Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 14
Eorwarnablað-Skifttexa Tækifærin gefast ekki á hverjum degi Hvernig stóð á því að þú tókst þátt í Ungfrú Reykjavík? ,,Það var hringt í mig og ég beðin um að koma í prufa. Ég var mjög lengi að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara og lét síðan verða af því eftir að ættingjar og vinir höfðu hvatt mig til að fara.“ Af hverju varstu á báðum áttum með að taka þátt í keppninni? ,,Það var margt sem ég velti fyrir mér áður en ég tók ákvörðun um að vera með, t.d. eru svona keppnir oft umdeildar, þær eru mjög tímafrekar og ég vissi að stúlkurnar sem tækju þátt í keppninni fengju mikla athygli, sem ég var ekkert voða hrifin af. Ég hafði verið mikið á milli tannanna á fólki þegar ég var í barnaskóla og lent í einelti og ég vildi ekki vera að storka örlögunum og eiga það á hættu aftur að vera umtöluð. Síðan var fólkið í kringum mig bara svo jákvætt og vildi að ég nýtti tækifærið því það gæfist ekki á hverjum degi, þannig að ég ákvað að slá til og hafa gaman af þessu.“ Þú segir að fegurðarsamkeppnir séu oft umdeildar. Hvað finnst þér í dag; ertu sátt við þátttökuna? ,,Já, ég er það. Mér fannst þó skemmtilegra að taka þátt í Ung- frú Reykjavík. Þar var hópurinn einstakur, eins og hann var einnig í Fegurðarsam- keppni íslands, en þar var samkeppnin töluverð á milli keppenda, enda allar stúlk- urnar miklar keppnismanneskjur. Ég hafði samt alveg ofboðslega gaman af að vera með og fékk töluverða reynslu út úr þessu. Ég kynntist mörgum frábærum stelpum sem ég hef enn samband við í dag og eru vinkonur mínir. Auk þess vinnur maður á feimninni með því að koma fram og tala við dómarana og síðan gerir keppnin mikið fyrir okkur sjálfar, t.d. fengum við allar frítt kort í World Class, Ijósatíma, frítt í Trimform Berglindar, gervineglur o.fl., þannig að það var dúllað dálítið við okkur sem var mjög gaman. Við gerðum því hluti sem maður leyfir sér ekki oft. Þátttaka í svona keppni gefur því manni mjög mikið.“ Manúela skartaði sínu fegursta á úrslita- kvöldinu sem fram fór á Broadway í lok maí og kjóllinn sem hún var í vakti mikla athygli, en það var Mike Tyson hnefa- leikakappi sem gaf Manúelu kjólinn og er talað um að hann hafi kostað nokkur hundruð þúsund. Hvernig kom þetta til með kjólinn og Tyson? ,,Ég var lengi búin að leita mér að kjól hérna heima fyrir keppnina en fann ekkert. Mamma á margt vinafólk í New York og við ákváðum að skella okkur út og finna kjól. Við fórum síð- an inn í Versachebúð í einni af fínni götum New York bara til að skoða enda kjólarnir þar rándýrir og þar gekk ég eiginlega beint í fangið á Tyson um leið og ég steig inn í verslunina. Hann byrjaði eitthvað að tala við mig, en ég dreif mig bara upp á næstu hæð og fór að skoða. Þá kom lífvörðurinn hans til mín, lét mig fá nafnspjaldið hans og vildi að ég hringdi í hann. Ég tók við nafnspjaldinu, en ætlaði ekki að gera neitt meira í málinu. Þegar við vorum síðan að fara út úr versluninni þá stendur hann enn við útganginn og spyr mig hvort ég hafi ekki fundið neitt. Ég hló bara að honum og sagðist hafa fundið fullt. Þá kallaði hann á eina afgreiðsludömuna og sagði henni að fara með mig upp, aðstoða mig við að finna eitthvað á mig og síðan átti hún að skrifa það á hann. Auðvitað trylltist ég alveg innra með mér, brosti út að eyrun og hafði ekki hugmynd um hvernig ég átti að haga mér.