Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 18
Forvarnir hjd Bldtt dfram: Vegna vanþekkingar almennings á vandanum bregst fólk við kynferð- islegu ofbeldi fyrst og fremst með reiði, vantrú og þá afneitun. Þessi viðbrögð eru okkur eðlileg þegar við höfum ekki aflað okkur nægra upplýsinga til þess að geta horfst í augu við vandann, okkur líður ekki vel og við teljum að við getum sjálf ekkert gert við vandanum. Hjá Blátt áfram er aðalmarkmið- ið að styðja fólk til að leita sér hjálpar og fræða almenning. Þá er sérstaklega um að ræða þá sem vinna með börnunum okkar; að þeir afli sér upplýsinga um vand- ann, sem við getum flest verið sammála um á þessu stigi málsins að sé til staðar Einnig að styrkja landsmenn í vitneskju um hvað þeir sem einstaklingar geta gert til þess að breyta og taka ábyrgð á þessum samfélagsvanda. Starf Blátt áfram í vetur felst í að bjóða upp á fræðslu fyrir alla. Fyrir börnin, hvernig þau geta varið sig eða leitað sér hjálpar; og fyrir foreldra og aðra fullorðna sem bera ábyrgð á börnum og unglingum.Verkefnið hvetur þá sem eru í forsvari fyrir félög og stofnanir að hafa samband til að kynna sér nánar hvað er í boði eða fara á www.blattafram.is A meðan boðið er upp á fræðslu fyrir landsmenn er líka verið að gera ýmislegt skemmti- legt. Þann 6. október verða haldnir styrktartónleikar fyrir Blátt áfram á Gauki á Stöng. Þar munu koma fram m.a. Ragnheiður Gröndal, Buff, Ske, Hera, Lokbrá, Hot Damn, Smack, Solid iv og Mínus. Blátt áfram finnst þessir tón- listamenn vera að taka persónulega ábyrgð á því að breyta hvernig við fjöll- um um kynferðisofbeldi. Vonast er til þess að ná til ungs fólks í leiðinni og hvetja það til að leita sér hjálpar. I lok október mun Blátt áfram taka þátt í kvikmyndahátíðinni með myndina Searching for Angela Shelton. Mynd þessi var sýnd hér fyrir nokkrum árum en þá komust ekki eins margir að og vildu og varð að vísa fólki frá.Verið er að athuga hvort Angela Shelton komist á hátíðina en staðfesting þess efnis hefur ekki borist enn. Shelton hefur fengið margar viðurkenn- ingar fyrir myndina og framganga hennar hefur hvatt marga til að koma fram og segja frá. Einnig er verið að undirbúa auglýsingaher- ferð fyrir fjölmiðla sem er ekki búið að dagsetja en verður líklega ekki hrundið af stað fyrr en eftir áramót. Ágóða af tónleikunum verður varið í að standa straum af auglýsingum sem verða birtar í sjónvarpi og blöðum. Blátt áfram vill þakka þeim mörgu aðilum sem hafa lagt verkefninu lið og styrkt það frá upphafi. Blátt áfram er styrkt að mestu leyti með framlögum frá fyrirtækjum og einstaklingum en einnig hafa fjögur ráðuneyti stutt okkur fjárhagslega. Nú á dögunum fékk verkefnið veglegan styrk úr samfélagssjóði Alcan. Listinn yfir þá sem hafa styrkt Blátt áfram er orðinn langur og er hann á heimasíðunni www.blattafram.is. Landsmenn hafa með stuðningi við verkefnið sýnt vilja til að koma á breytingum og sýna börnum okkar að við erum að rjúfa þögn- ina sem kynferðisofbeldi þn'fst í. Nemendur úr Álftanesskóla og Dalvíkurskóla dvöldu að Laugum fýrir skemmstu. Þar hlustuðu þeir á fyrirlestur hjá Svövu Björnsdóttur frá Blátt áfram. Hrannar Pétursson, upplýsingaf ulltrúi Alcnn d íslandi: Bldtt dfram hefur unnið hraftaverk Við hjá Alcan erum stolt af því að leggja þessu merkilega verkefni lið. Aðstandendur Blátt áfram hafa að okkar mati unnið kraftaverk og vakið fólk til umhugsunar um þessi viðkvæmu mál sem hafa lítið verið rædd hingað til. Nú í haust fengu rúmlega 50 verkefni styrk úr Samfélagssjóði Alcan, en Blátt áfram var annað tveggja verkefna sem fékk hæsta styrkinn og það segir allt um það hvaða augum við li'tum verkefnið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.