Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 32
Ég stóð þar á typpinu! Leikarinn Stefán Karl Stefánsson hefur komið víða við á sínum ferli í leiklistinni og látið mikið að sér kveða. Hann byrjaði ungur að leika og er nú einn fremsti leikari þjóðarinnar þótt hann sé ekki nema 27 ára. Stefáni er margt til lista lagt og stígur hann víða niður fæti en ásamt því að leika heldur hann reglulega fyrirlestra um einelti í grunnskólum landsins og víðar. Á undanförnum þremur árum hefur Stefán haldið í kringum 360 fyrir- lestra. Allt gerir hann þetta í sjálfboðavinnu, hefur ekki þegið eina einustu krónu fyrir og greiðir meira að segja allan kostnað sjálfur, sem er verulegur. Ástæðan; hann var sjálfur lagður í einelti á sínum yngri árum og fannst kominn tfmi til að opna umræðuna um þetta alvarlega, félagslega vandamál. Valdimar Kristófersson hitti Stefán að máli á kaffihúsi nálægt vinnustað hans, Þjóðleikhúsinu, og ræddi við hann um einelti og hið óeigingjarna sjálfboðastarf hans. Eftirsóttasti fyrirlesturinn á landinu Stefán hefur leiklistarhæfileikana frá náttúrunnar hendi en hann var rétt aö komast á fermingaraldurinn þegar hann var fenginn til að vera veislustjóri í fjöl- mennri veislu. Hann byrjaði því ungur að koma fram, en skyldi hann aldrei hafa verið smeykur við að stíga á svið? „Smeykur og ekki smeykur. Stundum er ég að drepast úr stressi og stundum ekki. Þetta fer ekki eftir dagsformi heldur eftir því hvað ég er að gera á hverjum tíma. Þetta fer mikið eftir því hvaða verkefni ég er með og hversu öruggur ég er með það sem ég er að fara að gera. Það er dálítið hollt að fara upp á svið og vera ekki alveg öruggur. Það reynir meira á mann og þá kemur stressið og titringurinn fram.“ Ef við snúum okkur að þessu óeigin- gjarna verkefni sem þú stýrir varðandi einelti. Hvernig fór þetta allt saman af stað og hverjir standa í þessu með þér? „Þetta er algjörlega á mínum vegum. Þetta hófst með því að gefinn var út bæklingur um einelti, eða um félagslega útskúfun, þar sem ég ásamt nokkrum öðrum einstakling- um var notaður sem fyrirmynd. Honum var dreift í félagsmiðstöðvar og í framhalds- skóla í landinu. í tengslum við það fer ég að hitta krakka í félagsmiðstöðvum og skólum og tala við þá. Ég ræddi m.a. við 100 krakka í Tónabæ og eftir þær viðræður komu um 40 krakkar til mín eftir á. Þau höfðu ákveðna sögu að segja mér og leið illa. Eftir þessar viðræður við krakkana fann ég að þetta var hlutur sem þyrfti að gefa nánari gaum. Ég fór því að rannsaka þetta mál, krufði það og las m.a. fullt af bókum. Eftir það fannst mér kominn tími til að einhver stæði upp, segði eitthvað og talaði mannamál beint frá sínu hjarta. Eitthvað sem fólk skilur en ekki á einhverju fræði- máli sem fæstir átta sig á. Ég fór síðan af stað og þetta hefur þróast jafnt og þétt á þeim 360 fyrirlestrum sem ég hef haldið á undanförnum þremur árum.“ Var líka vondur við fólk Þú lentir sjálfur í einelti þegar þú varst yngri. Hafði það einhver áhrif á það að þú lést verða af þessu? ,,Já, hiklaust. Ég lenti í einelti sjálfur en það sem hefur samt gleymst í umræðunni er að ég var líka ger- andi og áhorfandi. Ég var ekki bara einhver lítill og væskilslegur þolandi, sem er núna að koma fram. Ég var líka vondur við fólk og ég get aldrei beðist fyrirgefningar á því nógu oft vegna þess að ég veit hvernig er að vera báðum megin við línuna. Tilfinn- ingalegur þroski og tilfinningaleg greind verða meiri eftir því sem maður eldist. Þá áttar maður sig almennilega á því að einelti er ekki bara orð heldur viðbjóðsleg grimmd. Einelti er félagslegt áreiti. Ef einelti hrjáir einhvern þá er bókað mál að það er eitthvað annað sem hrjáir hann líka. Það getur verið ýmislegt, t.d. áfengis- og vímuefnaneysla eða reykingar, eitthvað sem hefði ekki gerst nema af því að við- komandi var lagður í einelti. Þannig að af-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.