Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 35
Fréttir úr hreyfingunni... Starfssamt og málefnalegt þing hjá HSH * 68. héraðsþing Héraðssambands Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu - HSH, var IHI haldið í félagsheimilinu Klifi í Snæfellsbæ l|l 4. mars sl. Gestir þingsins voru Sigríður Finsen, 111 formaður Héraðsnefndar Snæfellinga, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, varaformaður UMFI, Stefán Konráðs- son, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Sigurður Gíslason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Snæfellsbæjar. Um þrjátíu manns mættu á þingið sem var starfssamt og mál- efnalegt og Ijóst að mikið líf er í íþróttastarfinu á Snæfellsnesi. Góðar umræður áttu sér stað í nefndarstörfum þingsins og meðal þess sem mest var rætt á þinginu var umsókn um unglingalands- mót sem haldið yrði í Grundarfirði og Snæfellsbæ. Einnig voru lög HSH yfirfarin. Á þinginu voru veitt tvö starfsmerki UMFf, Maríu Ölmu Valdi- marsdóttur, Snæfelli og Sigrúnu Ólafsdóttur, Víkingi. íþróttamenn HSH 2005 veittu viðurkenningum sínum viðtöku og eru þeir eftirfarandi: Heiðar Geirmundsson, UMFG Lárus Ástmar Hannesson, Snæfellingi Jón Oddur Halldórsson, Reyni Hannes Marinó Ellertsson, Jökli Einar Hjörleifsson, Víking Sigurður Ágúst Þorvaldsson, Snæfelli Fadel A. Fadel, Víking Jón Oddur Halldórsson, Reyni Vinnuþjarksbikarinn er verðlaunagripur sem UMFÍ gaf HSH á 80 ára afmæli HSH (2002). Bikarinn varafhentur nú í fyrsta skipti á 68. héraðsþingi HSH fyrir starfsárið 2005. Bikar þessi er farandbik- ar sem táknar hvatningu og þakklæti sambandsins til einstaklinga sem hafa skarað fram úr í uppbyggingu íþróttagreinar og/eða félagsstörfum hvers konar á sambandssvæðinu og er hann veittur Frjálsíþróttamaður: Hestamaður: fþróttamaður fatlaðra: Kylfingur: Knattspyrnumaður: Körfuknattleiksmaður: Sundmaður: fþróttamaður HSH 2005: Alda Pálsdóttir framkvæmdastjóri HSH. til eins árs í senn. Sá sem fyrstur hlaut útnefninguna„Vinnuþjarkur HSH" er Viðar Gylfason, Umf. Reyni, Hellissandi, fyrir uppbyggingu á krakkablaksstarfi í Snæfellsbæ, en það hefurteygt anga sína yfir í Grundarfjörð. Á þinginu var gefin út ársskýrsla sambandsins sem inniheldur upplýsingar um starf innan sambandsins og aðildarfélaga þess á liðnu ári. Guðmundur M. Sigurðsson gaf ekki kost á sér til formanns- starfa vegna anna. Varaformaður HSH, Garðar Svansson, tók við formennsku í janúar sl. og var kjörinn formaður HSH á þinginu. í lok þings var kosin 5 manna stjórn HSH og skipað í 8 ráð. Stjórn HSH 2006-2007 skipa Garðar Svansson formaður, Eygló Bára Jónsdóttir varaformaður, Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson gjaldkeri, Friða Sveinsdóttir ritari og Freyr Jónsson meðstjórn-andi. Aðalfundur Ungmennafélags Akureyrar var haldinn 24. febrúar sl. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfund- arstörf, veiting viðurkenninga og þess minnst að 100 ár eru liðin frá stofnun Ungmennafélags Akureyrar. í stjórn voru kosin Gísli Pálsson, Rannveig Oddsdóttir, Guð- mundur Víðir Gunnlaugsson, Katrín Pálsdóttir, Svanhildur Karls- dóttir, Birna Ingólfsdóttir og Kristín Konráðsdóttir. Gísli Pálsson flutti skýrslu stjórnar og Guðmundur Víðir skýrði reikninga félags- ins. Jákvæð afkoma er hjá félaginu og allur rekstur og starfsemi til sóma. UnnarVilhjálmsson þjálfari sagði frá utanlandsferð sem verið er að undirbúa og afreksfólk var heiðrað. Margir gestir voru á fundinum og tóku til máls og færðu félag- inu kveðjur samtaka sinna. Sæmundur Runólfsson framkvæmda- stjóri UMFÍ, Hringur Hreinsson stjórnarmaður UMFI og Ómar Bragi Stefánsson landsfulltrúi voru fulltrúar UMFÍ. Frá aðalfundi Ungmennafélags Akureyrar (UFA). SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 35

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.