Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 19
Ymsir fróðleiHsmolfir: íslendingar eru í auknum mæli farnir að borða meira grænmeti en áður var. Salatbarir eru nú í flestum srórmörkuðum og njóta mikilla vinsælda. Grænmeti hefur fram til þessa verið frekar dýr vara hér á landi miðað við verðlag í öðrum löndum. Það er brýnt að stjórnvöld lækki enn frekar tolla á þessari vöru því neysla á grænmeti mun þegar fram í' sækir skila sér í bættri heilsu. í ávaxtasafa eru nánast jafnmargar hitaeiningar og sætt gos. Avaxtasaf- inn er hins vegar mun bætiefnarík- ari en gosið. Þú tvöfaldar hitaeiningarn- ar í máltíðinni ef þú notar þrjár matskeiðar af kokkteilsósu með hamborgaranum í staðinn fyrir sinnep og tómatsósu. Hamborgarasósa er um fjór- um sinnum feitari en 10% sýrður rjómi og pítusósa er sjö sinnum feitari. Þú fækkar hitaeiningunum um helming í hverri brauðsneið með því að sleppa því að smyrja og þú fækkar þeim um þriðjung ef þú notar fituskert viðbit eins og Létta eða Létt og laggott boríð saman við Smjörva eða smjör. Algeng orkuþörf fullorðins karlmanns er um 2500 kcal og konu um 2000 kcal á dag. Karl, sem borðar um I 800 kcal á dag, getur átt von á að léttast að jafnaði um 0,5 kg á viku, meira fyrstu vikuna en heldur minna þegar fram í sækir. Megrunarkúrar sem boða mikið fitu- og próteinát, geta verið skaðlegir fyrir heilsuna, ekki síst nýru, hjarta og æðakerfi. Fylgdu slíkum kúrum aðeins undir hand- leiðslu læknis. Brauð á ekki vera á bannlista. Ein lítil brauðsneið með skinku er með færri kaloríur en tvær hrökkbrauðsneiðar og tvær msk. af kotasælu. Hafðu í huga að reykingar lita tennur og valda andfýlu.Auka hættu á tannholdssjúkdómum. Valda því að erfiðara er að lækna tannholdssjúkdóma. Auka hættu á að tannplantsmeðferð misheppnist og auka hættu á krabbameini. Að munntóbak Irtar tennun Veldur skemmdum á tannholdi. Inniheldur sætuefni sem geta valdið tannskemmdum. Inniheldur ertandi efni fyrir slímhúðina. Eykur hættu á krabbameini og inniheldur mikið magn af nikótíni í hverjum skammti. Varastu sætindi sem eru lengi í munninum. Það eru sætindi eins og t.d. hlaup, lakkrís og karamellur sem klístrast við tennurnar og ýmsar töflur og brjóstsykur sem eru lengi að leysast upp. Rannsóknír hafa leitt í Ijós að flestir unglingar borða morgunmat áður en þeir fara í skólann. Oftast er það eitthvað sem fljótlegt er að útbúa en um leið tiltölulega hollt, eins og t.d. morgunverð- arkorn úr pakka, súrmjólk með múslí eða mjólk og brauð. Könnun á mataræði unglinga sýndi að þeir sem sleppa morg- unverði oft í viku fá minna en ráðlagðan dagsskammt af flestum nauðsynlegum næringarefnum úr fæðunni. Það er ekki bara óhollt og óþægilegt að sleppa morgun- matnum heldur getur það beinlín- is verið fitandi. Morgunverðurinn Vel hirtar og heilbrigðar tennur. skiptir máli og þú ert það sem þú borðar Tennurnar oklcar Leiðir til að fyrirbyggja glerungs- eyðingu Takmarkaðu neyslu súrra drykkja og matvæla og neyttu þeirra aðeins á matmáls- tímum. Drekktu súra drykki hratt frek- ar en að vera sífellt að dreypa á þeim og láttu þá alls ekki leika mikið um munninn áður en þú kyngir Burstaðu ekki tennurnar strax eftir súran mat eða drykk. Skolaðu munninn frekar vel með vatni, því að annars er hætt við að þú burstir tannvef burt þegar hann er viðkvæm- ur eftir sýruna. Notaðu alltaf tannbursta með mjúkum hárum og flúortann- krem sem inniheldur lítið af slípiefnum. Drekktu frekar vatn eða mjólk í stað súrra drykkja. Heppileg fæða á milli mála Ósykraðar mjólkurvörur eins og skyr, súrmjólk, jógúrt og ostur. Gróft brauð eða hrökkbrauð með áleggi eins og t.d. tóm- ötum, agúrkum, eggjum, osti eða fitulitlu áleggi. Ferskt grænmeti eins t.d. gulrætur kál, gulrófur tómatar agúrkur eða annað hrátt grænmeti. Ferskir ávextir eins og td. epli, appelsínur mandarínur perur bananar melónur og vínber.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.