Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2005, Page 16

Skinfaxi - 01.05.2005, Page 16
Sandra Brá Jóhannsdóttir er verk- efnisstjóri Unglingalandsmótsins í Vk Sandra hóf að starfa að und- irbúningi mótsins um síðustu ára- mót, í upphafi í þjónustumiðstöð UMFI í Reykjavík en á vormán- uðum flutti hún sig um set austur ÍVík þar sem skrifstofa var opnuð í tengslum við mótið sjálft. „Það er engum vafa undirorp- ið að það felst í þvi' mikill undir- búningur að halda svona stórt mót. Það þarf að skipuleggja svæð- ið allt nánast reit fyrir reit Hvað skemmtunina sjálfa varðar þarf að útvega hljómsveitir með löngum fyrirvara og safna sjálfboðaliðum þannig að það er í mörg horn að li'ta. Hljómsveitirnar; sem spila á mótinu, verða Á móti sól, Isafold, Svitabandið og á sunnudagskvöld- inu spila unglingahljómsveitir héðan af svæðinu. Það sama kvöld verður mótinu slitið formlega með glæsilegri flugeldasýningu. Jaðargreinar mótsins verða fjóran leikhússport, kassaklifur freestyle og bogfimi sem verður skipt á laugardaginn og sunnudaginn," sagði Sandra Brá. - Hvað stendur fólki til boða í dægra- styttingu fýrír utan keppnina sjálfa? ,,Það er heilmargt sem fólki stend- ur til boða og má í því sambandi nefna göngukeppni fjölskyldunnar; gönguferðir með leiðsögn og síð- an að sjálfsögðu þessar jaðargrein- ar sem krakkarnir geta spreytt sig á. Þá verður settur upp leiktækja- garður og ýmsir leikir verða að auki í gangi. Samstarfsaðilar okkar verða með kynningar að ýmsu tagi þannig að það verður nóg um að vera þá daga sem mótið stendur yfir. Allir ættu að hafa nóg fyrir stafni í dægrastyttingu og eng- um ætti að leiðast sem leggur leið sína til Víkur þessa helgi." - Hefur það ekki veríð spennandi fýrir þig að vinna í undirbúningi fyrír Unglingalandsmótið ÍVÍk? „Það hefur verið virkilega gaman og þessi vinna gefandi. Það hefur líka verið rosalega spennandi að sjá mótið sjálft smám saman fæð- ast ef svo mætti að orði komast. Sandra Brá Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri Unglingalandsmótsins ÍVIk, á skrifstofunni sem opnuð var í tengslum vicI mótið á vormánuðum. Ég hlakka mikið til og er í raun far- in að telja niður dagana. Það hefur verið virkilega uppörvandi að sjá hvað allt fólkið er jákvætt og viðmótið er þægilegt á öllum svið- um. Það er mikil tilhlökkun hér á svæðinu enda hafa allir lagst á eitt, rétt hjálparhönd og létt almennt allan undirbúning til muna. Það er samt alveg ótrúlegt hvað lítið sveitarfélag getur ráðist i' og leyst málin með frábærri skipulagningu eins og raun ber vitni. Hér ÍVÍk á sér stað uppbygging til framtíðai;" sagði Sandra Brá. Hún var þess fullviss að kepp- endur og gestir ættu eftir að eiga saman góða helgi saman á staðn- i um. Það verður allt til alls ÍVik og góður staður fyrir fjölskylduna að verja tímanum saman. Bjöm Ægír Hjörleifsson, lögreglumaftur 09 sápnostjóri I hörfutrotta: Mótið ó rftir oó verðoVíhurbúum tll sónio Björn Ægir Hjörleifsson, lögreglu- maður ÍVÍk og sérgreinastjóri í körfuknattleik á mótinu. „Það er í mörg horn að líta en undirbúningur fyrir svona mót er ekki hristur sisvona fram úr erminni. Það er hægt að fullyrða að vel verði staðið að mótinu, framkvæmdin öll er í góðum málum og nú er bara að vona að veðurguðirnirverði okkur hliðholl- ir meðan á mótinu stendur" segir Bjöm Ægir Hjörleifsson, sérgreina- stjóri 1' körfubolta á Unglingalands- mótinu og lögreglumaður i'Vík Hann er einnig stjórnarmaður í USVS sem er framkvæmdaað- ili Unglingalandsmótsins 2005. Björn Ægir hefur yfir að ráða góðri reynslu f körfuboltanum en si'ðustu tvö árin hefur hann þjálfað lið Drangs úrVík sem leikur í I. deild. Hann segir körfuboltann nokkuð umfangsmikinn á mótinu eins og áður Á mótinu á Sauð- árkróki f fyrra voru leikirnir 60 en Sigurður telur að þeir verði ekki færri í ár Fjölnir hefur verið fjölmennasta liðið síðustu ár en líka hafa Breiðablik og lið afVest- Ijörðum verið fjölmenn. Að sögn Bjöm Ægis hafa frjálsar íþróttir og knattspyrna verið stórar greinar á landsmóti en körfuboltinn er sífellt að vinna á, „Það hefurverið mikill dugn- aður i' fólki almennt að koma þessu móti i' kring og nágrannar okkar hafa verið reiðubúnir að leggja fram hjálparhönd. Það hjálpast allir að og eru einbeittir að þetta mótshald verði staðnum til sóma. Uppbygging í íþrótta- mannvirkjum á eftir að verðaVik mikil lyftistöng og það er reyndar með ólíkindum hvað lítill staður getur gert. Það bara sýnir hverju hægt er að koma í verk þegar allir leggjast á eitt. I framtíðinni verður hægt að halda hér meistaramót i' frjálsum íþróttum sem er frábært ^ SKINfAXI - tímnrit Ungmennafélags íslands fyrir ungviðið hér i' sýslunni," segir Bjöm Ægir - Hvernig verður umferðarmálum hér háttað en töluverð umferð er í gegnum bæinn dags daglega? „Umferðarhraðinn verðurtekinn eitthvað niður í gegnum þorpið. Síðan á eftir að skoða betur hvort einhverjar lokanir eða einstefnur verði inni í bænum. Einnig verður girt meðfram þjóðveginum þannig að ökumenn geta ekki lagt hvar sem er og tafið þannig umferð sem er hér nóg fyrir Ef veðrið verður gott þarf fólk ekkert að hreyfa bíla enda fer mótið fram á litlu svæði og stutt að fara á milli staða." Björn Ægir segir að búið sé að huga að undirbúningi í öllum hornum og það hafi verið mjög gaman að koma að þessu verk- efni. Það er ríkir mikil eftirvænting á meðal bæjarbúa sem taka munu keppendum og gestum með hlý- hug og opnum örmum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.