Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 15
en það að stunda íþróttir hefur mjög jákvæð áhrif á hana. I gegnum íþróttirnar eignast börn og unglingar vini en það eflir fé- lagslegan þroska.Við höfum spurt 12 ára einstaklinga af hverju þeir hafi ákveðið að stunda íþróttir. Niðurstöðurnar eru sláandi en 70% taka þátt af því að vinirnir eru með. Það segir okkur að 30% eru í íþróttum af því að þeir vilja vera góðir og ná langt. Iþróttir eru meira en afreksmennska, þær eru ótrúlegar mikilvægar fyrir félagslegan þroska hjá börnum og unglingum." - Þú ert að segja að þátttaka í íþróttum hafi jákvæða kosti í alla staði? „Já, það vil ég meina. Eg hef hins vegar mestar áhyggjur af þeim einstaklíngum sem eru ekki með af einhverjum ástæðum. Hvernig getum við komið þeim til hjálpar og komið þeim af stað? Það skiptirgríðarlegu málí að ná til þessa hóps en þar innan um eru einstaklingar sem eiga við offitu og hreyfiþroskaerfiðleika að stn'ða. Það er umhugsunarefni hvernig við fáum þessa einstak- linga í gang," segir Hermundur Hermundur íhugar hvað það sé sem hafi gildi í lífinu en honum finnst að foreldrar nú orðið verji minni tíma með börnum sínum en áðurgerðist."Eru gildin þau einu í dag að eiga peninga og safna einhverjum bílum fyrir utan húsið sitt?" spyr hann. Fyrir vikið sitja börnin á hakanum sem er ekki gott mál. „Mérfinnst að börnum á Is- landi sé ýtt til hliðar í staðinn fyrir að gefa þeim tíma. Foreldrar þurfa að verja meíri tíma með börnum sínum, fara út að leika við þau og vera með þeim í því sem þau hafa gaman af.Við verðum að hafa það hugfast að foreldrar eru mikilvæg- asti þátturinn í þroska barnanna, þau eiga að halda utan um þau og veita þeim aðstoð og hjálp. Þegar ég var heima á Islandi í sumar varð ég var við hvað foreldrar vinna geysilega mikið utan heimilis en til lengri tíma litið er það ekki gott að mínu mati. Mér finnst bíll- inn líka notaður óþarflega mikið, unglingar eru keyrðir út um allt í staðinn fyrir að þau bjargi sér að einhverju leyti sjálf. Mér finnst ennfremur að samfélagið sé ekki nógu fjölskylduvænt. Börn undir tveggja ára aldri eru á dagheimili 8- 10 klukkutíma en það telst ekki gott að mínu viti til lengri tíma litið. Áður fyrr höfðu börnin for- eldrana, ömmur og afa mun meira í kringum sig, en í dag er því ekki að heilsa því að ömmur og afar eru einnig að vinna. Kröfurnar eru svo miklar í dag að það kallar á þennan langa vinnutíma fólks sem kemur síðan niður á börnunum. Við verðum að kappkosta að eyða meiri tíma með börnunum en við gerum í dag." Varðandi offitu á börnum segist Hermundur verða var við aukna þyngd barna í Noregi. Hún sé þó ekki eins mikil og á Islandi eins og rannsóknir hafa gefið glöggt til kynna. I norska skólakerf- inu er markmið að verja einum tíma á dag til líkamlegrar hreyfing- ar og á þetta við börn og unglinga á aldrinum 6-16 ára. „Það er alveg Ijóst að stór hópur barna og unglinga fær ekki þá hreyfingu í dag sem þörf er á. Unglingar leika sér ekki með sama hætti og áðun Nú er legið tímun- um saman við tölvur og fyrir vikið þyngist einstaklingurinn. Það er ekkert að því að unglingar sitji við tölvur en við foreldarnir verðum að leggja línurnar og finna hinn gullna meðalveg í þeim efnum. Það verður að vera regla á hlut- unum sem verður síðan öllum til góðs þegar til lengri tfma er litið. Við þurfum einfaldlega að fara að sinna hreyfingu og mataræði betur en við höfum gert fram að þessu. Foreldrar og börn verða að vinna að þessu saman, borða meira grænmeti og ávexti. Stjórn- völd verða síðan að koma á móts við þessar kröfur og lækka tolla á grænmeti og á hollum mat yfir- leitt,” segir Hermundur Unglingalandsmót UMFÍ segir Hermundur vera frábært innlegg í gott uppbyggingarstarf fyrir unglinga. Allir geta verið með og fjölskyldan getur átt frábæra sam- verustund í góðu umhverfi. Þátt- takan skiptir öllu máli en ekki bara einhver verðlaun.“Unglingalands- mótin eru frábær fyrirbæri og ég þekki ekkert þessu líkt á Norður- löndunum," segir Hermundur. „Ég tók fjölskylduna með á Unglingalandsmótið íVík og við skemmtum okkur konunglega. I I ára dóttir mi'n var svo ánægð að hún hefur óskað eftir þvi' að við förum öll að Laugum á næsta ári,” segir Hermundur Sigmundsson. Áhrif á líkamsstarfsemi, hæfni og möguleika til lífshamingju Vímuefni verka með einum eða öðrum hætti á miðtaugakerfið og starfsemi þess.Truflun og óæskileg áhrif má rekja til truflunar á starfsemi taugungamóta og efní sem bera boð til tauga er stjórna viðbrögðum einstakra líffæra. Þetta veldur því að neysla vi'muefna raskar og truflar starfsemi líffæra. Þetta skýrir m.a. breytingar á skynjun, tilfinningum og skaphöfn. Þau áhrif sem vímuefni hafa á Ii1<amsstarfsemi og andlega og líkamlega færni geta verið mikil. Þunglyndi, sem hrjáir oft neytendur ecstacy, er til komið af þessum sökum. Annað dæmi eru áhrif kannabisefna á nýminni og þar með námshæfni. Einnig má nefna heilaskemmdir sem verða vegna þess að öndun hefur stöðvast um .hríð og heilinn ekki fengið nauðsynlegt súrefni í lengri eða skemmri tíma. Þetta er t.d. þekkt í tengslum við sniff. Neyslan getur því leitt til mikilla og afdrifaríkra breytinga á lífsvenjum sem rekja má til skertrar getu til þess að takast á við viðfangsefni lífsins og njóta lífshamingju. Þunglyndi er erfitt að fást við, skert námsgeta takmarkar möguleika fólks til þess að nýta sér hæfileika sína, varanlegar heilaskemmdir útiloka fólk nánast frá þátttöku í samfélaginu, o.s.frv. Ýmis áhrif vímuefna á Ii1<amsstarfsemina geta verið varanleg og lagast ekki þó að neyslunni sé hætt. Hversu mörg prósent barna eru of þung? Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Islands gerði á 6 ára börnum á árunum 2001 -2002, reyndust um 16% drengja og 20% stúlkna vera yfir kjörþyngd. Svipaðar niðurstöður fengust úr rannsókn Brynhildar Briem á 9 ára skólabörnum 1998 en þá reyndust tæp 18% barnanna vera yfir kjörþyngd. Engin merki eru um að aukningin sé í rénun. Þvert á móti benda fyrstu niðurstöður úr viðamikilli rannsókn Erlings Jóhannssonar og fleiri á lífsháttum 9 og 15 ára barna og unglinga, sem fram fór 2003, til þess að faraldurinn sé enn að sækja í sig veðrið en um 20% 9 og 15 ára barna og unglinga reyndust vera yfir kjörþyngd.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.