Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 20
Fjölsmiðjan er líka þjálfun- ar- og endurhæf- ingarstaður fyrir ungt fólk, sem þarf undirbúning fyrir frekara nám eða störf. Þetta er ekki meðferð- arstofnun, en á að vera hentugur vinnustaður fyrir ungt fólk. Það getur skipt um verkdeild eftir að það hefur störf, í samráði við sinn deildarstjóra, ef því sýnist önnur deild áhugaverðari en sú er það valdi í upphafi. Framleiðsla og þjón- usta Fjölsmiðjunnar verður seld á markaði og eiga tekjurnar að standa undir hluta af þeim kostn- aði sem hlýst af rekstri hennar Hinn I. júlí 2001 var Þorbjörn Jensson, fyrrverandi landsliðsþjálf- ari í handknattleik og rafvirki, ráðinn forstöðumaður Fjölsmiðj- unnar og í september sama ár var tekin á leigu 500 fermetra óinnréttuð hæð í vinnustofum hjá Landsspítala - háskólasjúkrahúsi, að Kópavogsbraut 5-7. Fyrsta deildin, trésmíðadeild, tók til starfa í október undir verkstjórn Svavars Jónssonar húsasmíðameistara. „Markmiðið með starfsem- inni hér er að krakkarnir takist á við vinnumarkaðinn eða hefji skólagöngu á nýjan leik. Hingað koma krakkarnir og sækja um eins og um vinnu væri að ræða. Við starfrækjum nokkrar deildir og ennfremur bjóðum við upp á kennslu. Krakkarnir fá ákveðna þjálfun, vinna vinnuna sína, mæta á réttum tíma og lynda við vinnu- félagana. Þeir sem ekki hafa enn lokið námi í 10. bekk getað tekist á við námið hér og lokið því si'ðan með prófi í gegnum Námsflokka Reykjavíkur Það er misjafnt hvað þau eru lengi hér en meðaltíminn er í kringum 6-8 mánuðir;” sagði Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar - Hvernig fmnst þér hafa tekist á þeim fjórum árum sem Fjölsmiðjan hefur verið í rekstri? „Heilt yfir hefur þetta gengið mjög vel. Reynslan segir okkur að 80% krakkanna sem fara héðan hasla sér völl í námi eða úti á hin- um almenna vinnumarkaði. Hér í gegn hafa farið um 250 manns en við reynum að vera með um 50 krakka í hvert sinn á aldrinum 16-24 ára. Leiðbeinendur eru 8 talsins,” sagði Þorbjörn. Að sögn Þorbjörns var virkileg þörf á að koma þessari starfsemi á fót og yfirleitt væru biðlistan eftirspurnin væri slík. „Menntamálaráðherra kom í heimsókn til okkar á dögunum en ráðuneytið er alltaf að koma meira inn í þessa starfsemi. Þor- gerður Katrín var mjög ánægð yfir að við værum að finna þessum hópi verkefni og fræðslu sem reyndar var nokkuð útundan áður en Fjölsmiðjan kom til." Vinnutími í Fjölsmiðjunni er frá kl. 8:30 til 15:00 virka daga. Nemar og starfsfólk fá keyptan morgunverð, hádegisverð og síð- degiskaffi frá eldhúsi Fjölsmiðjunn- ar á hóflegu verði. Fjölsmiðjan var formlega stofnuð 15. mars árið 2001. Stofnendur eru Félagsmálaráðu- neytið/Vinnumálastofnun, Rauði kross Islands, Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær; Seltjarnarnesbær; Mosfellsbær; Garðabær og Bessastaðahreppur. Menntamálaráðuneytið hefureinn- ig stuðlað að stofnun Fjölsmiðjunn- ar og á fulltrúa í stjórn hennar Fjölsmiðjan greiðir öllum nemum fyrir störf þeirra, en fær endurgreiddar þær upphæðir frá öðrum aðilum Fjölsmiðjunnar Þannig greiðir Atvinnuleysistrygg- ingasjóður fyrir þá sem koma af atvinnuleysistryggingaskrá. Félags- málastofnanir greiða fyrir þá sem eru á vegum viðkomandi sveitarfé- laga og Rauði kross Islands ásamt deildum hans á höfuðborgarsvæð- inu greiðir fyrir þá sem eru á aldrinum 16-18 ára og njóta ekki aðstoðar annarra aðila. Atvinnuleysistryggingasjóður hefur auk þess veitt I 8 milljónir til reksturs Fjölsmiðjunnar og Menntamálaráðuneytið 3 milljónir Einnig greiða sveitarfélögin 3 millj- ónir á ári samtals sem skiptist eftir fjölda nema frá hverju sveitarfélagi. Þess sem upp á kann að vanta í rekstrarkostnaði verður Fjölsmiðj- an að afla með sölu á framleiðslu sinni. Fjölsmiðjunni f Kópavogi er ætlað að starfrækja verkþjálfunar- og framleiðslusetur fýrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára sem hætt hef- ur námi og ekki fótað sig á vinnu- markaði. Hugmyndin er fengin frá dönsku „Produktion"-skólunum, en slík starfsemi þekkist víða í Evr- ópu, þótt Danir séu taldir fremstir á þessu sviði. Hefur Fjölsmiðjan átt mjög gott samstarf við slíkan skóla í Oðinsvéum, -Elsesminde- og þegið þaðan góð ráð. Markmiðið er að bjóða fjöl- þætta verkþjálfun og fræðslustarf- semi þvf unga fólki er þar starfar og greiða fyrir störf þeirra sem svarar til atvinnuleysisbóta. Stefnt er að því að 40-70 nemar geti verið að störfum hverju sinni f 7- 10 manna verkdeildum undir verkstjórn fagfólks. Eftirtaldar deild- ir eru í boði sem valkostir fyrir væntanlega nema:Trésmíðadeild, hússtjórnar- og matreiðsludeild, tölvu- og prentdeild, bilaþvotta- deild og rafdeild. I framtíðinni er stefnt að því að bæta við skrif- stofu- og tölvudeild, hönnunar- og fatadeild o.s.frv., eftir aðsókn og eftirspurn. Með þessu móti er vonast til að nemarnir geti fundið áhugavert starf fyrir hæfileika si'na og dvölin verði forvinna að frekara skólanámi, eða þeir komi sem þjálfað starfsfólk í áhugavert starf fyrir þá á almennum vinnu- markaði. 20 SKINFAXI - tímarií Ungmenna/éiags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.