Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 10
Hildur Björk Hafstein er verkefn- isstjóri skólafræðslu hjá Lýðheilsu- stofnun. Fræðslan almennt snýr ekki hvað síst að tóbaki og áfengi. Hugmyndir hafa verið um að tengja þessa þætti betur saman en þunginn verður lagður á tóbaks- fræðsluna sem áður „Fyrir nokkrum árum síðan gaf Krabbameinsfélagið, þáver- andi tóbaksvarnanefnd, út mjög gott námsefni sem heitir Sköpum reyklausa kynslóð. Efnið er ætlað nemendum í 6,—10. bekk grunn- skóla og fjallar um tóbaksvarnir fyrir þessa árganga. Eg ræði við krakkana inni í bekkjunum og starfsfólk skólanna en við byggjum fræðsluna upp á þessu gamla og góða efni. Fræðslan er alltaf í mótun og við reynum að þróa hana eftir megni. Námsefnið bygg- ir á upplýsingum um skaðsemi tóbaks en einnig þvi' hvernig á að standast hópþrýsting og markaðs- setningu i'allri mynd,”segir Hildur Björk Hafstein. - Finnst þér unglingar í dag gera sér almennt meiri grein fyrir skaðsemi reykinga en áður fyrr? „Þegar ég er búin að kynna mig fyrir framan bekk þá spyr ég unglingana alltaf hvað þau viti um tóbak. Ekki stendur á svörum og það kemur síðan glögglega í Ijós að þau vita ansi margt um tóbak. Þau vita um öll efni sem í tóbak- inu eru, skaðsemina, gula putta og hvað húðin fer illa á reykingum. Ég fer líka yfir sögu tóbaksins og hvernig það barst til Evrópu og tek samhliða á markaðssetningu þess. Þeim finnst mjög spennandi þegar ég segi þeim að þetta sé eina varan sem drepur ef hún er notuð eins og til er ætlast.Til að halda við gróðanum þurfa fram- leiðendur nýja og góða neytendur sem eiga eftir að nota vöruna lengi. Unglingum finnst mikilvægt að velta þessum staðreyndum fyrir sér. Þeir vita líka að ekki má auglýsa tóbak en hvernig tekst framleiðandanum þá að koma vöru sinni á framfæri? Þegar þau velta þessu fyrir sér fara oft af stað fjörlegar og skemmtilegar um- ræður Niðurstaðan er oft sú að tóbaki er oftast komið á framfæri í bíómyndum.” - Hvernig fmnst þér ástandið vera nú hvað reykingar unglinga áhrærir? „Yfir höfuð finnast mér unglingar vera í góðum málum hvað reykingar varðar. Það hefur bersýnilega dregið úr reykingum í efstu bekkjum grunnskólans. Rannsóknir frá 2004 sýndu okkur að 12% nemenda reyktu daglega en árið þar áður reyktu 14% í þessum aldurshópi.Til marks um minnkun í þessu sambandi þá reyktu 24% í 10. bekk árið 1998. A þessu sést að það hefur orðið um helmingsfækkun hjá þeim sem reykja á þessum aldri. Staðreyndin blasir við, árangurinn er töluverð- ur og ekki bara í reykingum heldur einnig hvað varðar áfengis- og hassnotkun," segir Hildur Björk. Árið 2003 var gerð stór samevrópsk rannsókn, sem í tóku þátt 35 lönd, á reykingum unglinga í efstu bekkjum grunnskólans. I þeirri rannsókn urðum við í fjórða neðsta sæti. „Krakkarnir standa sig vel en við vitum vissulega að það eru krakkar þarna úti sem reykja ansi mikið og byrjuðu ung að reykja. Þau eru ítalsverðum áhættuhópi fyrir aðra áhættuhegðun. Það má alls ekki slaka á klónni, bæði þarf styrkja þau sem hafa ákveðið að reykja ekki í sinni afstöðu og eins að reyna fá hinn hópinn til þess að hugsa sinn gang og hætta að reykja.” - Hver er orsökin fyrir því að ungling- ur byrjar að reykja? „Unglingur er líklegri til að byrja að reykja ef foreldar hans reykja. Unglingar nefna einnig hópþrýsting í þessu sambandi. I forvarnastarfinu leika foreldrar stórt hlutverk og skólarnir verða einnig að koma markvisst að þessu verkefni. Skólinn og foreldr- ar verða að gefa sömu skilaboðin. Markaðssetningin er það öflug að við hin verðum öll að leggjast á eitt og sýna mótvægi gegn þessu risaafli." Hildur Björk segir að ekki verði fram hjá því litið að aukning- ar gæti í reykingum á milli 9.-10. bekkjar og svo aftur frá 10. bekk og yfir í framhaldsskólann. Það sýnir okkur hvar við þurfum að vinna en sem betur fer er þróunin í 10. bekk niður á við sem gefur okkur bjartsýni i' baráttunni gegn reykingum. „Það má aldrei halla sér aftur og halda að allt sé í góðum málum. Það er mikilvægt að koma þeim skilaboðum til unglinganna að það eru 88% unglinga sem reykja ekki. Þau halda sum hver að Hildur Björk Hafstein verkefnis- stjóri skólafræðslu. það séu allir sem reykja og það verður að koma þeim í skilning um að svo sé ekki.” Hildur Björk segir að í gangi sé keppni á milli 7.og 8. bekkjar sem ber nafnið Reyklaus bekkur Þessi keppni sé að skila mörgum skemmtílegum verkefnum og til þessa hefur þátttakan verið gríð- arleg. Keppnin er með þeim hætti að hver bekkur þarf að taka sig saman um að fara ekki að reykja. Þau þurfa að skila inn staðfesting- um með ákveðnu millibili á því að enginn sé farinn að reykja í bekkn- um. I lokin skila þau síðan inn verkefni sem þau ráða sjálf. Það getur verið í formi lags, plakats og/eða jafnvel í formi stuttmyndar Sá bekkur sem þykir vera með fi'nasta og flottasta verkefnið vinn- ur utanlandsferð. Þetta verkefni er að fara af stað aftur um þessar mundir en þetta er sjöunda árið sem því er ýtt úr vör |Q SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.