Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.08.2002, Blaðsíða 2
ritstjörinn FORELDRAR MEGA EKKI VÍKJA SÉR UNDAN ÁBYRGÐ Stöðugt verðum við vitni að fréttum í fjölmiðlum, af innbrotum, ofbeldi og jafnvel morðum, sem má rekja beint til notkunar ávana- og fíkniefna. Innbrotum inn á heimili og fyrirtæki hefur fjölgað mjög á undanfömum tveimur til þremur árum. Má í flestum tilvikum rekja brotið til einstaklinga sem eru orðnir blind- ir í myrkri fíkniefnanna og eru að reyna að bjarga sér vegna fíkniefnaskulda eða að fjármagna eigin neyslu. Ofbeldið hefur aukist og morðum fjölgar og eru gerendur undantekningalaust undir áhrifum vímuefna. Þetta fólk svífst einskis enda oftast í öðrum og óraunverulegum heimi. Staðan er ekki góð og nú hafa sölumenn dauðans, eins og þeir hafa löngum verið nefndir, vakið áhuga unglinga á fíkniefnum, sem hefur aldrei verið meiri en um þessar mundir og að sama skapi eru viðhorf þeirra jákvæð gagnvart neyslunni. í hvað stefnir? Því er erfitt að svara en þrátt fyrir aukna neyslu og meiri hörku í þessum heimi þá mega menn aldrei gefast upp. Mikið og gott forvarnastarf er unnið hér á landi, en betur má ef duga skal. Landsmeim verða að þjappa sér betur saman og legg- jast á eitt gegn þeim vágesti sem fíkniefnin eru. Foreldrar mega ekki skella skuldinni á lögreglu, ríkið, skóla eða önnur samtök sem vinna í þessum málum og víkja sér sjálfir und- an ábyrgðinni. Þeir verða að líta í eigin barm. Þetta eru jú þeirra börn og forvarnastarfið fer því að mestu leyti fram á heimilum landsmanna. Ungmennafélag Islands hefur undanfarin sjö ár staðið fyrir útgáfu forvarnablaðs. Þetta rit er ætlað ungu fólki og hefur feng- ið geysigóðar viðtökur undanfarin ár. Þar tjá þekktir einstaklingar úr þjóðfélaginu skoðanir sínar á reykingum, vímuefnavandanum og framtíðarlausnum, auk þess sem við komust að því hvað þau eru að fást við. Þetta er fjölbreyttur hópur og meðal þeirra sem Skinfaxi fékk í viðtal þetta árið er Manúela Ósk Harðardóttir, fegurðardrottning Islands, Lárus Orri Sigurðsson, atvinnumaður í knattspyrnu, Erp Eyvindarson söngvari og þáttagerðamaður, Þórey Edda Elísdóttir stangastökkvari, Jón Arnór Stefánsson atvinnumaður í körfuknattleik, Karl Steinar Valsson yfirmaður forvarnadeildar lögreglunnar o.fl. Þá er viðtal við Stefán Karl Stefánsson leikara en hann heldur fyrirlestra og ræðir við unglinga og foreldra um einelti og afleiðingar þess. Eg held að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í blaðinu og ekki væri óvitlaust fyrir foreldra barna á unglingsaldri að glugga í greinarnar og skoða hin mismunandi sjónarmið sem viðmæl- endur okkar hafa á vímuefnavandanum. Valdimar Tryggvi Kristófersson Það er Manúela Ósk Harðardóttir, fegurðardrottning íslands 2002, sem prýðir forsíðuna að þessu sinni. Það var Sigurjón Ragnar, ljósmyndari Skinfaxa, sem tók myndirnar af Manúelu og öðrum viðmælendum blaðsins. Skinfaxi RITSTJÓRI Valdimar Tryggvi Kristófersson LJÓSMyNDIR Sigurjón Ragnar UMBROTOG HÖNNUN Valdimar Tryggvi Kristófersson FRAMKVÆMDASTJÓRI ÁByRGÐARMAÐUR Sæmundur Runólfsson Björn B. Jónsson AUGLýSINGAR Markaðsmenn PRENTUN Svansprent PRÓFARKALESTUR Málvísindastofa PÖKKUN Ás Vinnustofa RITSTJÓRN Anna R. Möller Vilmar Pétursson Sigurlaug Ragnarsdóttir Birgir Gunnlaugsson Ester Jónsdóttir STJÓRN UMFÍ Björn B. Jónsson Helga Guðjónsdóttir Kristín Gísladóttir Anna R. Möller Sigurbjörn Gunnarsson Ásdís H. Bjarnadóttir Hildur Aðalsteinsdóttir Sigurður Viggósson Kjartan P. Einarsson Svanur M. Gestsson Birgir Gunnlaugsson SKRIFSTOFA SKINFAXA ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ UMFÍ FELLSMÚLA 26, 108 REyKJAVÍK SÍMI: 568-2929, FAX: 568-2935 NETFANG: umfi@umfi.is HEIMASÍÐA: www.umfi.is Ársáskrift af Skinfaxa kostar 1.796.- krónur Skinfaxi kemur út 4-5 sinnum á ári.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.