Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 14
■ Hreyfmg af öllu tagi er nauðsynlegur þáttur í lífi barna og unglingc UMFI fékk dr: Hermund Sigmunds- son híngað til lands í sumar til að fl/tja fyrirlestur um mikilvægi íþrótta á líkamlega, andlega og félagslega heilsu barna og unglinga. Hermundur fór víða um land og voru langflestir fyrirlestrarnir vel sóttir enda mjög athyglisvert efni hér á ferð. Fyrirlestrarnir voru öllum opnir en sérstaklega ætlaðir foreldrum, þjálfurum, kennurum og leikskólakennurum. Hermundur Sigmundsson varð doktor árið 1998 frá Norska tækni- og vísindaháskólanum (NTNU) í Þrándheimi. Hermund- ur er nú prófessor við þennan skóla. Hann hefur m.a. rannsakað börn með hreyfivandamál, les- blindu og erfiðleika í stærðfræði- námi og birt rannsóknir í virtum tímaritum eins og Experimental Brain Research, Behavioural Brain Research og Developmental Med- icine and Child Neurology. Hann hugsar sér til hreyfings á næsta ári en hann hefur fengið stöðu prófessors í lífeðlislegri sálarfræði við Háskólann á Akureyri og mun hefja störf við skólann næsta haust. Hermundur segist oft velta því fyrir sér hvað verði um börn og unglinga í þjóðfélaginu sem eiga við hreyfiþroskavandamál að stríða. Skoða verði einnig þá einstaklinga sem öðlast eðlilegan þroska og eru með í öllu, i'þrótt- um og annarri félagslegri starfsemi. Hvaða munur er á þessum ein- staklingum og þeim sem eru með hreyfiþroskavandamál og þroskast ekki á eðlilegan hátt? „Það vill fara svo að börn, sem eru með hreyfiþroskavanda- mál.taka alla jafna ekki þátt í íþróttum og verða þannig út undan og eru ekki með í þeirri starfsemi sem getur aukið félags- legan þroska þeirra.Við verðum af öllum mætti að komast að því hvaða mismunandi svið í þjóðfélag- inu geta komið til móts við þessa einstaklinga, eins og heimilið, um- hverfið, skólarnir íþróttastarfsemin og leikskólarnir Hinum, sem eru með í öllu, gengur vel í skóla og þau hafa sterkt félagslegt bakland. Spurningin er hins vegar hvernig við getum fengið fleiri einstaklinga til að vera með,” segir Hermundur - Nú liggja margar rannsóknir að baki í þessum efnum. Hverjar eru niðurstöðurnar? „Iþróttaiðkun af öllu tagi og sterkur félagslegur þroski skila sér alla leið og efla þá sem njóta þessa á allan hátt. Heilsufar þeirra er einnig mun betra en hinna, niðurstöður rannsókna sýna þetta ótvírætt.Við megum ekki gleyma andlegri líðan í þessari umræðu,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.