Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2005, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.05.2005, Blaðsíða 5
í ferðum mínum til Víkur á síðustu mánuðum hefur verið hreint að- dáunarvert að sjá það uppbygging- arstarf sem þar hefur átt sér stað í tengslum við Unglingalandsmótið sem þar verður haldið um verslun- armannahelgina.Aðstaðan öll er þar að verða eins og best verður á kosið og myndu mörg sveitarfélög vera stott af þeim framkvæmdum sem eru í gangi þar Það er með hreinum ólíkindum hvað samfé- lagið ÍVÍk, sem telur rúmlega 300 íbúa, er búið að leggja af mörkum til að halda umrætt mót. Allir sem vettlingi geta valdið hafa unnið ómetanlegt sjálfboðaliðastarf og létt undir með framkvæmda- aðilum. Samheldnin er einstök, allir leggjast á e'rtt og brosa út að eyrum. Allir hafa fyllst miklum eld- móði og fegrað umhverfi sitt og er óhætt að segja aðVík skarti sínu fegursta þessa dagana. Bæjarstæði Víkur er einstakt frá náttúrunnar hendi og stutt í fjölda staða sem áhugavert er að skoða. Það var alveg Ijóst frá upphafi að framkvæmdaaðilar ætluðu ekki einungis að halda unglinga- landsmót, þeir ætluðu að halda það með reisn. Hvert atriði er úthugsað í þaula, útsjónarsemi og skynsemi er í fyrirrúmi í öllum framkvæmdum. Það hefur nkt mik- ill metnaður frá byrjun í öllum að- gerðum og heimamenn hafa verið staðráðnir í því að halda glæsilegt mót.Við getum lært margt af und- irbúningiVíkurbúa og þrátt fyrir fámennið blasa staðreyndirnar við. Þar er að rísa glæsileg íþróttaað- staða og umhverfið þar í kring er mjög snyrtilegt. Iþróttahús var risið og nýlokið er framkvæmdum við sundlaugina. Framkvæmdir standa nú yfir af fullum krafti við íþróttaleikvanginn og þegar þeim er lokið verður þar fyrsta flokks aðstaða til æfinga og keppni í frjáls- um íþróttum. Unglingalandsmótið er vfmulaus fjölskylduhátfð, en ekki útihátíð, og því ákjósanlegur kost- ur fyrir fjölskylduna að vera saman þar sem unglingar etja kappi í íþróttum og leikjum í heilbrigðu umhverfi. Nútímafjölskylda þarf að finna sérfleiri samverustundir og um stærstu ferðahelgi sumarsins gefst kjörið tækifæri-fyrir hana að vera saman í fögru og skemmti- legu umhverfi. Ibúar i'Vík eru frægir fyrir gestrisni og þeir munu eins og áður taka vel á móti gest- um Unglingalandsmótsins þar um verslunarmannahelgina. íþrótta- 09 fjölshylduhdtið Unglingalandsmótin eru fjölskyldu- hátfðir þar sem íþróttir og ungling- ar eru í fyrirrúmi. Lögð er áhersla á að öll fjölskyldan komi saman og eigi góðar minningar ÍVÍk. Það þarf að sjálfsögðu ekki að geta þess að unglingalandsmótin eru vímuefna- lausar hátíðir enda eiga vímuefni hvers konar enga samleið með þeim. Unglingalandsmótin hafa hvarvetna vakið mikla athygli og þeir fjölmörgu sem þau hafa sótt hafa verið öðrum til mikillar fyrir- myndar með allri framkomu hvort sem er í keppi|i eða leik. íþróttakeppni: Keppt er í 9 greinum; Frjálsum íþróttum, fitness, körfubolta, knattspyrnu, sundi, glímu, golfi, hestaíþróttum og skák. Öll keppnin fer fram ÍVík í Mýrdal. Hæfileikakeppni: Það er ekki einungis keppt í hefðbundnum iþróttagreinum á Unglingalands- mótinu heldur er hæfileikakeppnin stór þáttur. Þar gefst krökkum á aldrinum I I -18 ára tækifæri til að láta Ijós sitt skína. Keppninni verður skipt upp í þrjá flokka; Hljómsveitakeppni, söngkeppni og opinn flokk. Nýjar greinar/jaðargreinar: Á Unglingalandsmótinu i'Vík verð- ur haldið áfram á sömu braut og 1' fyrra og kynntar nýjar greinar sem eru ekki eins mikið stundaðar og hefðbundnar keppnisgreinar Að þessu sinni verða freestyle, kassa- klifur bogfimi og leikhússport. Öll- um þátttakendum á mótinu gefst kostur á að prófa þessar greinar og taka þátt í þeim. Afþreying: Fjölbreytt afþreying verður alla dagana á mótssvæðinu fyrir unga sem eldri. Sem dæmi má nefna göngukeppni fjölskyld- unnar; ýmsa leiki og leiktæki auk gönguferða umVík með leiðsögn. Tjaldsvæði:Tjaldsvæðið er að- eins spölkorn frá keppnissvæðun- um og því hægt að leggja bílnum alla helgina. Ekkert gjald er tekið fyrir gistingu á tjaldsvæðinu okkar og gildir það fýrir alla. Gisting keppenda:Tjaldgisting er sú gisting sem gengið er út frá hjá keppendum. bátttökuréttur: Þátttökurétt hafa öll börn og unglingar á aldrinum 11-18 ára. Keppt er í ald- ursflokkum og er skiptingin aðeins misjöfn milli íþróttagreina. Aðstaða: Aðstaða ÍVÍk verður hin glæsilegasta þegar flautað verðurtil leiks. 16 m sundlaug er á staðnum og nýtt íþróttahús. Knatt- spyrnuvellir verða í nágrenni tjald- svæðisins og verið er að vinna við frjálsíþróttaaðstöðuna en þar verða 400 m hlaupabraut og stökk- og kastsvæði lögð tartani. Golfvöllurinn, sem er mjög glæsi- legur; er skammt undan og eins verður keppni í hestaíþróttum í nágrenni við tjaldsvæðið. Skák- keppnin og glímukeppnin verður einnig íVík. Þátttökugjald: Keppnisgjald er kn 4.500 - fyrir einstakling. Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson, jonkristjan@umfi.is Ljósmyndir: Sigurjón Ragnar.Jón Kristján Sigurðsson.Jónas Erlendsson o.fl. Umbrot og hönnun: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: PSN samskipti ehf. Ábyrgðarmaður: Björn B.Jónsson, formaður UMFI. Ritstjórn: Anna R. Möller, Sigur- laug Ragnarsdóttin Birgir Gunn- laugsson, Ester Jónsdóttir. Þjónustumiðstöð UMFÍ: Fellsmúla 26 - 108 Reykjavik. Sími 568-2929. Netfang: umfi@umfi.is. Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn:Sæmundur Runólfs- son framkvæmdastjóri.Valdimar Gunnarsson landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson landsfulltrúi með aðsetur á Sauðárkróki, Berglind Hreiðarsdóttir rrtari, Þóra Krist- insdóttir bókhald.Jón Kristján Sigurðsson ritstjóri Skinfaxa og kynningar- og upplýsingafulltrúi, Svava Björnsdóttir Blátt áfram. w 141653 Skinfaxi er prentaður á umhverfisvænan pappír SKINFAXI - Qefið úl samíleytt síðnn 1909 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.