Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2005, Page 22

Skinfaxi - 01.08.2005, Page 22
fréttir úr hreyfingunni: IIMFÍ veitt umhverfisverilaun Reykjunesbœjar Ungmennafélag Islands og versl- unin Persóna við Hafnargötu fengu á dögunum Umhverfisverð- laun Reykjanesbæjar árið 2005. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar valdi aðilana tvo og veitti þeim viðurkenningar auk verðlaunagrips sem var táknrænt skreyttur kústur I umsögn USR segir að UMFI hafi lagt rækt við umhverfismál að undanförnu og er skemmst að minnast viðurkenningar sem félagið veitti Bláa hernum í Reykja- nesbæ fyrr í sumar í samvinnu við Pokasjóð. Leit bærinn á þetta sem tækifæri til að endurgjalda þá viðurkenningu. Helga Guðjónsdóttir, varafor- maður UMFI, veitti verðlaununum viðtöku ásamt framkvæmdastjór- anum, Sæmundi Runólfssyni, og Einari Haraldssyni, stjórnarmanni og formanni Iþrótta- og ung- mennafélags Keflavíkur Umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar veitt. Frá vinstri: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFI, Einar Haraldsson, stjórnarmaður I UMFI, og Helga Guðjónsdóttir, varaformaður UMFI. Lengst til hægri erÁrni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. I heimsókn hér ií londi UWGMENNAFELAG ÍSLANW i Á dögunum voru í heimsókn hér á landi forsvarsmenn Sokol sem eru systursamtök UMFI ÍTékklandi. GestirnirfráTékklandi komu víða við í heimsókn sinni, voru upplýstir um starfsemi UMFI og skoðuðu íþróttamannvirki.Tékkunum leist afar vel á landsmótin og hyggjast koma slíkum mótum á í heimalandi sínu. Gott samstarf hefur verið á milli samtak- anna í gegnum árin og í framtíðinni er stefnt að enn nánari samvinnu. Á myndinni með Tékkunum eru Birgir Gunnlaugsson, stjórnarmaður í UMFI, Björn B.Jónsson, formaður UMFI, Anna Möller, stjórnarmaður í UMFI, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFI. n SKINFAXI - tímorit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.