Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2004, Side 10

Skinfaxi - 01.05.2004, Side 10
FJÖLSKYLDAN Á FJALLIÐ ■ Ásdís Helgci Bjarnadóttir, stjórnarkona í UMFÍ, setti verkefnið Göngum um ísland formlega af stað með gönguferð í Jafnaskarðsskógi í Borgarfirði Fjölskyldan á fjallið Ungmennafélag íslands, ásamt aðildarfélögum um land allt, hafa staðið að verkefni er nefnist „Fjölskyldan á fjallið". Markmið þess er að hvetja landsmenn til að leggja land undir fót og ganga á brattann. Efla þannig styrk og þol ásamt því að njóta fegurðar landsins, bæði þess sem verður á vegi fólks upp hlíðarnar og þess útsýnis er blasir við á hæsta tindi. Ásdís Helga Bjarnadóttir, stjórnarkona í UMFÍ og í verkefnisstjórn Göngum um ísland, hefur leitt þetta verkefni. „Aðildarfélög UMFI, ungmenna- félög og Héraðssambönd, hafa í ár tilnefnt eitt til tvö fjöll á sínum svæðum í þetta verkefni og komið fyrir gestabókum á toppi þeirra. í mörgum tilfellum er um að ræða önnur fjöll nú í sumar en hafa verið tilnefnd undanfarin ár. Alls eru Landsverkefnið fjölskyldan á fjallið er fyrir stóra sem smáa, pabba og mömmu, afa og ömmu, alla fjölskylduna. tilnefnd 22 fjöll af öllum stærðum og gerðum. Stuttar leiðalýsingar má finna í bók sem nefnist Leiðabók UMFÍ og má fá frítt eintak af henni á næstu ESSO stöð," segir Asdís Helga. Fjöllin eru, eins og verkefnistitillinn gefur til kynna, aðgengileg göngu- færu fólki á öllum aldri. Sem dæmi má nefna að nú í byrjun vors hafa farið fram skipulagðar göngur á fjöll innan verkefnisins og þátttakendur verið á aldrinum þriggja ára og upp í sjötugt. Yngri börn hafa einnig tekið þátt en eru þá borin upp! Nú hafa um tólf þúsund manns skráð nöfn sín í gestabækurnar, fyrstu tvö sumur verkefnisins. Vinsælustu fjöllin í verkefninu hafa verið Eldfell í Vestmannaeyjum og Eyjan í Ásbyrgi. í haust er gesta- bókunum safnað saman og þátttaka í verkefninu skráð niður. Tíu heppnir göngugarpar eru dregnir úr pottinum og hljóta vegleg útivistarverðlaun. „Eg hvet alla landsmenn til að nálgast Leiðabók UMFÍ og skoða hvaða fjöll eru tilnefnd í þetta verkefni á því svæði sem viðkomandi býr eða ætlar að ferðast til í sumar. Hafa svo með sér gott íslenskt vatn á brúsa og ávexti, auk þess að taka með kort af svæðinu til að fræðast um umhverfið. Þess má geta að margir hafa nú í upphafi sumars sett sér það markmið að ganga á sem flest fjöll er tilnefnd eru í verkefnið, eða í það minnsta fjallið sinni heimabyggð," segir Ásdís Helga Bjarnadóttir í verkefnisstjórn Göngum um Island. Vinsælustu fjöllin í verkefninu hafa verið Eldfell í Vestmanna- eyjum og Eyjan í Ásbyrgi. í haust er gestabókunum safnað saman og þátttaka í verkefninu skráð niður. UMFI - Allir með 10

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.