Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 11
Rífandi áhugi og bjart fram undan Það vakti sérstaklega athygli á Meistaramóti (slands í frjálsum íþróttum 15-22 ára að sjá keppendurfrá Ungmennafélaginu Skipaskaga á Akranesi. Anna Bjarnadóttir, formaður Skipa- skaga, fylgdi þremur keppendum á mótið en Ijóst er að mikið líf hefur færst í félagið eftir að Anna tók við for- mennsku fyrir tveimur árum síðan. Anna er íþróttakennari að mennt og kennir við Fjölbrautaskólann á Akranesi. Skipaskagi sendi einnig hóp keppenda á meistaramótið 12-16 ára á dögunum, svo vakningin í félaginu er mikil um þessar mundir. Skiþaskagi var stofn- aður 1951 og síðan endurvakinn ífebrúar 1991. Anna var innteftirþvíhvaða starfsemi væri haldið úti hjá félaginu ídag. „Við erum með dans- og hnefaleikadeild, skokkhóp og frjálsar íþróttir svo að starfsemin er bara töluverð í ekki stærra félagi. Þetta er sjötti veturinn minn á Akranesi en okkur hefur tekist smám saman að rífa frjálsíþróttirnar upp og er nú svo komið að um 30-40 krakkar eru að koma á æfingar. Það virðist vera rífandi áhugi og á fundi á dögunum kom fram vilji til að halda þessu áfram á sömu braut hjá krökkunum og ekki var áhuginn síðri hjá foreldrum þeirra. Það er stundaður mikill línudans á Akranesi og um 100 manns dansa þennan dans að jafnaði á æfingum. Hnefaleikarnir eru einnig vinsælir en þá stunda nálægt 50 manns. Starfsemin fer að mestu fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu en dansinn í sölum úti í bæ. Þegar knattspyrnuhöllin rís á Akranesi horfum við til þess að geta fjölgað æfing- um ífrjálsum íþróttum/'sagoi Anna Bjarna- dóttir. - Sérðu tímana bjarta innan félagsins á næstu árum? „Já, ég geri það reyndar og á meðan áhuginn, sem fólk sýnir nú, helst óbreyttur er ég óhrædd um framhaldið. Við horfum alla vega björtum augum til framtíðar og markmið okkar er að koma þeim deildum sem nú eru starfandi vel á koppinn áður en eitthvað nýtt verður tekið inn. Ungmennafélag- sandinn lifir svo sannarlega á Skaganum,"sagði Anna. Hún sagði enn fremur að Skipaskagi ætli að mæta með myndarlegan hóp á Unglingalandsmótið næsta sumar en félagið hefði einnig tekið þátt í mótinu í fyrra. „Það er mikill meðbyr og hann ætlum við svo sannarlega að nýta,"sagði Anna að lokum. Mætum með myndarlegan hóp á Unglinglands- mótið í sumar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.