Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 23
Þórey Edda Elxsdóttir Þórey Edda Elísdóttir, stangastökkvari úr FH, hefur skipað sér á sess á meðal fremstu stangastökkskvenna heims. Hún er um þessar mundir í 26. sæti á heims- listanum og stefnir hærra. Þórey á íslands- og Norðurlandamet innanhúss, 4,51 m, en utanhúss hefur hún hæst stokkið 4,45 m á HM í Edmonton þar sem hún hafnaði í 6. sæti. Hún undirbýr sig nú af krafti fyrir HM innanhúss sem fer fram eftir áramót og svo HM utanhúss í sumar. Hún er aðeins 25 ára og það verður fróðlegt að fylgjast með henni á stórmótum næsta árs. Valdimar Kristófersson ræddi við Þóreyju en hún var á dögunum valin frjálsíþróttakona FRÍ. Hef gaman af að vera í mikilli hæð Byrjaði í hálfgerðu gríni Það er auðvelt að átta sig á af hverju krakkar fá áhuga á knattspyrnu, körfu- bolta, sundi, hlaupi o.fl. þar sem auðvelt er að redda sér fótbolta og körfubolta til að leika sér með, auðvelt að fara í sund eða bara fara út að hlaupa. En maður sér ekki alveg fyrir sér að krakkar fari að kaupa sér stangastökksstöng og byrja að stökkva út um allar trissur. Hvernig stóð á því að þú valdir stöngina? ,,Ég var orðin 19 ára og búin að æfa fimleika í næstum 10 ár þegar ég byrjaði að æfa stangastökk. Ég hef æft stangastökk frá því í október 1996 og byrjaði bara í hálf- gerðu gríni. Ég og Nína vinkona mín höfðum reyndar mætt einu sinni ári áður á æfingu en ákváðum þá að halda frekar áfram í fimleikum. Ári seinna mætti ég aftur á æfingu og þá varð ekki aftur snúið og ég hef ekki stoppað síðan.“ Þannig að þú hefur stundað aðrar íþróttir áður en þú fórst að einbeita þér að stönginni? ,,Já, fimleika og svo var ég mjög mikið á skíðum á sínum tíma, en núna get ég ekki tekið þá áhættu að slasast á þeim.“ Hvernig æfir maður fyrir stangastökk; þú hlýtur að gera eitthvað annað en bara að stökkva? ,,Já, ég stekk bara 2-3 sinnum í viku, það fer eftir því hvort það er uppbyggingartímabil eða keppnistímabil. Ég stekk meira yfir keppnistímabilið. Á milli stökkæfinga er mikið um ólympískar lyfting- ar, en þær auka snerpuna og eru góðar fyrir atrennuna. Svo hleyp ég mikið, spretti eða lengri hlaup, og svo eru alltaf teknar þrekæfingar í lok æfingar." Þú fékkst nýverið styrk frá Ólympíusam- hjálpinni og ert auk þess á styrk frá Afreksmannasjóði ÍSÍ. Hversu mikil- vægir eru þessi styrkir fyrir þig og aðra afreksmenn? „Þeireru undirstaða alls. Án styrkjanna þyrfti maður að stunda vinnu til að geta haldið sér uppi. Vinna tekur mikinn tíma og kraft og það væri því erfiðara að gefa sig alla í æfingarnar, en það er mjög mikilvægt að vera ferskur á hverri æfingu og tilbúinn að taka á, þ.e.a.s. ef maður ætlar sér að ná langt. Það er dýrt að stunda íþróttagrein af krafti. Það þarf að leggja út fyrir ýmsum vítamínum og fæðubótavörum. Einnig þarf að fara í æfingabúðir minnst tvisvar á ári og fara í alls konar nudd, nála- stungur o.fl. sem allt kostar peninga." Hvað eyðir þú mörgum tímum á viku í æfingar? ,,Mjög misjafnt, á uppbyggingar- tímabili fara um það bil 20 tímar í æfingar en þar fyrir utan fara um 4-5 tímar í sjúkra- þjálfun eða nudd og annars konar aðhald sem er nauðsynlegt." Stangastökk kvenna er sífellt að verða vinsælla. Fer samkeppnin harðnandi? ,,Já, samkeppnin er rosalega hörð í dag. Það er orðið mjög erfitt að komast á erlend

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.