Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 3
Ungmennafélag Islands hefur alltaf gegnt veigamiklu hlutverki i'íþróttalífi landsmanna. Allt frá upphafi síðustu aldar hafa ungmennafélagar reynt með sér og upplifað þá gleði sem felst í heilbrigðri keppni. En íþróttir eru ekki eingöngu ástundaðar til keppni. Iþróttir snerta í æ ríkara mæli menningu okkar og eru nú orðið einn af þeim þáttum sem styrkja ferðaþjónustu á hinum ýmsu svæðum. Hvert land hefur sína þjóðaríþrótt sem setur svip á viðkomandi þjóðfélag og hefur því oft heilmikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og gesti. Afþreying og ferðaþjónusta tengjast meira og meira íþróttum. Iþróttaleikvangar, sundlaugar og baðsvæði eru byggð, golfvellir eru lagðir og hestamenn byggja hallir sínar og reiðvelli, svo að fátt eitt sé nefnt. Öll þessi uppbygging, ásamt fleiru sem er ekki talið upp hér að framan, gerir það að verk- um að hreyfing kemst á fólk. Fólk kemur á þessa staði til að stunda Flest ávana- og fíkniefní eru vímugjafar Fikn er skilgreind með eftirfarandi hætti hjá Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni: Greina skal fikn ef þrjú af sex eftirfarandi einkennum hafa verið til staðar um eitthvert skeið á síðastliðnum tólf mánuðum: 1. Sterk löngun eða áráttukennd þörf fyrir efnið. 2. Stjórnleysi á neyslu efnisins. Neysla verður tíðari, meiri eða var- ir lengur en gert var ráð fyrir. 3. Líkamleg fráhvarfseinkenni þegar dregið er úr neyslu eða vímu- efni notuð til að draga úr fráhvarfseinkennum. 4. Aukið þol gagnvart efninu. Aukið magn þarf til að ná sömu áhrifum og áður fengust. 5. Sífellt meiri tími fer í að nálgast efnið, neyta þess eða ná sér eftir neyslu og þá á kostnað frístunda eða annars sem veitir vellíðan. 6. Neyslu er haldið áfram þrátt fyrir augljósan líkamlegan eða sál- rænan skaða. íþrótt sína og etur svo kappi við félaga sína heima og að heim- an.Allt þetta kallará þjónustu. Rútuferðir; gisting, matur o.s.frv. er orðið fastur liður og stór póstur hjá hinum almenna i'þróttaiðkanda. Engin breyting er í sjónmáli, nema síður sé. Almenningur eyðir meiri fjár- munum en áður til að taka þátt í eða fylgjast með uppáhaldsíþrótt hvers og eins. Ferðaþjónusta, sem stunduð er í nálægð við íþrótta- mannvirki, vex og umsvifin aukast. Engin takmörk eru á því að færa út þennan geira. Möguleikarnir eru endalausir Hver og einn ungmennafélagi þarf að fylgjast vel með þeim tæki- færum innan íþróttanna sem geta styrkt ferðaþjónustu í heimabyggð. Við eigum að nýta okkur tækifær- in sem felast í glæsilegum íþrótta- mannvirkjum til eflingar atvinnu. SKINFAXI - gefiö út samfleytt síöan 1909 |

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.