Skinfaxi - 01.05.2005, Qupperneq 6
/
Framkvæmdir við íþróttavöllinn ÍVÍk stóðu yfir af fullum kraftí þegar blaðið var þar á ferð.
Slökkvibifreið staðarins kom í góðar þarfir og vökvaði hlaupabrautina.
Nokkrum dögum síðar hófust malbikunarframkvæmdir en þeim er nú lokið.
„Mérfinnst allur undirbúningur
hjá framkvæmdaaðilum íVík hafa
tekist afar vel og það er raunar al-
veg ótrúlegt að horfa á alla þessa
uppbyggingu sem á sér þar stað.
Það er Ijóst að öll keppnissvæði
verða vel úr garði gerð og mér
finnst eiginlega að þeir aðilar sem
hafa komið að þessu séu hálfgert
kraftaverkafólkVið áætlum að um
eitt þúsund keppendur komi til
mótsins en við vitum það ekki ná-
kvæmlega fyrr en skráningu lýkur
Sagan hefur sýnt okkur að aðsókn-
in verður meiri með hverju árinu
sem li'ður og á því verður engin
breyting því að við finnum fyrir
miklum meðbyr Allur undirbúning-
ur hefur gengið samkvæmt áætlun,
dagskrá og tímasetningar liggja til-
búnar á borðinu og öll mannvirki
eru að verða tilbúin. Menn vinna
þessa dagana hörðum höndum á
frjálsíþróttavellinum við lagningu
gerviefnis á hlaupabrautir Þegar
þessu verki lýkur verður risin þar
frábær aðstaða," sagði Omar
Bragi Stefánsson, framkvæmda-
stjóri Unglingalandsmótsins ÍVAt
- Þú varst einnig framkvæmdastjóri
mótsins á Sauðárkróki í fýrra. Kemur
það ekki að góðum notum fyrir
mótíð íVík?
,,Það gerir það og að sjálfsögðu
notum við þá reynslu sem fyrir
er í hreyfingunni við framkvæmd
þessa móts. Það komu inn ung-
lingalandsmótsnefndina fulltrúar
frá UMFI og ég sem framkvæmda-
stjóri með ákveðna reynslu.Við
miðlum síðan þessari reynslu til
þeirra sem i' nefndinni eru og
heimafólks.Við ætlumst svo til að
þessi kunnátta varðveitist heima
i' héraði svo að heimamenn geti
haldið sín mót enn glæsilegri en
þeir hafa gert fram til þessa.Við
höfum i' gegnum árin verið að
byggja upp ákveðinn lageraf lands-
mótsvarningi sem er fluttur milli
mótsstaða á hverjum tíma svo að
ekki þarf að fjármagna og festa
kaup á þessum hlutum á hverjum
stað fyrir sig. Þetta skiptir miklu
máli að mínu mati," segir Ómar
Bragi.
- Nú er verið að halda unglinga-
landsmót í 8. skipti. Hvaða gildi hafa
þessi mót i huga þínum?
„Það sýnir sig að þau hafa alveg
ómetanlegt gildi. Það kemur best í
Ijós i' aðsókninni á mótin og heilu
fjölskyldumar koma aftur og aftur
Unglingalandsmótin eru gríðarlega
góður valkostur; það er auðvitað
fullt af ffnum útihátíðum um versl-
unarmannahelgina en landsmótin
hafa ákveðna sérstöðu þar sem
unglingamir I I -18 ára eru í fyrir-
rúmi. Þeir hafa fýrst og si'ðast mjög
heilbrigða afþneyingu á daginn og
á kvöldin hafa þeir kvöldvökur en
öllu er lokið klukkan 23.30 og þá
ætlumst við til að okkar dagskrá
sé lokið. Snemma. næsta morgun
tekur svo við skemmtileg keppni
þannig að við erum ekki á neinu
næturgöltri.Við erum fyrst og
fremst með íþróttamót og fjöl-
skylduskemmtun þar sem við eig-
um góða stund saman, skemmtum
sjálfum okkur og hvert öðru."
- Nú styttíst óðum írhótíð. Ertu ekki
orðinn spenntur að sjá mótið verða
að veruleika?
„Já, ég hlakka virkilega til þessa
móts og það hefur verið sérlega
gaman að vinna með fólkinu í
Vík. Eg hlakka því verulega til að
uppskera það sem við erum búin
að sá til og vinna að undanfama
mánuði," sagði Ómar Bragi
Stefánsson.framkvæmdastjóri Ung-
lingalandsmótsins ÍVik.