Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2005, Síða 22

Skinfaxi - 01.05.2005, Síða 22
Verkefnisstjóm Göngum um Island. Frá vinstri Ómar Bragi Stefánsson, Ásdís Helga Bjamadóttir, Alda Þrastardóttir og Einarjón Geirsson. Göngum um ísland er landsverk- efni UMFÍ sem sett var á laggimar sumarið 2002.Verkefnið er unnið í samstarfi við ungmennafélög um land alft, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög. Island hefur að geyma mikinn fjölda gönguleiða og hafa nú verið valdar út gönguleiðir í hverju byggðarlagi. Leiðabók með tæplega 300 gönguleiðum hefur fengist gefins um land allt og f júní verður gefin út ný leiðabók I leiðabókinni Göngum um Island er lögð áhersla á stuttar; stikaðar og aðgengilegar gönguleiðir. Fjölskyldan á fjallið er einn liður í verkefninu. Settir hafa verið upp póstkassar með gestabókum á 20 fjöllum víðs vegar um landið en öll þessi fjöll eiga það sam- eiginlegt að tiftölulega er létt að ganga á þau. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið likamsrækt inn- an fjölskyldunnar A heimasíðunni Gangais er að finna upplýsingar um 900 gönguleiðir á íslandi ásamt áhuga- verðum fróðleik fýrir göngu- og útivistarfólkVefurinn gangais er samstarfsverkefni Ungmennafélags Islands, Ferðamálaráðs Islands og Landmælinga íslands. I verkefnisstjóm Göngum um ísland eru Ásdís Helga Bjamadótt- in UMSB/stjóm UMFI, Einar Jón Geirsson, UDN/stjóm UMFI.AIda Þrastardóttir; Ferðamálaráði, og Ómar Bragi Stefánsson, landsfull- trúi UMFÍ. Ásdís H. Bjarnadóttir rrtari UMFI, er formaður verkefnis- stjómar Göngum um Island. bað lá beint við að spyrja hana hvert hefði verið upphaf þessa verkefnís. „Verkefnið var upphaflega þróað f samvinnu við aðila innan Ungmenna- og iþróttasambands Austurlands (UÍA), og því stýrt þaðan um tíma. Þriggja manna verkefnisstjórn stýrir verkefninu með fulltrúum úr hreyfingunni sem og frá Ferðamálaráði, auk landsfulltrúa UMFÍ.Verkefnið hafði og hefur það að meginmarkmiði að hvetja almenning til útivistar og kynna þær merktu gönguleið- ir sem er að finna um allt land. Ábendingar um gönguleiðir hafa komið frá einstaklingum, aðildarfé- lögum UMFI, ferðamálasamtökum og ýmsum öðrum. Allar leiðimar eru kynntar á heimasíðunni ganga. is og þar er einnig að finna kort af lengri gönguleiðum. Styttri leiðim- ar eru kynntar í svokallaðri Leiða- bók - Göngum um ísland sem hefur verið gefin út og mun koma uppfænð nú í júni'. Leiðabókin mun liggja frammi fyrir almenning á Oli'sstöðvunum ásamt upplýsinga- miðstöðvum ferðamanna" - Hefur gönguleiðum fjölgað með árunum? „Gönguleiðunum hefur fjölgað jafnt og þétt I upphafi voru þær um 170 en em nú að nálgast 300. Mikil vakning hefúr verið meðal fólks og ýmsir aðilar eru famir að merkja gönguleiðir. Það eftt og sér hefur vakið athygli ferðamanna á svæðunum sem og lagt gmnn að bertri umgengni við landið. Gera má ráð fyrir að enn fleiri leiðir bætist við á næstu ámm og hvetj- um við alla sem eru að merkja leiðirtil að tilkynna þær inn á heimasíðuna gangais!” - Hvað eru þátttakendumír margir til þessa? „Við höfum ekki tölu á þvi' en við höfum prentað Leiðabókinatvíveg- is í 40.000 eintökum og þau hafa runnið út eins og hertar lummur Við vitum þó að um 12.000 manns hafa skráð sig í gestabækur sem er að finna á um 23 fjöllum i' tengslum við verkefnið. Fjöllin eru einnig í Leiðabókinni en það er sérstakt verkefni sem nefnist Fjölskyldan á fjallið.Við gemm því ráð fýrir að almenningur kannist nú vel við verkefnið og fólk sé virkir þátttakendur f þvi'. Geta má þess að um 7000 heimsóknir hafa verið á viku á heimasíðunni ganga is þannig að það styður þá reynslu okkar að landsmenn séu ánægðir með framtakið og séu virkir í verk- efninu ekki bara á sumrin heldur alft árið - sem er frábært" - Er er ekki fólk á öllum aldri að taka þátt? „Fólkið er á öllum aldri. Miðað við þá sem hafa skrifað sig i' gestabækurnar em börn niður í um fjögurra mánaða tekin með á bakinu upp á fjöllin. Öldungamir hafa ekki heldur látið sig vanta þangað upp. Því miður em þó fáar leiðir ennþá sem em aðgengilegar hreyfihömluðum en við vonum að þeim fjölgi og hvetjum eindneg- ið til þess að slíkum stígum verði fjölgað á næstu mánuðum.Verkefn- ið er sem sé fyrir alla göngufera og þátttakan algjörlega ókeypis - bara nálgast Leiðabókina, kikja á gangais og drffa sig af stað,” sagði Ásdís H. Bjamadóttir 21 SHINFAXI - tímorit Ungmennaíélogs ítlonds

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.