Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2004, Page 3

Skinfaxi - 01.05.2004, Page 3
SKINFAXI Boðberi góðra frétta Þrastalundur, nýr og glæsilegur veitingaskóli UMFÍ í Þrastaskógi í Grímsnesi, í landareign ungmenna- félaganna hefur verið vígður og opnaður. Þrastalundur og Þrastaskógur eru perlur ungmennafélagshreyf- ingarinnar en Tryggvi Gunnarsson bankastjóri Landsbankans færði ungmennafélagshreyfingunni skóginn að gjöf órið 1911. „Þrastalundur hinn þriðji, nú eru ævintýrin rétt að byrja," sagði Hafsteinn Þorvaldsson, fyrr- verandi formaður UMFÍ, við vígsluna ó Þrastalundi. Veitingasalurinn í Þrastalundi hefur verið nefndur Hafsteinsstofa í höfuðið ó Hafsteini. Ungmennafélagar sem og aðrir landsmenn eru hvattir til að leggja leið sína í Þrastaskóg. Þar liggja fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir, leikvangur og tjaldsvæði er í miðjum skógi, veiði í Soginu og Alftavatni og miklir möguleikar til útivistar og leikja. Snemma ó síðustu öld tóku mörg ungmennafélög til við að rækta landið og gróðursetja tré í sérstökum gróður- reitum. Afram var haldið að græða landið og hirða. Nokkrum óratugum síðar var tekið til við að hreinsa fjörur og rusl meðfram vegum. í tengslum við þessi verkefni urðu til göngudagar fjölskyldunnar sem ungmennafélög hafa staðið fyrir í 20 ór. Nú hafa þessir göngudagar fjölskyldunnar leitt af sér verkefnin Göngum um Island og Fjölskyldan ó fjallið, landsverkefni UMFÍ sem miða að því að hvetja landsmenn til gönguferða og fjall- gangna. I senn eru þetta almennings íþróttaverkefni, sem og umhverfis- verkefni, þar sem óherslan, samhliða líkamsrækt og útivist, er lögð ó virðingu við lífríki nóttúrunnar, en um leið að fræðast um nóttúruna og umhverfið. Til gamans hefur Ijóðasam- keppni og teiknimyndasamkeppni verið fléttað inn í verkefnin. Nú streyma menn ó landsmót, skreyttir gunnfónum sinna félaga. Víst er að 24. Landsmót UMFÍ ó Sauðórkróki verður eitt umfangsmesta Landsmót síðari tíma. I allt verða keppendur um 2.200 talsins í um þrjótíu keppnisgreinum. Afþreying og skemmtun hefur aldrei verið fjöl- breyttari og þjónusta og gestrisni Skagfirðinga er landsfræg. Líklega munu mörg metin falla og margir sigrarnir vinnast. Stærsti sigurinn verður þó ón efa að mæta ó landsmótið og vera með. Brosa, hafa gaman og gera sitt besta. Líklega mun þó eitt landsmótsmet ekki falla, en ólíklegt er að landsmótsmetið í rigningu verði slegið. Skín við sólu Skagafjörður, en sjólfir segja heima- menn að það sé alltaf sól í Skagafirði. Starfsemi héraðssambanda og ungmennafélaga um land allt er fjölbreytt; íþróttamót, héraðsmót, sumarhótíðir, sýningar, æfingar, leikir, ferðalög, gönguferðir, fjallgöngur, sumarbúðir, leikjaskólar, fjóraflanir, útgófumól, kynningarmól, margvíslegir viðburðir fyrir sveitarfélögin og þannig mætti lengi telja. Mitt í öllum atganginum mó ekki gleyma tilganginum. Vinnu sem þroskar börn og unglinga og alla þó sem að starfinu koma. Ekki gleyma gleðinni og ónægjunni sem ó að fylgja starfinu þó svo að stundum sé mikið að gera í því að selja klósettpappír og betla peninga, skipuleggja ferðir og ýmsa viðburði. Mikill fjöldi sjólfboðaliða kemur að starfi ungmennafélags- hreyfingarinnar og gefur af sér til samfélagsins, til sinnar heimabyggðar, til síns ungmennafélags. Þetta fólk ó heiður skilið. Svo mæta þeir stundum sem gera ekki neitt, og amast yfir öllu og spyrja af hverju er þetta ekki svona eða hinsegin. Auðveldasta svarið er kannski; æ, góði besti þegiðu. Betra er líklega bara að taka ó honum stóra sínum, brosa og bjóða viðkomandi að rétta fram hjólparhönd. Skinfaxi er mólgagn ungmenna- félashreyfingarinnar. I Skinfaxa mó finna brot af því mikla starfi sem er að finna í hreyfingunni. íþróttastarf, menningarmól og umhverfismól. Fréttir af æsku landsins við margvísleg störf, í leik og keppni. Fréttir af starfi héraðssambanda og ungmennafélaga og öllum þeim viðburðum sem þau standa fyrir. Það er hlutverk og markmið Skinfaxa að vera boðberi góðra frétta. Skinfaxi er að þessu sinni helgaður nýjum Þrastalundi, Landsmótssumri ó Sauðórkróki og Göngum um Island, landsverkefni UMFÍ. Páll Guðmundsson ritstjóri. Ritstjóri: Páll Guðmundsson. Greinaskrif: Páll Guðmundsson. Ljósmyndir: Sigurjón Ragnar, Páll Guðmundsson, Omar Bragi Stefánsson, Einar Elíasson. Umbrot og hönnun: Guðmundur Karl Sigurdórsson, Helgi Valberg Jensson. Framkvæmdastjóri UMFÍ: Sæmundur Runólfsson. Ábyrgðarmaður: Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ. Auglýsingar: Þjónustumiðstöð UMFÍ - Markaðsmenn. Prentun: Prentmet. Prófarkalestur: Helgi Valberg Jensson og Guðmundur Karl Sigurdórsson. Pökkun: Ás vinnustofa. Ritstjórn Anna R Möller. Sigurlaug Ragnarsdóttir. Birgir Gunnlaugsson. Ester Jónsdóttir. Þjónustumiðstöð UMFÍ Skrifstofa Skinfaxa Fellsmúla 26 - 108 Reykjavik Sími 568-2929 Netfang: palli@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is 3 SKINFAXI - tímarit um íþróttir

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.