Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 15
íþróttamiðstöðin opnuð með glæsilegri hátíð íþróttamiðstöðin að Versölum var formlega opnuð með glæsiiegri opnunarhátíð íþróttafélagsins Gerplu sem fram fór 20. og 21. janúar. Fram kom á sýningunum breiður hópur iðkenda úr Gerplu sem sýndu ýmiss konar fimleikaatriði, s.s. dýnustökk, trampoline, æfingar í hringjum, á bogahesti eða slá svo dæmi séu tekin. Gestir höfðu margir á orði að sýningin hafi verið ein sú glæsilegasta sem fimleikafólk hafi sett upp hérlendis. Ljósmynd: Guðjón Einar Guðmundsson íþróttafélagið Gerpla hefur því formlega opnað aðstöðu félagsins að Versölum og fékk afhentan því til staðfestingar skjöld frá (þrótta- og Ólympíuakademíunni sem Ellert B. Schram afhenti Kristjáni Erlendssyni, formanni Gerplu. Við þetta tækifæri var Gunnar Birgisson bæjarstjóri gerður að heiðursfélaga Gerplu vegna mikils stuðnings sem Kópavogs- bær hefur sýnt félaginu á undanförnum misserum. Sú frábæra aðstaða sem félagið býr nú við hefur m.a. leitt til mikillar fjölgunar i félaginu sem og að öll íþróttaiðkun hefur tekið stórstígum fram- förum. Björn Bjarndal Jónsson, formaður Ungmennafélags l’slands, óskaði Gerplu innilega til hamingju með glæsilega aðstöðu sem risin væri íVersölum, í ávarpi við opnunina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra nefndi að sú aðstaða sem Iþróttafélaginu Gerplu væri nú búin væri gott dæmi um kraftmikinn stuðning Kópavogsbæjar við íþrótta- og æskulýðsstarf. Sagði hún jafnframt að ef unnt væri að veita Fálka- orðuna í þessum efnum þá væri Kópavogsbær nú þegar búinn að fá slíka viðurkenningu fyrir stuðning við íþróttastarf í bæjar- félaginu. Gunnar Einarsson, formaður FSÍ, færði félaginu klukku að gjöf og óskaði félaginu alls hins besta í framtíðinni. Auk iðkenda frá Gerplu komu fram núverandi Evrópu- og Norðurlandameistarar í hópfim- leikum frá Hulby í Danmörku en hópurinn setti skemmtilegan svip á sýninguna. Var þeim fagnað innilega af áhorfendum og færðu fulltrúar Gerplu þeim bestu þakkir fyrir þátttökuna í þessum viðburði í sögu félagsins. Að sýningunni kom breiður hópur iðkenda, þjálfara og annarra sjálfboðaliða. I sýningarstjórn voru þau Ásta Isberg, Berglind Pétursdóttir, Dorthe Per Hauberg Fischer, Guðmundur Þór Brynjólfsson, Hanna Lóa Friðjónsdóttir, Hlíf Þorgeirsdóttir, Hlín Bjarnadóttir, Hrund Þorgeirsdótt- ir, Jón Finnbogason, Kim Per Hauberg Fischer, Kristín Gísladóttir og Svetlana Makaritseva. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 1 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.