Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 12
Vímuvarnaviha 200$ -17. - 2). október: Guðni R. Björnsson sér um upplýsingar, útgáfau og ráðgjöf hjá Fræðslumiðstöð í flknivörnum. Nú stendur yfir undirbúningur vegnaVímuvarnaviku 2005 sem verður dagana 17. - 23. október nk. Sem fyrr stendur Samstarfsráð um forvarnir, sem er samstarfsvett- vangur forvarnasamtaka á Islandi, fyrirVímuvarnavikunni, en að undirbúningi koma einnig íþrótta- og æskulýðshreyfingar og frjálsar almenningshreyfingar í landinu ásamt stofnunum og fyrirtækj- um. Undirbúningur er í höndum fulltrúa þessara aðila og sem fyrr er athyglinni beint að börnum og forvarnastarfi. YfirskriftVímuvarnaviku 2005 er „Byrjunaraldur - hvað er í húfi?" Athyglinni verður beint að afleið- ingum fíkniefnaneyslu, líkamlegum og félagslegum og kynntar verða niðurstöður nýrra rannsókna um áhrif fíkniefna á líkamann. „Forvarnasamtök, sem eru starfandi í dag, bundust samtökum og stofnuðu samstarfsvettvang sem ber heitið Samstarfsráð um forvarnir. Ráðið varð til fyrir þrem- urárum.Verkefni þess er í raun veru að búa til vettvang til að vinna að verkefni í forvörnum. Ut úr þeirri fyrstu vinnu varð til hug- mynd um að helga þessu málefni eina viku á hverju ári. I ár erum við með nálgunina „Byrjunaraldur - hvað er í húfi?” Að undirbúningi verkefnisins koma ýmis samtök í landinu, íþrótta- og forvarnahreyf- ingin, skátarnir UMFI, Kvenfélaga- samband Islands, FHeimili og skóli, öll foreldrasamtökin og fleiri aðilar Saman höfum við verið að undirbúa þessa viku og útbúið dagskrá sem stendur yfir dagana 17.-22. októbeþ’ sagði Guðni R. Björnsson hjá Fræðslumiðstöð í fiknivörnum. Guðni segir að í þessari dagskrá sé verið að koma upplýs- ingum til almennings og fagfólks um skaðsemina. Hún er fyrst og fremst af tvennum toga, annars vegar líffræðileg og hins vegar félagsleg. Ofan á allt þetta erum við með herferð í gangi þar sem unglingar beina orðum sínum að unglingum og út í samfélagið undir orðunum: „Eg ætla að bíða.” - Hvað fmnst þér hafa áunnist í forvarnastarfi á síðustu árum? „Það hefur ofsalega mikið breyst. Það á ekki bara við um Island heldur einnig löndin í kringum okkur Það má segja að Island hefur aldrei verið í vondum málum miðað við aðrar þjóðir Við höfum drukkið minnst og hér hefur verið minnsta dópið um áratugi. Hins vegar hefur orðið sú breyting eins og víða annars staðar að áfengisneysla hefur stóraukist hér á landi. Það er það neikvæða og afleiðingar þess eru augljósarVið erum aftur á móti að taka vel til f uppeldismálum og þar hefur orðið bylting á sfðustu 10-15 árum. Iþrótta- og sveitar- félög hafa eflst í starfi sínu sem síðan skilar sér í beittari forvörn- um. Þetta er gleðileg þróun sem alls ekki má slakna á, hún virkar og að því leyti að við höldum betur utan um börnin okkar Sá áróður sem fór í gang í kringum 1990 er að skila sér margfalt til baka. Það eru margir jákvæðir hlutir í gangi. Við verðum samt alltaf að halda vöku okkar og þessari baráttu lýkur f raun aldrei," segir Guðni R. Björnsson hjá Fræðslumiðstöð í fiknivörnum. Dregið hefur úr neyslu sterhs dfengis Dregið hefur úr neyslu sterks áfengis á Islandi. Hún hefur aukist í Danmörku, Noregi og Finnlandi en verið fremur stöðug í Svíþjóð fram til ársins 2004, en þá dró heldur úr neyslu sterks áfengis þar. Þá hefur neysla á vi'ni aukist og eru Danir þar efstir á listanum, með að meðaltali 4,4 áfengislítra á mann en íslendingar neðstir; með 1,38 lítra. Fram kemur í skýrslunni að sala á víni hefur aukist um 62% á Islandi frá árinu 1998. Aukningin var heldur minni á hinum Norðurlöndunum. Athygli vekur að heldur hefur dregið úr neyslu á bjór á hinum Norðurlöndunum; i' Danmörku úr 145 lítrum (1993) í I 10 lítra (2004) á mann, Finnlandi úr 105 lítrum (1993) í 99 lítra (2004) og Svíþjóð úr 63 lítrum (1993) í 57 li'tra (2004). A sama tíma hefur neysla á bjór aukist á Islandi þar sem neyslan á árunum 1993 til 2003 fór úr 30 lítrum í 67 lítra á mann, 15 ára og eldri. || SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.