Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 18
Breytilegt og lifandi starf í alla staði Mjög góð aðsókn hefur verið að Ungmenna- og tómstundabúðunum að Laugum í Dalasýslu í vetur og eru skráningar orðnar nálægt 1700 talsins. Forstöðumannaskipti urðu um síðustu áramót, þegar Bjarni Gunnarsson, sem stýrt hafði búðunum frá byrjun þeirra í upphafi árs 2005, lét afstörfum og við starfi hans tókAnna Margrét Tómasdóttir frá Akranesi sem var áður starfsmaður í búðunum. Anna Margrét er menntaður tómstundafræðingur frá Kaupmannahöfn og hefur víða komið að félagsstörfum. cnnfamir»fremsiu roo ngmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum í Dalasýslu hafa vakið verðskulduga athygli Búðirnar eru fyrir nemendur í 9. bekkjum grunnskólanna sem dvelja þar frá mánudegi til föstudags við leik og störf. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 434-1600 og 861-2660. Einnig þjónustumiðstöð UMFl í síma 568-2929 eða á www.umfi.is. Andrúmsloftið í sveitinni getur varla verið betra Það var líf og fjör í búðunum þegar Skin- faxi leit þar inn á dögunum en þá voru þar nemendurfrá Húsavík, Hofsósi og Heiðarskóla í Borgarfirði. „Mér líst Ijómandi vel á starfið sem er mjög breytilegt og lifandi í alla staði. Það er nóg að gera og allir leggjast á eitt við að gera dvölina í búðunum sem skemmtilegasta. Maður hittir mikið af nýju fólki og það gerir starfið enn líf- legra. Staðsetn- ing búðanna finnst méralvegfrábær og nálægðin við Dalamenn er mjög góð. Við getum alveg sagt að andrúmsloftið í sveitinni geti varla verið betra og Dalir heilla alveg sérstaklega," sagði Anna Margrét. Hún sagði krakkana, sem koma í búð- irnar, almennt mjög áhugasama. Það væri oft- ast nær líf og fjör og reynt væri að hafa dag- skrána einsfjölbreytta og kostur væri. Ferða- dagurinn hefði til þessa slegið alveg í gegn en þá væri farið í heimsókn á kúa- og fjárbú og að Eiríksstöðum. Aðspurð hvað hefði komið henni mest á óvart í starfinu sagði Anna Margrét margt koma upp þegar svona fjöldi heimsækir búð- irnar. „Verkefnin eru endalaus og ég sé ekki ann- að en að ungmennabúðirnar eigi bjarta fram- tíð fyrir sér. Unglingarnir lýsa yfir mikilli ánægju með dvölina og nú þegar eru farnar að berast pantanir um dvöl á næsta skólaári," sagði Anna Margrét. 18 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.