Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2004, Side 32

Skinfaxi - 01.05.2004, Side 32
PIANO I HAFSTEINSSTOFU Hafsteinn Þorvaldsson og fjölskylda ásamt Birni B. Jónssyni, Helgu Guðjónsdóttur og Önnu R. Möller . Á myndinni eru einnig Jónas Ingimundarson og eiginkona hans Ágústa Hauksdóttir. Hafsteinn gaf hljómfagurt píanó í Þrastalund Föstudaginn 25. júní var nýtt og glæsilegt píanó vígt í Þrastalundi og verður það varðveitt í Hafsteinsstofu. Það er Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, sem gaf þessa veglegu gjöf, en hún er tilkomin vegna opnunar og vígslu Hafsteinsstofu, sem er nefnd í höfuðið á Hafsteini. Jónas Ingi- mundarson veitti ráð- gjöf við kaupin á píanó- inu og lék hann á það nokkur lög. Þá spilaði einnig Helga Þráins- dóttir, sonardóttir Haf- steins á fiðlu í tilefni vígslunnar. „Það var um kvöld eitt að Kötu ég mætti, hún var að koma af engjunum heim." Á tímum Hafsteins sem formanns UMFÍ var sungið við öll tækifæri. Hafsteinn stjórnaði söng við undirleik Jónasar. Jónas Ingimundarson, píanóleikari valdi píanóið fyrir vin sinn Hafstein og tók nokkur lög af sinni alkunnu snilld við afhendingu þessa fallega hljóðfæris. Björn B. Jónsson, for- maður UMFÍ sagði að með gjöfinni væri verið að tryggja að menning myndi blómstra í húsinu. Þakkaði hann Hafsteini fyrir gjöfina fyrir hönd UMFÍ. Hafsteinn sagði við tækifærið að Þrastalundur hinn þriðji yrði að hafa hljóðfæri, en hann tók eftir að ekkert var sungið við opnun Þrastalundar fyrir nokkru. Slíkt hafi alltaf verið gert hjá UMFI og bætti hann úr því með að taka nokkur lög með gestum. „Nú er byrjaður nýr tími og nýtt framfara tímabil í Þrastaskógi. Þetta er bara byrjunin," sagði Hafsteinn. UMFÍ - Ræktun lýðs og lands 32

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.