Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 21
Hjdlparsími Rau5a hrossins 1717: Hjálparsími Rauða krossins, 1717, er gjaldfrjáls sími sem er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar; kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugs- ana.Tilgangurinn með Hjálparsíma Rauða krossins er að vera til stað- ar fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í ðngstræti en vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu. Auk þess að taka við sjálfsvígs- símtölum getur Hjálparsíminn haft vi'ðtækara hlutverk, til dæmis íkjöl- far stóráfalla eða sem almennur neyðar- og upplýsingasími Rauða krossins. Starfsmenn og sjálfboðaliðar svara í Hjálparsíma Rauða kross- ins. Þeir hafa reynslu af að svara slíkum símtölum og fá reglulega þjálfun í samvinnu við geðsvið Landsspítala - háskólasjúkrahúss og Landlæknisembættið. Kannanir benda til að margir þeirra sem gera tilraun til sjálfsvígs vilji í raun ekki deyja en finnist lífið of erfitt til að geta höndlað það. Síminn og OgVodafone gefa eftir gjald vegna símtala í 1717. Allar hringingar í 1717 eru þvi' gjaldfrjálsar fyrir þá sem hringja. Niðurstaða rannsóknar sem gerð var fyrir nokkrum árum leiddi í Ijós að stór hópur drengja og stúlkna er vel yfir kjörþyngd sinni. Flest bendirtil að þessari þróun hafi ekki verið snúið við. Þessi aldurshópur neytir í æ meira mæli óhollustu og fyrir vikið verða íslensku börnin þyngri.Við verðum að gera allttil að snúa dæminu við en til lengri tíma litið er þetta mjög slæmt mál. Ekki kemur fram á símreikningum að hringt hafi verið í 1717. „Til okkar geta allir þeir leitað sem eiga í erfiðleikum, við hlust- um og fullum trúnaði er heitið. Ástæður þess að fólk hringir inn eru af ýmsum toga en sálræn vandamál eru þó langstærsta orsökin. Einnig er þó nokkuð um hringingar vegna einmanaleika og geðraskana. Stór hópur hringjenda er á aldrinum 14-18 ára og þá eru spurningar á borð við áfengis- neyslu og um kynlíf oftast lagðar á borð. Það má alveg Ijóst vera að það vara mikil þörf fyrir þessa þjónustu,” segir Elfa Dögg S. Leifs- dóttin umsjónarkona sjálfboðaliða Hjálparsíma Rauða krossins sem starfræktur hefur verið síðan 2002. Um 90 sjálfboðaliðar starfa við Hjálparsíma Rauða krossins og svara um 40 símtölum á dag eða um 1200 yfir mánuðinn. Við byggjum á fólki og færni! Höfum alltí lagi! Hugmyndafræði ANZA gengur út á að farsælast sé fyrir fyrirtækl að einbeita sér að þvi sem þau gera best. Rekstrarþjónusta ANZA gerir fyrirtækjum kleift að hagræða í rekstri, auka rekstraröryggi og að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni. ANZA býður upp á enn fleiri þjónustuþætti. Kynntu þér Rekstur, Lausnir, Öryggi og Sérþekkingu á heimasíðu okkar, anza.is, eða i sima 522 5000. ANZA séthæfir sig i rekstri og uppbyggingu tblvukeifa. Hvort sem það ei á sviði öiyggismála, samspils forrita, útvistunar eða tölvustýiinga getur þú reilt þig á hugvit, færni og þjðnustulund starlslólks ANZA. « Öruggur rekstur lölvukcrfa SKINFAXI - gejiö út somfleytt síöon 1909 Jj

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.