Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 29
Miklar endurbætur á Hafsteinsstofu Veitingasalurinn í Þrastalundi, Hafsteinsstofa, hefur verið opnaður eftir gagngerar endur- bætur og er óhætt segja að vel hafi tekist til. Garðar Kjartans- son tók við rekstri Þrastalundar skömmu fyrir áramót og ákvað að ráðast í endurbætur á veit- ingasalnum. Eftir breytingarnar opnaði Garðar salinn með pompi og prakt þann 4. febrúar siðastliðinn að viðstöddum fjölda gesta. Mjög góð aðsókn hefur verið eftir breytingarnar enda hefur tíðarfarið verið gott og lítið mál fyrir gesti að bregða sér austur fyrir fjall af höfuð- borgarsvæðinu og fá sér að borða í fögru umhverfi. Hafsteinsstofa hefur verið opin á laugardögum en á föstu- dagskvöldum hafa hópar og fyrirtæki verið að koma í mat. Kaffisalurinn frammi er opinn frá kl. 10 á morgnana til kl. 21 á kvöldin. Með vorinu og í sumar verður Hafsteinsstofa opin alla daga. Þess má geta að mjög góður rómur hefur verið gerður að matseðlinum í Hafsteinsstofu enda er hann fjölbreyttur. Þingeyjarsveit } ^spran SUÐURLANDSSKÓGAR ssmm.m&s SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.