fegursta kona landsins. Er einhver galdur á bak við feg- urðina? ,,Já, auðvitað skiptir máli að Þaö eru ekki margir krakkar sem eru nógu sterkir til að segja nei, sérstaklega ekki á þessuni ertiöu árum þegar allir eru að reyna að falla í hópinn. Þá falla margir í þá gryfju að slá til að reyna að vera svalir, en það er í raun ekkert hallærislegra. hugsa vel um sig og lifa heilbrigðu lífi. Ég er dugleg að æfa og ég borða bara hollan mat, nema einu sinni í viku þegar það er nammidagur. Þá held ég líka að það hafi rosa- lega mikið að segja að ég hvorki reyki né drekk. Mér finnst samt að fegurðin komi að mestu leyti innan frá. Þá skiptir aðallega máli að vera maður sjálfur og hafa smá út- geislun, a.m.k. finnst mér það mjög heillandi við fólk.“ Þú hvorki reykir né drekkur og ert t.d. alfarið á móti reykingum? ,,Mér finnst bara ógeðslegt að reykja. Það er svo óaðlaðandi. Ég hef reynd- ar aldrei prófað að reykja né drekka og er því kannski ekki beint dómbær á þetta, en þetta eru hlutir sem ég vil ekki hafa í mínu lífi. Það vita flestir hverjar afleiðingarnar geta orðið og ég sé ekkert jákvætt við þetta, lyktin er vond, fólk fær gular tennur, þetta er heilsuspillandi o.fl.“ Nú byrja margir unglingar að reykja snemma og aldurinn er sífellt að færast neðar. Hver er ástæðan? ,,Ég hugsa að það sé þessi blessaði hópþrýstingur. Ég get ekki trúað öðru. Það eru ekki margir krakkar sem eru nógu sterkir til að segja nei, sérstaklega ekki á þessum erfiðu árum þegar allir eru að reyna að falla í hópinn. Þá falla margir í þá gryfju að slá til og reyna að vera svalir, en það er í raun ekkert hall- ærislegra." Hvernig stóð á því að þú lést ekki glepjast? ,,Ég man að krökkunum fannst það mjög svalt að reykja þegar ég var unglingur. Það bjargaði mér að ég var alltaf hrædd við reykingar og drykkju. Ég var hrædd við að drekka því ég óttaðist mjög að gera einhvern skandal, en ég hef alltaf verið þannig manneskja að ég vil hafa allt mitt á hreinu.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.