Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.02.2006, Blaðsíða 7
Ritstjóraspjall - Jón Kristján Sigurðsson Bætt aðstaða - betri árangur Algjör umskipti hafa orðið á síðustu misserum hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkana vítt og breitt um landið. Um árabil bjuggu frjálsíþrótta-, knatt- spyrnu- og sundmenn við afar bága aðstöðu. Svo alvarlegt var ástandið að það stóð þessum greinum hreinlega fyrir þrifum og í mörgum tilvikum kom það niður á árangri. Sex mánuði á ári höfðu iðkendur þessara greina varla í nokkurt hús að venda. Barátta íþróttamannanna fyrir bættri aðstöðu stóð í mörg ár og loks bar sú barátta árangur. Knattspyrnuhús risu í upphafi á Stór-Reykjavíkursvæðinu og síðan fylgdu í kjölfarið hús ann- ars staðar á landinu og brátt hillir undir að knattspyrnuhús verði tekið í notkun á Austfjörð- um. í þessari umræðu má ekki gleyma sparkvöllum KSÍ en það átak á örugglega eftir að skila sér þegar fram í sækir. Nú geta knattspyrnumenn æft við toppaðstæður allt árið og fyrir vikið hljóta fleiri betri knatt- spyrnumenn að koma fram í sviðsljósið. Iðkendurfrjálsra íþrótta hafa tekið nýju aðstöðunni í Laugar- dal fagnandi og ekki stendur á árangrinum. Aðstaðan i Laugardal- num er eins og hún gerist best og hvert metið af öðru hefur verið sett síðan að húsið var tekið í notkun skömmu fyrir áramót. Bætt inniaðstaða var búin að vera baráttumál forystumanna í frjáls- íþróttahreyfingunni í mörg ár. Biðlund frjálsíþróttamanna var með ólíkindum en nú geta allir kætst. Þessi aðstaða ýtir örugglega undir það að fleiri börn og unglingar fari að æfa frjálsar íþróttir og er það vel. Ekki má gleyma þætti UMFÍ í þessum efnum en í tengslum við Unglingalandsmótin hafa risið glæsileg íþróttamannvirki og fyrsta flokks aðstaða til æfinga og keppni í frjálsum íþróttum. Sundmenn búa orðið við glæsilega inniaðstöðu í Laugar- dal en þar er 50 metra innilaug. Sundmenn voru búnir að berj- ast fyrir 50 metra innilaug í ára- tugi og eru því mikil umskipti að fá þessa aðstöðu. Þessari bættu aðstöðu í íþróttum ber að fagna og er hún auknum skilningi ráða- manna í þessum efnum að þakka. Það vita orðið allir í dag, staðreyndirtala sínu máli þar, að gildi íþrótta vegur þungt á uppvaxtarárum barna og ungl- inga og þá er brýnt að viðun- andi aðstaða til að leggja stund á íþróttir sé til staðar. Auðvitað kostar þessi uppbygging sitt en hún skilar sér margfalt í sterkari einstaklingum þegar út í lífið er komið. Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson Ábyrgðarmaður: Björn B. Jónsson, formaður UMFl Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðs- son o.fl. Umbrot/hönnun: Örn Guðnason Prentun: Prentmet Prófarkalestur: Helgi Magnússon Auglýsingar: PSN-samskipti og Gunnar Bender Ritnefnd: Anna R. Möller Einar Haraldsson BirgirGunnlaugsson Ester Jónsdóttir Skrifstofa: Þjónustumiðstöð UMFl, Fellsmúla 26, 108 Reykjavík, sími: 568-2929, netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Valdimar Gunnarsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Ásdís Sigurðardóttir, ritari, Þóra Kristinsdóttir, bókhald, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa, kynningar-og upplýsinga- fulltrúi. Stjórn UMFl: Björn B.Jónsson, formaður Helga Guðjónsdóttir, varaformaður Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri Ásdís Helga Bjarnadóttir, ritari Anna R. Möller Haraldur Þór Jóhannsson Hringur Hreinsson Jóhann Tryggvason Einar Jón Geirsson Einar Haraldsson Eyrún H. Hlynsdóttir Forsíðumynd: Meyjasveit HSÞ 15-16 ára sem sigraði í 4 x 400 m boðhlaupi á Meistaramóti íslands. Meyjarnar urðu fyrstar til að vinna sigur i þessari grein en mótið fórfram í nýju frjálsíþróttahöllinni í Laugardal og settu þannig um leið bæði héraðsmet og íslandsmet. Sveitina skipuðu þær Arna Krístín Sigfúsdóttir, Ólafía Helga Jónsdótt- ir, Ragna Baldvinsdóttir og Gígja Valgerður Harðardóttir SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.