Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 22
fréttir úr hreyfingunni: IIMFÍ veitt umhverfisverilaun Reykjunesbœjar Ungmennafélag Islands og versl- unin Persóna við Hafnargötu fengu á dögunum Umhverfisverð- laun Reykjanesbæjar árið 2005. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar valdi aðilana tvo og veitti þeim viðurkenningar auk verðlaunagrips sem var táknrænt skreyttur kústur I umsögn USR segir að UMFI hafi lagt rækt við umhverfismál að undanförnu og er skemmst að minnast viðurkenningar sem félagið veitti Bláa hernum í Reykja- nesbæ fyrr í sumar í samvinnu við Pokasjóð. Leit bærinn á þetta sem tækifæri til að endurgjalda þá viðurkenningu. Helga Guðjónsdóttir, varafor- maður UMFI, veitti verðlaununum viðtöku ásamt framkvæmdastjór- anum, Sæmundi Runólfssyni, og Einari Haraldssyni, stjórnarmanni og formanni Iþrótta- og ung- mennafélags Keflavíkur Umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar veitt. Frá vinstri: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFI, Einar Haraldsson, stjórnarmaður I UMFI, og Helga Guðjónsdóttir, varaformaður UMFI. Lengst til hægri erÁrni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. I heimsókn hér ií londi UWGMENNAFELAG ÍSLANW i Á dögunum voru í heimsókn hér á landi forsvarsmenn Sokol sem eru systursamtök UMFI ÍTékklandi. GestirnirfráTékklandi komu víða við í heimsókn sinni, voru upplýstir um starfsemi UMFI og skoðuðu íþróttamannvirki.Tékkunum leist afar vel á landsmótin og hyggjast koma slíkum mótum á í heimalandi sínu. Gott samstarf hefur verið á milli samtak- anna í gegnum árin og í framtíðinni er stefnt að enn nánari samvinnu. Á myndinni með Tékkunum eru Birgir Gunnlaugsson, stjórnarmaður í UMFI, Björn B.Jónsson, formaður UMFI, Anna Möller, stjórnarmaður í UMFI, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFI. n SKINFAXI - tímorit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.