Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 7
árangri, lærði að standa sig og takast á við álag sem hann hafði ekki kunnað áður Með þessu sýn- ir einstaklingurinn að hann getur öðlast mjög fjölþærtta reynslu úr íþróttunum. Ymsir menn hafa gagnrýnt þessar rannsóknir og benda á að krakkan sem koma frá góðum heimilum, fari gjarnan í íþróttir. „Það var ekki þannig í okkar rannsóknum, heldur hitt, að það að taka þátt í íþróttum hjálpaði þeim krökkum mest sem stóðu höllum fæti í lífinu að öðru leyti. Þetta voru því ekki rökin. Síðan hefur umhverfið breyst töluvert og núna á síðustu árum hefur tvennt tekið áberandi breytingum. Foreldrar með nám að baki leggja áherslu á að börnin sín fari í íþróttin Fólk er farið að líta á þetta sem hluta af góðu uppeldi og fyrir vikið breytist þessi mynd örlítið. Hitt, sem hefur verið gerast á síðustu árum, er að það er orðið dýrt að taka þátt í íþróttum. Þess sjást merki að útgerðarkostn- aður hjá foreldrum, sem standa kannski höllum fæti efnahagslega, hefur aukist til muna. Fyrir þessa foreldra er það orðinn verulegur kostnaður að halda úti 2-3 börn- um í íþróttum,” segir Þórólfun - Hvað fmnst þér sjálfum um þessa breytingu? „Eg er mjög óánægður með þessa þróun mála vegna þess að allt gott tómstundastarf hjálpar oft þessum krökkum mest. Þau þurfa mest á því að halda að taka þátt í tómstundastarfi í einhverri mynd og hvað þetta varðar hefur orðið pínulítið bakslag. Ég er ánægður með hvernig nágrannasveitarfé- lögin eru í meira mæli að greiða niður kostnaðinn við íþróttaiðkan- in Mér finnst uppbyggingin í Kópa- vogi, Hafnarfirði og nú í Garðabæ vera til fyrirmyndan Það er miklu ódýrara til lengri tíma litið fyrir okkur að búa vel að börnum og unglingum og hluti af því er að bjóða þeim upp á hollt og gott tómstundastarf. Iþróttirnar geta verið þar til fyrirmyndan Ég vil líka breyta þessu aðeins þannig að samstarfið á milli skóla og i'þrótta- félaga verði meira en áður. Skól- arnir viðurkenna þetta starf að einhverju leyti og að íþróttafélögin viðurkenni líka skólana og lagi sig eins og þau geta að því sem er að gerast þar," segir Þórlindur. I umræðunni er að menn geri langtímarannsóknir til að átta sig á hvort að íþróttirnar komi á undan námsárangrinum. Þórólfur segir að nú þegar séu til í Bandarikjun- um nokkrar góðar rannsóknir í þessum efnum. Þær sýna allar hið sama, það að taka þátt í íþróttum leiðir til betri námsárangurs þegar tímar líða. „Ég hef séð það í síðustu rann- sóknum mínum að farið að bera á því að sumir krakkar í 10. bekk æfa ofsalega marga tíma á viku. I sumum greinum er mikið álag, allt að 20-25 tímar í viku, og þarna fer að verða bakslag. I þessum til- fellum er álagið orðið allt of mikið, árekstrar verða við heimanámið, og einkunnirnar fara niðurVið get- um tekið dæmi eins og sund þar sem krakkarnir eru ungir að æfa mikið, þar sem stundum þarf að æfa á morgnana og á kvöldin. Mín skoðun er sú að það þurfi að huga betur að því núna, meira en nokkru sinni fyrr; að tengja skólana og íþróttastarfið betur saman.Við vitum það öll að til að takast á við nútímann í dag, með öllum þeim áreitum og álagi sem á krökkunum er, það er bara hörkuvinna. Það að hreyfa sig og vera í góðu líkamlegu formi hjálpar krökkunum að takast á við umhverfið,” segir Þórólfur Þórlindsson. Mikið úrval af bikurum og verðlaunapeningum Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 17 eða hafið samband í síma 588-3244 Fax 588-3246 email: isspor@simnet.is Framleiðum barmmerki í öllum stærðum og gerðum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.