“ Þú hefur eðlilega valið dýrasta kjólinn? ,,Nei, alls ekki. Ég fór bara upp aftur og valdi kjól sem ég hafði skoðað áður, og leist vel á. Hann var að vísu nokkuð dýr en langt frá því að vera dýrasti kjóllinn í versluninni." Hafði ekki áhyggjur af því að setja Mike Tyson á hausinn! Þetta hefur líklega bara verið einhver skiptimynt fyrir Tyson? ,,Já, ég reikna með því a.m.k. hafði ég engar áhyggjur af því að setja hann á hausinn,“ segir hún hlæjandi. Hvernig var það þegar þú rakst á hann. Vissir þú strax hver þetta var? ,,Nei, ég og mamma vorum ekki alveg vissar fyrst, en við áttuðum okkur fljótlega á því, enda er hann frægur og umdeildur maður og nokkuð mikið í sviðsljósinu." Ertu mikill boxáhugamaður? ,,Nei, ég er það nú ekki en ég hef þó séð hann í hringnum, í beinni á Sýn.“ Hefur þú eitthvað heyrt í honum eftir þetta? ,,Já, ég hringdi nú í hann stuttu seinna því mér fannst það almenn kurteisi að þakka honum fyrir kjólinn. Við höfum síðan skrifast á annað slagið í gegnum netið.“ Við fáum yfirleitt ekkert fagrar sögur af kappanum í gegnum fjölmiðla. Hvernig kom hann þér fyrir sjónir? ,,Ég þekki eiginlega bara góðu hliðarnar á honum. Ég las í slúðurblöðunum að hann væri hálf- gerður villimaður. en hann kemur mjög vel fyrir og virðist mjög almennilegur." Ef við snúum okkur aftur að fegurðar- samkeppninni þá vilja sjálfsagt margar stúlkur vera í þínum sporum. Geta allar stúlkur tekið þátt í Fegurðarsamkeppni íslands? ,,Nei, ekki þær sem eru giftar og ekki þær sem eiga börn. Annars geta allar skráð sig til þátttöku og farið í prufu. Ég held að það sé hægt að skrá sig á t www.broadway.is. Síðan velja forsvars- menn keppninnar 18-20 stúlkur til að taka þátt í Ungfrú Reykjavík, sem er undan- keppni fyrir íslandskeppnina. Ég held að það hafi yfir 300 stúlkur verið skráðar í fyrra fyrir Ungfrú Reykjavík. Undankeppnir eru einnig haldnar út um allt land og sigur- vegarar í þeim keppnum, og þær sem eru valdar sérstaklega úr, taka þátt í íslands- keppninni.“ Naut þess að vera með Með hvaða markmiði fórst þú í keppn- ina? ,,Ég fór bara til að hafa gaman af henni, njóta þess að vera með og fá sem mest út úr keppninni. Ég er mjög ánægð með að ég gerði mér engar vonir. Ég hefði því ekki orðið fyrir vonbrigðum ef ég hefði ekki komist neitt áfram. Ég held að það skipti geysilega miklu máli að taka þátt í keppninni með því hugarfari að hafa ein- göngu gaman af henni.“ Hvað felst í því að vera Fegurðardrottn- ing íslands? ,,Það eru í raun engar sér- stakar skyldur hérna heima, en mér hafa borist ákveðin atvinnutilboð og fleira í þeim dúr. Tvær ferðir út eru í raun það eina sem er skylda. í október fer ég til Finnlands og tek þátt í Ungfrú Skandinavía og síðan fer ég til Panama City þar sem ég tek þátt í keppninni Miss Universe, sem er rosalega flott keppni og mjög virt, en hún fer fram í lok maí á næsta ári. Það er að sjálfsögðu mikil ábyrgð að taka þátt í svona keppnum og vera fulltrúi íslands, en líka mjög gam- an. Það versta við Miss Universe er tíma- setningin, en ég verð í stúdentsprófum í MR á sama tíma, en það hlýtur að bjarg- ast,“ segir hún með dálitlum áhyggjusvip. Hefur aldrei reykt né drukkið Það hlýtur að vera mikill heiður að vera Fegurðardrottning íslands en því hlýtur einnig að fylgja mikil ábyrgð. Þú ert frekar í sviðsljósinu og þarft að gæta þess að vera vel til höfð og haga þér skikkanlega á almannafæri, ekki rétt? „Jú, það er alveg rétt. Þetta er mikill heiður og hvað ábyrgðina varðar þá hef ég ekki áhyggjur af henni. Ég hef aldrei reykt né drukkið þannig að ég er alltaf meðvituð um hvað ég er að gera og veit hver mín

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.