Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 37
 ur ekki framar en hann gerir núna. í lönd- unum í kringum mig er leyft að hafa tvo Ameríkukana f hverju félagi sem gerir deildirnar t.d. mun sterkari." Þú hefur vakið mikla athygli fyrir hrað- ann, snerpuna og stökkkraftinn. Ertu að æfa eitthvað öðruvísi en aðrir? „Ég var lánsamur að vera skapaður með góða líkamsburði, en ég hef æft stíft frá því að ég byrjaði og það hefur sitt að segja. Ég var með mjög góðan þjálfara sem keyrði mig út alla yngri flokkana og þegar ég fór til Ameríku þá lenti ég líka á þrusugóðum þjálfara, þar bætti ég snerpuna og stökk- kraftinn svo um munaði, held ég. Þar var mikið af séræfingum sem ég gerði og mikið puðaðl" Þú ert ekki að borða einhverja sérstaka fæðu? „Mamma hefur kokkað ofan í mig toppmat síðan ég var á brjósti," segir hann í léttu gríni. „Ég lærði að borða hollan og góðan mat á mínu heimili og það er mömmu að þakka.“ Hvernig er með mataræðið - skiptir það miklu máli fyrir íþróttamenn að borða hollan mat? „Það skiptir öllu máli. Þegar mikil keyrsla er á íþróttamönnum og brennslan mikil þá er gríðarlega mikilvægt að vera alltaf vel nærður og fullur af orku þegar komið er á æfingar og í leiki. Taka inn vítamín og borða orkuríka fæðu!“ Reykingar og áfengi eiga enga samleið með íþróttum Hvað með reykingar og áfengi - fer þetta saman við íþróttir? „Nei, ég myndi segja að þessir hlutir eigi enga samleið með íþróttum." Hvað finnst þér um reykingar og þá staðreynd að unglingar sem byrja að fikta/ reykja eru alltaf að verða yngri? „Ég er á móti reykingum og maður verður alltaf hálf reiður og undrandi þegar maður sér ungt fólk reykja. Nú vita allir hversu skaðlegar reykingar eru, það hefur verið fjallað það mikið um reykingar í gegnum árin. Nei, ég hef ekki svarið við því af hverju ungt fólk er að sækjast í þetta.“ Hvaða leiðir sérð þú til þess að hefta þessa þróun? „Ég trúi að það sé verið að gera mikið til þess að vara ungt fólk við reykingum, allir vita hversu skaðlegar þær eru. Það þarf því að reyna að koma í veg fyrir að unga fólkið kaupi sígarettur. Ein leið er t.d. að taka sama stigi og hinar þjóðirnar. Við erum með ungt og hæfileikaríkt lið og við þurfum bara að spila á móti þeim bestu til að verða betri, annars tökum við ekki framförum.“ Getum við einhvern tímann ógnað þeim bestu í Evrópu? „Já, ég trúi því. Með mikilli vinnu og nægum verkefnum getum við öðlast þá reynslu og getu sem við þurfum til að stríða þeim bestu.“ Það hefur ekki farið framhjá fólki að þú kemur úr mikilli íþróttafjölskyldu, m.a. áttu tvo bræður sem standa framarlega í sinni íþróttagrein, en það eru Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður og Eggert Stefánsson knattspyrnumaður. Þið völduð hver sína íþróttagreinina - hvernig stóð á því? „Ég var nú í fótbolta fyrst en var ekki lengi að skipta yfir í körfuna þegar ég kynntist henni. Ég held að það sé ekkert svar við þessari spurningu, bara örlög held ég.“ Hver er ykkar fremstur? „Það er ekkert spurning um að vera frem- stur held ég, ekki hjá okkur allavega. Við reynum allir að vera sem fremst í okkar íþróttagrein en milli okkar er engin sam- keppni. Við peppum hver annan upp og styðjum fram í rauðan dauðann!" Þar sem Ólafur og Eggert fá ekki að svara fyrir sig. Hverjir eru þá þeirra helstu gallar? „Hægri höndin hjá Óla og vinstri höndin hjá Eggerti í böskunni!" Og að lokum, hver er uppáhaldsíþrótta- maður Jóns Arnórs? „Michael Jordan," segir hann fljótsvarað. harðar á því þegar aðilar eru að selja fólki undir aldri sígarettur svo að þeir hinir sömu hugsi sig tvis- var um þegar unglingur er að biðja þá um sígarettur. Það er alltof auðvelt fyrir ungt fólk að útvega sér sígarettur og það þarf að laga.“ Menn komast varla í landsliðsklassa með því að lifa óheilbrigðu lífi, en hvernig er annars með íslenska landsliðið í dag. Hvar stöndum við? „Við erum alltaf að verða betri. Þegar fleiri menn fara að spila erlendis þá getum við farið að spila á i

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.