Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 27
Ungmennafélagið Baldur í Hraungerðishreppi: Ungmennafélagið Baldur í Hraun- gerðishreppi var stofnað 8. júní 1908 og starfaði af krafti fyrstu árin. Félagið átti erfitt uppdráttar á tímabilinu 1916-1927, en starf þess lá þá niðri. Á þessum tíma vantaði sárlega samkomuhús en árið 1927 var reist félags- heimili í sveitinni sem gefið var nafnið Þingborg og varð það til þess að félagið tók til starfa aft- ur og hefur starfað óslitið síðan. Félagið starfar nú eins og áður undir slagorðinu: „Ræktun lýðs og lands."Einbúi er landspilda í eigu félagsins. Þetta er útivistarsvæði í Oddgeirshólaklettum sem Guðmundur Sigurðsson í Austurkoti gaf félaginu árið 1931. Ungmennafélagar hafa unnið af kappi við að gera svæðið að fallegu íþrótta- og útivistarsvæði, m.a. með hleðslu palla og gróðursetn- ingu skjólbelta. íþróttir Eitt meginviðfangsefni félags- ins er að halda uppi öflugu íþróttastarfi. Frjálsar íþróttir eru mest stundaðar innan félagsins. Æfingar eru einu sinni í viku og skipt er í eldri og yngri flokka. Á veturna eru æfingar í félagsheimilinu Þingborg en á sumrin eru þær í Einbúa. Á sumrin eru einnig fótboltaæfingar einu sinni til tvisvar í viku og mæta þá krakkar og fullorðnir og spila sér til gamans. Ýmis mót eru haldin bæði á veturna og sumrin, svo sem Þingborgar- mót, Flóamót og Baldurs- og Skeiðamót. Mótin eru fyrst og fremst haldin til að efla kynni milli félaga og allir hafi gaman af. Skákæfingar eru stundaðar öðru hverju innan félagsins. Einnig hafa verið stundaðar körfubolti, glíma, borðtennis og fleiri greinar. Félagsmál Mikið er lagt upp úr að efla félagslegan þroska einstakl- ingsins. Umf. Baldur sér um árlegt þorrablót í sveitinni í samvinnu við nágranna okkar í Sandvíkurhreppi. Venja er að annálar sveitanna séu samdir og fluttir af skemmtinefndar- fólki. Á vorin heldur félagið hestamannakaffi. Þá kemurfólk ríðandi, akandi eða gangandi og kaupir sér kaffimeðlæti og skrafar saman. Oft verða skemmtilegar umræður yfir kakóbollanum. Flestamanna- kaffi og þorrablót eru stærstu fjáröflunarsamkomur félagsins. Fleiri samkomur eru haldnar, svo sem vorfagnaður, en þar er slegið á létta strengi og vorinu fagnað. Fialdin er hátíð á þjóðhátíðardaginn. Það var fyrst gert 1957. Þar er flutt hátíðarræða, fjallkona kemur fram og farið er í ýmsa leiki. Jólavaka og þrettándagleði eru haldin á hverju ári og hefur það verið gert í samvinnu við Þingborgarskóla. Oft hafa ver- ið haldin námskeið, svo sem dansnámskeið og félagsmála- námskeið. Fyrr á árum voru sett upp leikrit, oft í samstarfi við nágrannafélögin. Gönguferðir, útilegur, skemmtiferðir og samkomuhald af ýmsu tagi eru dæmi um sívinsæl verkefni. Framleiðum barmmerki í öllum stærðum og gerðum Mikið úrval af bikurum og verðlaunapeningum Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 17 eða hafið samband í síma 588-3244 Fax 588-3246 email: isspor@simnet.is SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.