Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 20
Gísli A. Pálsson, formaður UFA: Ungmennafélag Akureyrar, UFA, er 100 ára en félagið var stofnað 6. janúar 1906. Samkvæmt skilgreiningu er félagið því eitt elsta ungmennafélagið í landinu og starfsemin stendur í blóma um þessar mundir. Það voru ungir menn sem komu saman á Akureyri fyrir eitt hundrað árum og stofnuðu félagið og fljótlega skipuðu íþróttir stóran sess í starfsemi félagsins. í dag á UFA á að skipa efnilegu og upp- rennandi keppnisfólki. Formaður félags- ins er Gísli A. Pálsson og hefur hann gegnt því starfi í tvö ár. „Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort félagið hafi í raun orðið 100 ára gamait á dögunum. Það eru að vísu rúm 100 ár síðan að Ungmennafélag Akureyrar var stofnað. Starfsemin lagðist af í kringum 1930 en síðan var stofnað nýtt félag 1988 og spurning hvort það sé sama félagið. Sumir segja erfitt að halda því fram. Engu að síður var stofnað annaðfélag með sama nafni og í sjálfu sér á grunni hins,"sagði Gísli A. Pálsson, formaður ungmennafélagsins. - Hvernig ganga annars hlutirnir fyrirsig í félaginu í dag? „Ég ber ekki kinnroða fyrir það, það er allt á réttri leið. Við horfum fyrst og fremst á frjálsar íþróttir og erum ekki í öðru en því hefðbundna, mannrækt og öðru slíku. Iðkendum í frjálsum íþróttum fjölgar og starfsemin þar þokast öll í rétta átt. Við kvörtum yfir sumaraðstöðunni sem er ekki góð. Þó er bót í máli að það styttist í að hún verði löguð samhliða Landsmót- inu hérá Akureyri 2009,"sagði Gísli. Skráðir félagar í UFA nálgast eitt þúsund. Barna- og unglingastarfið stendur í blóma og margir ungir og efnilegir frjálsiþróttamenn eru að stíga fram í sviðsljósið. Því til staðfestingar er góður árangur keppenda frá UFA á mótum sem haldin hafa verið í vetur. Að sögn Gísla er tímabilinu skipt í þrjár annir, sumarið og fyrri og síðari hluta vetrar. Á annað hundrað iðkendur æfa meira og minna á vegum félagsins. Gísli segir þetta hægt vaxandi góðan hóp undir handleiðslu frábærra þjálfara. Þegar hann er spurður hvort þeir ætli að halda sérstaklega upp á þessi tímamót félagsins segir hann ekkert ákveðið í þeim efnum.„Það hefur þó verið lítillega rætt innan okkar hóps hvernig þessara tímamóta verði minnst.Við sjáum hvað setur í þeim efnum/'sagði Gísli. Starfsemin þokast öll í rétta átt Styrkirtil lýðháskólanáms UMFÍ hefur gert samstarfssamning við 6 íþróttalýðháskóla í Danmörku. Skólarnir eru vítt og breitt um landið og leggja áherslur á mismunandi íþróttagreinar. Skólarnir sem hér um ræðir eru í Sonderborg, Ollerup, Gerlev, Viborg, Árhus og Nord- jyllands Idrætshojskole í Bronderslev. UMFÍ getur veitt nemendum styrk til dvalarinnar og er hægt að hafa samband við þjónustumiðstöð UMFÍ, s. 568 2929, til að fá nánari upplýsingar. Skólarnir er misdýrir en það ræðst af afslætti sem við fáum hjá hverjum skóla fyrir sig. Eins leggja skólarnir áherslu á mismunandi íþróttagreinar sem fyrr sagði, sumir á fimleika en aðrir á boltagreinar. (slendingar hafa staðið sig vel í dönsku skólunum en þátttakendur á aldrinum 18-25 ára eiga kost á að sækja um skólavist. Það eru margir sem nota tímann þegar stúdentsprófi lýkur til að hugsa næstu skref hvað skólagöngu áhrærir. Dvölin á íþróttalýðháskólunum gefur nemendum ákveðna reynslu og þekkingu sem þeir búa að alla ævi. Ennfremur gefst þarna kjörið tækifæri til að læra dönskuna. Þetta gefur nemendum tvímælalaust tækifæri sem þeir fengju ekki annars staðar. 20 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.