Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2004, Page 38

Skinfaxi - 01.05.2004, Page 38
FRAMKVÆMDASTJÓRAR ---------------------------------------- Kynning á framkvæmdastjórum héraðssambanda -héraðssambönd innan UMFÍ eru 19 talsins og 13 ungmennafélög eru með beina aðild Innan héraðssambandanna eru starfandi tæplega 300 íþrótta- og ungmennafélög og um 450 deildir. Félagsmenn UMFÍ eru tæplega 70 þúsund. í næstu biöðum fer fram kynning á framkvæmdastjórum héraðssambanda og ungmennfélaga. Við byrjum á að taka viðtal við Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóra HSK og Arngrím Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóra UÍA. Nafn: Engilbert Olgeirsson. Héraðssamband: Héraðssambandið Skarphéðinn, HSK. Skrifstofa: Engjavegi 48, Selfossi, sími: 482-1189. Tölvupóstur: hsk@hsk.is Heimasíða: http://www.hsk.is Tölvupóstur framkvæmdastjóra: engilbert@hsk.is Fjöldi félagsmanna: Samkvæmt síðustu tölum eru þeir 9.288 talsins og fer stöðugt fjölgandi. Fjöldi félaga: Alls eru 53 félög innan HSK í dag, þ.e. 10 golfklúbbar, 7 hestamannafélög, 1 hnefaleikafélag, 7 íþróttafélög, 1 skotíþróttafélag, 3 knattspyrnufélög og 24 ungmennafélög. Fjöldi deilda: Sex- aðildarfélög sambandsins eru deildarskipt og eru 33 deildir starfandi í dag. Áherslur í starfi: Halda uppi öflugu starfi innan sambandsins og koma því á framfæri í fjölmiðlum minnst vikulega. Næstu verkefni: Fjölmenna með 225 manna keppnislið HSK á Landsmót UMFI. Síðan tekur við undirbúningur Íþróttahátíðar HSK, sem haldin verður á Hvolsvelli 24. - 25. júlí nk. Annað: Það eru ánægjuleg tíðindi að breyta eigi áherslum varðandi efnistök Skinfaxa og óskar HSK nýjum ritstjóra velfarnaðar í starfi. Að lokum: Sjáumst hress á Landsmótinu á Sauðárkróki. Nafn: Arngrímur Viðar Ásgeirsson Héraðssamband: Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, UIA. Skrifstofa: Kaupvangi 10 Egilsstöðum sími 471-1353. Fjöldi félagsmanna: um 6000 Fjöldi félaga: 35 og fer fjölgandi. Fjöldi deilda: Misjafnt milli félaga. Áherslur í starfi: Sameina krafta þeirra sem vinna að íþrótta og ungmennamálum til góðra verka. Viðburðir á vettvangi íþrótta- og mannlífsmála. Leigjum út 300 fermetra sýningatjald fyrir samkomur og hátíðir. Næstu verkefni: Sumarhátíð UÍA 17.- 18. júlí, draga saman í skrifstofurekstri og þjónustu vegna þess að þjónustumiðstöð UMFI er ekki lengur til staðar. Vinna að fyrirmyndarfélagi ISI meðal félaga á svæðinu og vinna að framgangi þeirra íþróttagreina sem stundaðar eru í fjórðungnum. Vinna að framtíðarsýn UÍA til næstu ára. Annað: Halda þjónustustiginu sem hæstu með sem minnstum tilkostnaði. Að lokum: Hér er allt á uppleið á Austurlandi og mikil jákvæðni í gangi sem UÍA ásamt aðildarfélögum sínum ætlar að taka þátt í og skapa umhverfi fyrir alla austfirðinga til metnaðarfulls íþróttastarfs og góðra samskipta á sviði íþrótta- og ungmennastarfs. Hér er mikil nýbreytni í skipulagningu íþróttastarfs og mörg félög til fyrirmyndar varðandi kostnað iðkenda og skipulag íþróttastarfs í samstarfi íþróttafélög og skóla. UMFÍ - Þátttaka er lífsstíll 38

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.