Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 13
- ■ j
1é[ l F
Hollustuharfa Manneldisrd6s íslands
Neysla ávaxta og grænmetis er
bráðnauðsynleg fólki á öllum aldri.
I hollustukörfunní er matur
í samræmi við ráðleggingar
Manneldisráðs um mataræði og
næringarefni. Hér færð þú nánari
upplýsingar um það hvað er í holl-
ustukörfunni.
• 500 grömm af grænmeti,
ávöxtum og safa á dag fyrir
fullorðna, þar af a.m.k. 200 g af
grænmeti, 200 g af ávöxtum
auk kartaflna. Hýði eða stöngl-
ar sem fara forgörðum, teljast
ekki með í 500 grömmum.
• Tvö glös, diskar eða dósir af
mjólk eða mjólkurmat á dag.
Gert er ráð fyrir fitulitlum
og lítið sykruðum vörum að
mestu leyti. Ostur kemur í
stað mjólkurvara að hluta til.
25 g af osti jafngilda einu glasi
eða diski af mjólkurvörum.
Fisk- og kjötmáltíðir eru hvor-
ar um sig tvisvar til þrisvar í
viku (10 sinnum í mánuði) en
grænmetis-, bauna eða pasta-
málti'ðir tvisvar í viku. Gert er
ráð fyrir 100-150 grömmum
af kjöti, fiski, eggjum eða baun-
um á dag, álegg þar með talið.
Brauð, morgunkorn, pasta
og hrísgrjón er gefið upp í
skömmtum í hollustukörfu.
Einn skammtur er annaðhvort
meðalstór brauðsneið, 1,5 dl
af morgunkomi, I dl af soðn-
um hrísgrjónum eða pasta
eða I stk. kex (15 g). Hvorki
meira né minna en 9 skammt-
ar lenda í hollustukörfu dag
hvern og þar er meira af
grófu brauði en fínu.
Fita er höfð í hófi og meira
um olíu eða mjúka fitu í stað-
inn fyrir harða fitu á borð við
smjörlíki eða smjör
• Það er lítið af sykri, kökum,
sætindum, ís og gosdrykkjum
í hollustukörfunni. Þeir sem
borða þessar vörur að ráði
þurfa yfirleitt að minnka ann-
an mat á móti, eigi þeir ekki
að fitna. Eitt algengt súkkulaði-
stykki er t.d. á við þrjár lítið
smurðar brauðsneiðar í hita-
einingum og barnastærð af ís
hefur jafnmargar hitaeiningar
og þrjú glös af léttmjólk.
SKINFAXI - gejið út samjleytt síöan 1909
B