Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 8
1 Mjög góður árangur hefur náðst í baráttunni gegn einelti á Islandi. Þessi árangur hefur vakið athygli um allan heim en kannanir hafa leitt í Ijós að í kringum 4500 nemenduraf 45 þúsundum í grunnskólum landsins eru lagðir í einelti að vinna samkvæmt því eftir nið- urstöðum í hverjum skóla fyrir sig. Að mati Þorláks er mikilvægt að allir starfsmenn skólanna komi að þessari vinnu því að einelti þrífst í skólunum. „Eftir 2006 verðum við komnir með 2/3 af grunnskól- um landsins. Þetta fjallar fyrst og fremst um líðan barnanna en við erum að segja að barn, sem kem- ur í skólann á mánudegi, á ekki að líða fyrir ótta alla vikuna. Kannanir hafa leitt í Ijós að í kringum 450Q nemendur af 45 þúsundum í grunnskólum landsins eru lagðir í einelti. Það eru ekki einungis þol- endurnir sem eru í hættu heldur einnig gerendurnin Það er nefni- lega mikil hætta á því að þeir lenti íverulegum vandræðum á seinni stigum. Það getur komið fram í hegðunarvanda og afbrotum af öllu tagi og þessir einstaklingar eru komnir á sakaskrá langt um fram meðaltalið. Þetta er á báða bóga og því afar brýnt að foreldrar séu á varðbergi,” segir Þorlákur. - Hvað getur þú sagt okkur um árangurinn til þessa? „Eftir fyrsta árið hafði einelti dregist saman um þriðjung og þá alveg sérstaklega á unglingastiginu sem er mjög gott. Þessi árangur hefur vakið heimsathygli en það sama hefur ekki gerst í Noregi og á heimsvísu. Ég vil hrósa skólun- um, því að þeir eru að ná árangri á unglingastiginu sem ekki hefur tekist annars staðar Þessi áætlun þarf að vera þannig ræktuð að sama rödd sé í skólanum og á heimilunum. Iþróttahreyfingin þarf líka að taka sér tak og átta sig á því hvers konar mórall er í gangi. Því að eftir því sem ofbeldi eykst í íþróttunum verður hættan meiri á því að þátttakendur þar fari að leggja aðra i' einelti.” - Þegar þú lítur til baka, finnst þér þá áætlunin hafa náð því markmiði sem henni var ætlað? „Já, við erum alveg í skýjun- um með hvernigtil hefurtekist. Það þarf að rækta skólana betur en við höfum til þessa ekki haft fjárhagslegan grundvöll til þess. Þeir skólar sem eru raunverulega inni í verkefninu eru að ná glimr- andi árangri. Heilt yfir línuna þá er árangurinn mjög góður en við viljum auðvitað gera enn betur, Ef allir skólar í landinu væru með í Olweusverkefninu væru þúsund börn að losna við einelti sem þau annars myndu verða fyrir. Það má segja að þessu verkefni Ijúki aldrei og því verði haldið gangandi um ókomin án” segir Þorlákur Helga- son, framkvæmdastjóri Olweus- verkefnisins á Islandi. Framkvæmdastjóri Olwesuarverkefnisins á Islandi er Þorlákur H. Helgason. Framkvæmdastjóri Olweusverk- efnisins á Islandi er Þorlákur H. Helgason. Olweusarverkefnið er samstarfsverkefni menntamála- ráðuneytisins, Kennarasambands Islands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Heimilis og skóla og með stuðningi Kennaraháskóla Islands. Astæðan fyrir því því að verkefninu var ýtt úr vör hér á landi er sú að sögn Þorláks að á árunum 1998-1999 var gerð könnun á einelti í skólum af RUN, Rannsóknastofnun upplýsinga- og menntamála eins og hún hét þá, en í dag Námsmatsstofnun. „Ráðherra menntamála vildi í framhaldinu koma af stað hópi sem ætti að leggja fram tillögur Við lögðum til að farið yrði í þessa áætlun og fetuðum þannig í fótspor Norðmanna en ríkisstjórn- in þar í landi hafði þá boðið öllum skólum að fara í Olweusáætlunina. Svarið við spurningunni af hverju var af stað með Olweus á Islandi er ósköp einfalt Ástæð- an er sú að Dan Olweus er langþekktasti eineltisprófessorinn. Hann rannsakaði einelti strax í kringum 1970, fyrst í Stokkhólmi en fluttist síðan til Noregs.Við erum í nánu sambandi við stofnun hans í Bergen og ég er í rauninni hluti af hópnum sem kallast Ol- weushópurinn í Bergen.Við fórum si'ðan af stað hér 2002 en verkefn- ið gengur í stuttu máli út á það að allur skólinn er lagður undir og næsta verkefni er að fara í leik- skólana sem eru að vísu nú þegar aðeins farnir af stað. Framhalds- skólinn hundsar það að einelti eigi sér stað en staðreyndin er samt sú að ef 15-16 ára unglingar eru lagðir í einelti á það sér sögu aftur í tímann,” segir Þorlákur Olweusverkefnið hófst eins og áður kom fram árið 2002 hér á landi með rannsókn á öllum krökkum sem tóku þátt í verkefn- inu, fyrst í 4,-10. bekk. Unnið er með krökkunum neðan úr I. bekk og öllum starfsmönnum skólanna en könnunin sem slík er ekki unnin nema fyrir nemendur úr 4,-10. bekk. Eitt skylduverkefnið í Olweusáætluninni er að vera með risakönnun einu sinni á ári sem gefur góða mynd af því hvernig ástandið er i' skólanum. Þá er hægt Einelti: Með eineltisáætlun í skólum, sem allir starfsmenn taka þátt í, dregur ekki bara úr einelti. Skemmdarverkum, hnupli og skrópum fækkar. Bekkjarandinn verður betri og nemendum líður betur Miklar væntingar eru bundnar við Olweusáætlunina enda leiddu markviss vinnubrögð í skólunum sem hófu þátttöku 2002 til þess að það dró úr einelti um rúmlega þriðjung þegar eftir aðeins árs vinnu í aðgerðaráætluninni. Með eineltisáætluninni er verið að endurskapa félagslegt kerfi skólanna. Hvað skiptir hér máli? SKINFAXI - tímorit Ungmennafélags ísiands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.