Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 38
Kjartan P. Einarsson Unglingalandsmót UMFÍ fór fram í Stykkishóimi um verslunarmannahelgina og var vel látið af mótinu þótt veðurguðirnir hafi ekki leikið við landsmótsgesti. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í mótinu, en rúmlega 6000 manns voru á svæðinu þegar mest var. Þetta er annað skiptið í röð sem Unglingalandsmótið fer fram um verslunarmanna- helgi og var áfengisbindindi á mótinu. Með þessari tímasetningu og reglum er UMFÍ að vinna ákveðið forvarnastarf, sem mótsgestum líkaði vel. Kjartan Páll Einarsson var formaður Unglingalandsmótsnefndar og Valdimar Kristófersson heyrði hljóðið í honum eftir mótið. Allir skemmtu sér vel , þrátt fyrir rigninguna Ákveðið forvarnastarf í gangi Ertu ánægður með útkomu unglinga- landsmótsins? „Já, ég er ánægður með hvernig tókst til með framkvæmd og þátttöku, það skemm- tu sér allir vel þrátt fyrir að við fengjum mik- la rigningu á sunnudeginum." Þetta er í fimmta skipti sem mótið er haldið og annað skiptið í röð sem það fer fram um verslunarmannahelgi. Af hverju þessa helgi? „Það felst í því mikil ögrun fyrir Ungmenna- félagshreyfinguna að bjóða upp á mót sem byggist upp á þátttöku i íþróttum og ýmiss konar afþreyingu um verslunarmannahelgi. Þessa helgi hefur starfsemi innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar legið niðri í gegnum tíðina.“ Nú er þetta fjölskylduskemmtun og þið hvöttuð foreldra, ömmur og afa til að mæta. Það hafa allir fundið eitthvað við sitt hæfi? „Það var margt í gangi, barnaleiksýningar íslandsleikhússins, leiktæki, leikir og þraut- ir, Gokart, kajaksiglingar, gönguferð á Drápuhlíðarfjall, undir leiðsögn Haraldar Arnar Ólafssonar pólfara, dansleikir og kvöldvaka, siglingar um Breiðafjörð með Sæferðum auk annarra fastra afþreyingar- möguleika á Snæfellsnesi." Og þið fenguð margt þekkt fólk til að láta Ijóst sitt skína á mótinu? „Já, það voru margir sem komu að mótinu, bæði þekktir og minna þekktir. Rúnar og Selma stjórnuðu kvöldvökunni og Haraldur Örn fór með góðan hóp á Drápuhlíðarfjall, annars er það ekki frægðin sem skiptir máli á hátíð sem þessari, heldur að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi og fjölskyldan njóti stundarinnar." Unglingalandsmótið frábær valkostur fyrir fjölskyldufólk Nú var öll áfengisneysla bönnuð á svæðinu á meðan á mótinu stóð. Þið eruð að vinna ákveðið forvarnastarf. Hvernig tókst það? „Það tókst mjög vel, engin vandamál, auð- vitað eru alltaf einhverjar undantekningar en lögregla og björgunarsveitarmenn, sem sáu um gæslu, geta vitnað um það að hátíðin fór vel fram og framkoma gesta var til fyrirmyndar. Við teljum að Unglinga- landsmótið sé frábær valkostur fyrir fjöl- skyldufólk sem vill skemmta sér á heilbrigðan hátt án vímuefna um verslunar- mannahelgina ár hvert.“ Hvað með foreldrana og eldra fólkið, stóð það sína pligt? „Framkoma þeirra fullorðnu var til fyrirmyndar, engin ölvun og því þótti ýmsum fjölmiðlum lítið vera að frétta frá mótinu - enginn skandall í gangi.“ Annað unglingalandsmót að ári? Nú er unglingalandsmótið haldið á tveggja ára fresti - er ekki ástæða til að vera með mótið á hverju ári þar sem fólk er svona ánægt með þetta? „Stjórn UMFÍ hefur ákveðið að leggja tillögu fyrir sambandsráðsfund þann 19. október nk. um að Unglingalandsmót verði haldið um verslunarmannahelgi árið 2003 og auglýst verði eftir mótshaldara. Ég tel tvímælalaust að Ungmennafélagshreyf- ingin eigi að standa fyrir móti sem þessu árlega, við þurfum að skoða nánar hvernig við viljum byggja mótið upp. Ég tel að við eigum að auka hlut afþreyingar á mótinu fyrir alla aldurshópa þannig að Unglinga- landsmótið vinni sér sess sem glæsileg fjölskylduhátíð sem Ungmennafélagshreyf- ingin getur verið stolt af.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.