Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2004, Page 21

Skinfaxi - 01.05.2004, Page 21
LANDSMOT UMFI „Landsmót nú líður mér vel, lengi hef ég beðið þín. I sumri og sól á Sauðórkróki við Tindastól," segir í texta í nýju landsmótslagi 2004. Ómar Bragi Stefónsson, fram- kvæmdastjóri landsmóts, tekur undir þennan texta og segir að með hverjum deginum sem færist nær Landsmóti aukist eftir- væntingin og tilhlökkunin hjó Skagfirðingum við að taka ó móti þúsundum gesta til Skagafjarðar yfir landsmótsdagana. „Ég hlakka til, þó hlakkar til, þær hlakkar til, þau hlakkar til, alla hlakkar til, ég held að þetta sé rétt hjó mér, bæði mólfarslega og að öllu öðru leiti," segir Ómar Bragi, framkvæmdastjóri Lands- mót, aðspurður um 24. Lands- móts UMFÍ. Góð skráning í fjölbreytta keppni Skráning hefur gengið vel og stefnir í að keppendur verði um 2.200 í þeim 29 greinum sem keppt verður í á Landsmóti. „Það er almenn og mikil þátttaka á meðal héraðssambanda UMFÍ og eins hafa íþróttabandalögin sem nú fá að keppa á Landsmóti í fyrsta skipti verið með ágætar skráningar. Til að mynda hefur íþróttabandalag Reykjavíkur skráð um 150 keppendur til leiks. Þessar 29 keppnisgreinar sem keppt verður í eru: badminton, blak, borðtennis, bridds, dans, dráttarvélarakstur, fimleikar, fjallahlaup, frjálsar íþróttir, glíma, golf, gróðursetning, hand- bolti, hestadómar, hestaíþróttir, íþróttir eldri ungmennafélaga, íþróttir fatlaðra, júdó, jurtagreining, knattspyrna, körfubolti, lagt á borð, línubeitning, pönnukökubakstur, siglingar, skák, skotfimi, stafsetning, starfshlaup, sund og æskuhlaup. Við erum mjög ánægð með þátttökuna en ef við teljum saman skráningu í allar þessar greinar, þátttöku eldri ungmennafélaga, fjallahlaupið og æskuhlaupið þá eru keppendur um 2.200 talsins en það gerir mótið að einu af stærri mótum síðari ára," segir Ómar Bragi. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri landsmóta (fyrir miðju) ásamt starfsmönnum Landsmótsskrifstofu UMFI á Sauðárkróki, Pétri Friðjónssyni (t.v.) og Guðlaugu Gunnarsdóttur (t.h.). Birgir Ari, framkvæmdastjóri UMSK, leynir á sér og er lunkinn í eldhús- inu. Hér er hann við keppni í pönnukökubakstri á landsmóti. Fjölbreytt dagskrá „Ég held að það sé nokkuð öruggt að engum á eftir að leiðast á Lands- mótinu," segir Ómar Bragi. Fyrir utan íþróttakeppnina, verður afþreying og skemmtun mjög fjölbreytt. Má þar fyrst nefna Stuðmenn, sem munu halda uppi fjörinu á kvöldvökum landsmótsins, ásamt til dæmis Alftagerðisbræðrum, Geirmundi Valtýs, Karlakórnum ffeimi, Vox Feminae, og fjölmörgum öðrum. „Þá verður þarna danskur dans og fimleikaflokkur sem ferðast hefur um heiminn með frábæra sýningu, The World Performance Show, sem er sambland af dansi og fimleikum undir hressilegri tónlist," segir Ómar Bragi. Góð þjónusta og gestrisni í Skagafirði Það er alkunna að Skagfirðingar eru gestrisnir og höfðingjar heim að sækja. Enda bjuggu margir höfð- ingjar til forna í Skagafirði og sjálfir telja Skagfirðingar stundum að íslandssagan hafi gerst að mestum hluta í Skagafirði. „Sauðárkrókur verður miðpunktur alheimsins að okkar mati þegar Landsmótið fer fram. Það er alla almenna þjónustu að finna á Sauðárkróki og verslun og þjónusta opin langt fram á kvöld og jafnvel lengur." „Landsmót nú líður mér vel," syngur Ómar Bragi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Landsmóta UMFÍ á Sauðárkróki í sumar. „Og þegar þetta verður allt saman búið þá líður mér örugglega miklu betur." 21 SKINFAXI - tímarit um umhverfismál

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.